Finnar óttast rússneskar áróðursárásir Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2016 15:19 Vladimir Putin, forseti Rússlands, og Sauli Niinistö, forseti Finnlands, á fundi þeirra í byrjun árs. Vísir/AFP Yfirvöld Finnlands hafa sífelt meiri áhyggjur af „áróðri“ Rússlands gegn Finnlandi. Löndin tvö deila rúmlega 1.300 kílómetra löngum landamærum og blóðugri sögu. Innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014 hefur aukið á áhyggjur Finna. Meðal þess áróðurs sem Finnar hafa séð er að Rússar hafa dregið réttmæti sjálfstæðis Finnlands frá Rússlandi árið 1917 í efa. Þá segja finnskir embættismenn sem fylgjast með áróðrinum að hann færist í aukana. „Við teljum að þessum ágengna áróðri frá Rússlandi sé ætlað að skapa vantraust á milli leiðtoga og almennra borgara og fá okkur til að taka skaðsamar ákvarðanir,“ segir Markku Mantila við Reuters fréttaveituna. „Þeim er einnig ætlað að draga úr trausti Finna til Evrópusambandsins og að vara Finna við því að ganga inn í NATO.“ Mantila segir að hópurinn sem hann er í forsvari fyrir hafi fundið 20 staðfest tilfelli um áróðursárásir gegn Finnlandi á undanförnum árum og um 30 sem séu mjög líklega einnig árásir. „Það er kerfisbundin áróðursherferð í gangi. Þetta er ekki spurning um slæma fréttamennsku. Ég tel þessu vera stýrt frá miðjunni.“Staðreyndir gegn áróðri Mantila bendir á fréttir sem voru í fjölmiðlum í Rússlandi í síðasta mánuði. Þar hafi verið fjallað um að „kaldrifjuð“ yfirvöld Finnlands hafi tekið barn frá rússneskri fjölskyldu í Finnlandi eingöngu vegna þjóðernis þeirra. Yfirvöld í Finnlandi hafa þvertekið fyrir þessar ásakanir, en þær hafa verið endurfluttar ítrekað í Rússlandi. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, segir Reuters að stjórnvöld Finnlands reyni að bregðast við áróðrinum með því að koma staðreyndum á framfæri. „Öll ríki vinna með áróður og einræðisríki gera það sérstaklega mikið,“ sagði Soini. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Yfirvöld Finnlands hafa sífelt meiri áhyggjur af „áróðri“ Rússlands gegn Finnlandi. Löndin tvö deila rúmlega 1.300 kílómetra löngum landamærum og blóðugri sögu. Innlimun Rússlands á Krímskaga árið 2014 hefur aukið á áhyggjur Finna. Meðal þess áróðurs sem Finnar hafa séð er að Rússar hafa dregið réttmæti sjálfstæðis Finnlands frá Rússlandi árið 1917 í efa. Þá segja finnskir embættismenn sem fylgjast með áróðrinum að hann færist í aukana. „Við teljum að þessum ágengna áróðri frá Rússlandi sé ætlað að skapa vantraust á milli leiðtoga og almennra borgara og fá okkur til að taka skaðsamar ákvarðanir,“ segir Markku Mantila við Reuters fréttaveituna. „Þeim er einnig ætlað að draga úr trausti Finna til Evrópusambandsins og að vara Finna við því að ganga inn í NATO.“ Mantila segir að hópurinn sem hann er í forsvari fyrir hafi fundið 20 staðfest tilfelli um áróðursárásir gegn Finnlandi á undanförnum árum og um 30 sem séu mjög líklega einnig árásir. „Það er kerfisbundin áróðursherferð í gangi. Þetta er ekki spurning um slæma fréttamennsku. Ég tel þessu vera stýrt frá miðjunni.“Staðreyndir gegn áróðri Mantila bendir á fréttir sem voru í fjölmiðlum í Rússlandi í síðasta mánuði. Þar hafi verið fjallað um að „kaldrifjuð“ yfirvöld Finnlands hafi tekið barn frá rússneskri fjölskyldu í Finnlandi eingöngu vegna þjóðernis þeirra. Yfirvöld í Finnlandi hafa þvertekið fyrir þessar ásakanir, en þær hafa verið endurfluttar ítrekað í Rússlandi. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, segir Reuters að stjórnvöld Finnlands reyni að bregðast við áróðrinum með því að koma staðreyndum á framfæri. „Öll ríki vinna með áróður og einræðisríki gera það sérstaklega mikið,“ sagði Soini.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira