Vilja kynnast innflytjendum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. október 2016 06:45 Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi vill auka traust innflytjenda á lögreglunni og skapa samtalsvettvang fyrir lögreglumenn og innflytjendur. vísir/ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast innflytjendum betur. Hafið er verkefni innan embættisins þar sem innflytjendur og lögreglumenn embættisins hittast og ræða saman. Í sumar fékk embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einnar milljónar króna styrk frá þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefnið: Lögregla í fjölbreyttu samfélagi. Verkefnið gengur út á það að skapa vettvang þar sem lögreglumenn og innflytjendur, utan Evrópu, eiga samtal með því markmiði að skapa þekkingu, traust og efla menningarlæsi lögreglumanna. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur sem sér um hatursglæpi og minnihlutatengsl hjá embættinu, stýrir verkefninu. Hún segist vonast til þess að með verkefninu verði til samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda til frambúðar. „Væntingar til verkefnisins eru helst að einhvers konar „afurð“ eins og handbók eða tillögur fyrir lögreglumenn verði til, skrifaðar af hópnum. Einnig að þátttakendur fái jákvæða mynd af lögreglunni og upplifi fagleika lögreglumanna og á hinn bóginn að lögreglumenn upplifi öryggi í starfi sínu gagnvart fjölbreytni samfélagsins. Það er von okkar að þessi jákvæða reynsla skili sér víðar t.d. til annarra lögreglumanna og innflytjenda sem tóku ekki sjálfir þátt í verkefninu. Og að grundvöllur skapist, til að mynda eins konar samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda, sem yrði til frambúðar,“ segir Eyrún. Hún segir að víða erlendis upplifi fólk að það eigi ekki gott aðgengi að lögreglu og leiti ekki til hennar. „Með þessu verkefni viljum við að allir upplifi að lögreglan á Íslandi þjónusti alla þegna samfélagsins,“ segir Eyrún og minnir á að verkefnið snúi ekki síður að því að fá lögreglumenn til að upplifa fjölbreytni samfélagsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir þátttakendum í verkefnið og meðal annars auglýst eftir þátttakendum á Facebook. Eyrún segir marga hafa sýnt áhuga á því að vera með en stefnt sé að því að rúmlega þrjátíu manns taki þátt í verkefninu. „Lögð er áhersla á að þátttakendur endurspegli fjölbreytni m.a. með tilliti til kyns og kynvitundar, aldurs, trúar og uppruna auk þess sem við horfum til skörunar þátta sem byggja upp sjálfsmynd fólks,“ segir Eyrún sem segir að enn sé verið að bæta í hópinn. Kröfurnar séu þær að viðkomandi sé innflytjandi, eigi rætur að rekja til landa utan Evrópu og sé búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Eyrún segir að þörf sé fyrir verkefnið. „Mikil einsleitni er innan lögreglunnar auk þess sem í gegnum tíðina hefur fræðsla um fjölbreytni samfélagsins verið af afar skornum skammti í grunnnámi lögreglumanna og ekki til staðar í framhaldsnámskeiðum sem hafa verið í boði. Þegar lögregla endurspeglar ekki samfélag sitt eða hefur ekki þekkingu á öllum kimum samfélagsins má ætla að hún eigi erfitt með að tengjast samfélaginu í heild sinni og skilja þarfir ólíkra hópa gagnvart þjónustuhlutverki stofnunarinnar,“ segir Eyrún sem segist vona að í nýju lögreglunámi á háskólastigi verði þessi fræðsla efld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast innflytjendum betur. Hafið er verkefni innan embættisins þar sem innflytjendur og lögreglumenn embættisins hittast og ræða saman. Í sumar fékk embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einnar milljónar króna styrk frá þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefnið: Lögregla í fjölbreyttu samfélagi. Verkefnið gengur út á það að skapa vettvang þar sem lögreglumenn og innflytjendur, utan Evrópu, eiga samtal með því markmiði að skapa þekkingu, traust og efla menningarlæsi lögreglumanna. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur sem sér um hatursglæpi og minnihlutatengsl hjá embættinu, stýrir verkefninu. Hún segist vonast til þess að með verkefninu verði til samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda til frambúðar. „Væntingar til verkefnisins eru helst að einhvers konar „afurð“ eins og handbók eða tillögur fyrir lögreglumenn verði til, skrifaðar af hópnum. Einnig að þátttakendur fái jákvæða mynd af lögreglunni og upplifi fagleika lögreglumanna og á hinn bóginn að lögreglumenn upplifi öryggi í starfi sínu gagnvart fjölbreytni samfélagsins. Það er von okkar að þessi jákvæða reynsla skili sér víðar t.d. til annarra lögreglumanna og innflytjenda sem tóku ekki sjálfir þátt í verkefninu. Og að grundvöllur skapist, til að mynda eins konar samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda, sem yrði til frambúðar,“ segir Eyrún. Hún segir að víða erlendis upplifi fólk að það eigi ekki gott aðgengi að lögreglu og leiti ekki til hennar. „Með þessu verkefni viljum við að allir upplifi að lögreglan á Íslandi þjónusti alla þegna samfélagsins,“ segir Eyrún og minnir á að verkefnið snúi ekki síður að því að fá lögreglumenn til að upplifa fjölbreytni samfélagsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir þátttakendum í verkefnið og meðal annars auglýst eftir þátttakendum á Facebook. Eyrún segir marga hafa sýnt áhuga á því að vera með en stefnt sé að því að rúmlega þrjátíu manns taki þátt í verkefninu. „Lögð er áhersla á að þátttakendur endurspegli fjölbreytni m.a. með tilliti til kyns og kynvitundar, aldurs, trúar og uppruna auk þess sem við horfum til skörunar þátta sem byggja upp sjálfsmynd fólks,“ segir Eyrún sem segir að enn sé verið að bæta í hópinn. Kröfurnar séu þær að viðkomandi sé innflytjandi, eigi rætur að rekja til landa utan Evrópu og sé búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Eyrún segir að þörf sé fyrir verkefnið. „Mikil einsleitni er innan lögreglunnar auk þess sem í gegnum tíðina hefur fræðsla um fjölbreytni samfélagsins verið af afar skornum skammti í grunnnámi lögreglumanna og ekki til staðar í framhaldsnámskeiðum sem hafa verið í boði. Þegar lögregla endurspeglar ekki samfélag sitt eða hefur ekki þekkingu á öllum kimum samfélagsins má ætla að hún eigi erfitt með að tengjast samfélaginu í heild sinni og skilja þarfir ólíkra hópa gagnvart þjónustuhlutverki stofnunarinnar,“ segir Eyrún sem segist vona að í nýju lögreglunámi á háskólastigi verði þessi fræðsla efld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira