Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2016 20:43 Það kostar að lágmarki 280 milljónir að opna nýja neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli óskaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra við Isavia að tekinn yrði saman kostnaður við að opna neyðarbraut í Keflavík. Sú flugbraut ber einkennið 07/25 og hefur staðið ónotuð í rúm 20 ár. Varnaliðið sem þá var með aðsetur á Keflavíkurflugvelli tók ákvörðun um að loka brautinni meðal annars vegna þess hversu lítið hún var notuð en innan við 1% að flugtökum og lendingum voru á brautinni á þeim tíma. Ástand brautarinnar í dag er þannig að leggja þarf í þó nokkurn kostnað til að koma henni í gagnið aftur en brautin hefur sömu stefnu og neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var í sumar. Tillögurnar sem Isavia skilaði af sér eru: Að flugbrautin yrði lengd til suðvesturs og með 5 sentimetra malbiksyfirlögn ásamt nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður yrði 1390 milljónir. Að sett yrði 5 sentimetra malbiksyfirlögn á núverandi braut með nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður 1010 milljónir. Þriðji kosturinn yrði að yfirlögn með svokölluðu flotbiki yrði sett á brautina auk nýrra brautarljósa. En sú framkvæmd er metin á um 280 milljónir. Með þriðja valmöguleikanum er einungis gert ráð fyrir notkun léttari flugvéla. Í grein í Morgunblaðinu í gær segir innanríkisráðherra að fara þurfi strax í þessar aðgerðir svo hægt verði að lenda flugvélum á þessari braut í neyðartilfellum. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafi verið lokað áður en að neyðarbrautin í Keflavík yrði opnuð og fóru fram á það að samningar um nýju neyðarbrautina skildu standa, það er að flugbraut 07/25 í Keflavík yrði opnuð án tafar og að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli yrði haldið opinni á meðan væri verið að koma þeirri nýju í gagnið. Það var ekki gert. Ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í samgönguáætlun næstu fjögurra ára sem bíður enn samþykktar á Alþingi og sömuleiðis er ekki gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjáraukalögum sem einnig á eftir að samþykkja. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Það kostar að lágmarki 280 milljónir að opna nýja neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um lokun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli óskaði Ólöf Nordal innanríkisráðherra við Isavia að tekinn yrði saman kostnaður við að opna neyðarbraut í Keflavík. Sú flugbraut ber einkennið 07/25 og hefur staðið ónotuð í rúm 20 ár. Varnaliðið sem þá var með aðsetur á Keflavíkurflugvelli tók ákvörðun um að loka brautinni meðal annars vegna þess hversu lítið hún var notuð en innan við 1% að flugtökum og lendingum voru á brautinni á þeim tíma. Ástand brautarinnar í dag er þannig að leggja þarf í þó nokkurn kostnað til að koma henni í gagnið aftur en brautin hefur sömu stefnu og neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli sem lokað var í sumar. Tillögurnar sem Isavia skilaði af sér eru: Að flugbrautin yrði lengd til suðvesturs og með 5 sentimetra malbiksyfirlögn ásamt nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður yrði 1390 milljónir. Að sett yrði 5 sentimetra malbiksyfirlögn á núverandi braut með nýjum brautarljósum. Áætlaður kostnaður 1010 milljónir. Þriðji kosturinn yrði að yfirlögn með svokölluðu flotbiki yrði sett á brautina auk nýrra brautarljósa. En sú framkvæmd er metin á um 280 milljónir. Með þriðja valmöguleikanum er einungis gert ráð fyrir notkun léttari flugvéla. Í grein í Morgunblaðinu í gær segir innanríkisráðherra að fara þurfi strax í þessar aðgerðir svo hægt verði að lenda flugvélum á þessari braut í neyðartilfellum. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag íslenskra atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli hafi verið lokað áður en að neyðarbrautin í Keflavík yrði opnuð og fóru fram á það að samningar um nýju neyðarbrautina skildu standa, það er að flugbraut 07/25 í Keflavík yrði opnuð án tafar og að neyðarbrautin á Reykjavíkurflugvelli yrði haldið opinni á meðan væri verið að koma þeirri nýju í gagnið. Það var ekki gert. Ekki er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í samgönguáætlun næstu fjögurra ára sem bíður enn samþykktar á Alþingi og sömuleiðis er ekki gert ráð fyrir framkvæmdunum í fjáraukalögum sem einnig á eftir að samþykkja.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira