Ráðherra á eftir áætlun: Skipun samráðshóps ætti að liggja fyrir í seinasta lagi á laugardag Anton Egilsson skrifar 19. október 2016 20:08 Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Stefán Skipun samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga ætti að liggja fyrir í seinasta lagi á laugardag. Þetta staðfestir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við fréttastofu. Alþingi samþykkti þann 13.september síðastliðin lög um breytingar á búvörulögum og fleiri lögum vegna búvörusamninganna. Í bráðabirgðaákvæði í lögunum segir: „Eigi síðar en 18. október 2016 skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Tryggja skal aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019.“Félag atvinnurekenda vakti athygli á því að ekki væri búið að skipa samráðshópinn en lögbundinn frestur til þess rann út í gær. Ýmsum hagsmunasamtökum sem gagnrýndu búvörusamningana fyrr á árinu var lofað aðild að samráðshópnum og er Félag atvinnurekanda á meðal þeirra. Ákvæðið um stofnun samráðshópsins kom inn í lögin að tillögu meirihluta atvinnuveganefndar þingsins en Jón Gunnarsson veitir nefndinni forystu. Í júlí síðastliðnum sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, að hann vonaðist eftir því að þjóðarsátt næðist um búvörusamningana með þeim breytingum sem lagðar voru fyrir þingið. Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Sjá meira
Skipun samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga ætti að liggja fyrir í seinasta lagi á laugardag. Þetta staðfestir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við fréttastofu. Alþingi samþykkti þann 13.september síðastliðin lög um breytingar á búvörulögum og fleiri lögum vegna búvörusamninganna. Í bráðabirgðaákvæði í lögunum segir: „Eigi síðar en 18. október 2016 skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Tryggja skal aðkomu afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda að endurskoðuninni og skal henni lokið eigi síðar en árið 2019.“Félag atvinnurekenda vakti athygli á því að ekki væri búið að skipa samráðshópinn en lögbundinn frestur til þess rann út í gær. Ýmsum hagsmunasamtökum sem gagnrýndu búvörusamningana fyrr á árinu var lofað aðild að samráðshópnum og er Félag atvinnurekanda á meðal þeirra. Ákvæðið um stofnun samráðshópsins kom inn í lögin að tillögu meirihluta atvinnuveganefndar þingsins en Jón Gunnarsson veitir nefndinni forystu. Í júlí síðastliðnum sagði Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, að hann vonaðist eftir því að þjóðarsátt næðist um búvörusamningana með þeim breytingum sem lagðar voru fyrir þingið.
Tengdar fréttir FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00 Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Sjá meira
FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. 19. ágúst 2016 19:00
Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Formaður atvinnuveganefndar Alþingis vonast eftir nokkurs konar þjóðarsátt um nýja búvörusamninga. Frumvarp um samningana verður eitt af stóru málunum á sumarþingi en nefndin mun leggja til breytingar áður en þing kemur saman. 11. júlí 2016 19:30