Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 19:23 Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð, Anna Sigurlaug og Gunnar Bragi á flokksþingi Framsóknar í fyrra áður en vík varð milli vina í forystu flokksins. vísir/ernir „Þetta er auðvitað ekki sú niðurstaða sem ég óskaði mér, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við Vísi en hann var eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag. Eins og kunnugt er tapaði Sigmundur fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra en í kjölfarið dró Gunnar Bragi framboð sitt til ritara flokksins til baka. Aðspurður hvers vegna hann gerði það segist hann hafa talið eðlilegt að forysta flokksins byrjaði með hreint og nýtt borð. „Ég hef unnið mjög náið með Sigmundi í langan tíma og taldi bara eðlilegt að nýr formaður fengi svigrúm til að vera með fólk í kringum sig sem væri óumdeilt og klárlega ekki á annarri línu en hann.“ Gunnar Bragi segir gríðarlega pressu á Sigurði Inga að sameina þær tvær fylkingar sem eru í flokknum og komu svo skýrt fram í kringum formannskjörið. „Auðvitað vonar maður að það takist. Við förum hins vegar nú á fullt í kosningabaráttu og inn í kjördæmin að boða þá stefnu sem flokkurinn hyggst leggja fram,“ segir Gunnar Bragi.Muntu standa þétt við bakið á nýjum formanni?„Ég held að ég eins og aðrir hljóti að fara í þessar kosningar og fylgja þeirri stefnu sem hann og aðrir leggja af stað með og var samþykkt á flokksþinginu. Þessi kosningabarátta snýst ekki um persónur heldur um að flokkurinn fái sem mest fylgi og það ætlum við okkur að gera.“ Gunnar Bragi leiðir lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og segist stefna á að ná sem bestum árangari fyrir flokkinn þar. Aðspurður kveðst Gunnar Bragi hafa heyrt í Sigmundi Davíð eftir kjörið í dag en vill ekki segja blaðamanni hvernig hljóðið var í fráfarandi formanni. „Við höfum átt mörg trúnaðarsamtöl og munum halda áfram að vera góðir vinir og trúnaðarmenn.“ Gunnar Bragi vonar að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum og hefur fulla trú á því að hann haldi áfram að starfa innan Framsóknarflokksins. „Ég vona svo sannarlega að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum því stjórnmálin yrðu litlausari án hans, það er alveg ljóst. Þessi maður er búinn að leiða Framsóknarflokkinn til forystu og hefur sýnt það að það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef það er sterkur einstaklingur sem leiðir og flokkurinn er á bak við hann.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
„Þetta er auðvitað ekki sú niðurstaða sem ég óskaði mér, það er alveg ljóst,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samtali við Vísi en hann var eindreginn stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í formannskjöri Framsóknarflokksins í dag. Eins og kunnugt er tapaði Sigmundur fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra en í kjölfarið dró Gunnar Bragi framboð sitt til ritara flokksins til baka. Aðspurður hvers vegna hann gerði það segist hann hafa talið eðlilegt að forysta flokksins byrjaði með hreint og nýtt borð. „Ég hef unnið mjög náið með Sigmundi í langan tíma og taldi bara eðlilegt að nýr formaður fengi svigrúm til að vera með fólk í kringum sig sem væri óumdeilt og klárlega ekki á annarri línu en hann.“ Gunnar Bragi segir gríðarlega pressu á Sigurði Inga að sameina þær tvær fylkingar sem eru í flokknum og komu svo skýrt fram í kringum formannskjörið. „Auðvitað vonar maður að það takist. Við förum hins vegar nú á fullt í kosningabaráttu og inn í kjördæmin að boða þá stefnu sem flokkurinn hyggst leggja fram,“ segir Gunnar Bragi.Muntu standa þétt við bakið á nýjum formanni?„Ég held að ég eins og aðrir hljóti að fara í þessar kosningar og fylgja þeirri stefnu sem hann og aðrir leggja af stað með og var samþykkt á flokksþinginu. Þessi kosningabarátta snýst ekki um persónur heldur um að flokkurinn fái sem mest fylgi og það ætlum við okkur að gera.“ Gunnar Bragi leiðir lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi og segist stefna á að ná sem bestum árangari fyrir flokkinn þar. Aðspurður kveðst Gunnar Bragi hafa heyrt í Sigmundi Davíð eftir kjörið í dag en vill ekki segja blaðamanni hvernig hljóðið var í fráfarandi formanni. „Við höfum átt mörg trúnaðarsamtöl og munum halda áfram að vera góðir vinir og trúnaðarmenn.“ Gunnar Bragi vonar að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum og hefur fulla trú á því að hann haldi áfram að starfa innan Framsóknarflokksins. „Ég vona svo sannarlega að Sigmundur Davíð haldi áfram í stjórnmálum því stjórnmálin yrðu litlausari án hans, það er alveg ljóst. Þessi maður er búinn að leiða Framsóknarflokkinn til forystu og hefur sýnt það að það er hægt að gera ótrúlegustu hluti ef það er sterkur einstaklingur sem leiðir og flokkurinn er á bak við hann.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26