Vilja kynnast innflytjendum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. október 2016 06:45 Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi vill auka traust innflytjenda á lögreglunni og skapa samtalsvettvang fyrir lögreglumenn og innflytjendur. vísir/ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast innflytjendum betur. Hafið er verkefni innan embættisins þar sem innflytjendur og lögreglumenn embættisins hittast og ræða saman. Í sumar fékk embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einnar milljónar króna styrk frá þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefnið: Lögregla í fjölbreyttu samfélagi. Verkefnið gengur út á það að skapa vettvang þar sem lögreglumenn og innflytjendur, utan Evrópu, eiga samtal með því markmiði að skapa þekkingu, traust og efla menningarlæsi lögreglumanna. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur sem sér um hatursglæpi og minnihlutatengsl hjá embættinu, stýrir verkefninu. Hún segist vonast til þess að með verkefninu verði til samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda til frambúðar. „Væntingar til verkefnisins eru helst að einhvers konar „afurð“ eins og handbók eða tillögur fyrir lögreglumenn verði til, skrifaðar af hópnum. Einnig að þátttakendur fái jákvæða mynd af lögreglunni og upplifi fagleika lögreglumanna og á hinn bóginn að lögreglumenn upplifi öryggi í starfi sínu gagnvart fjölbreytni samfélagsins. Það er von okkar að þessi jákvæða reynsla skili sér víðar t.d. til annarra lögreglumanna og innflytjenda sem tóku ekki sjálfir þátt í verkefninu. Og að grundvöllur skapist, til að mynda eins konar samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda, sem yrði til frambúðar,“ segir Eyrún. Hún segir að víða erlendis upplifi fólk að það eigi ekki gott aðgengi að lögreglu og leiti ekki til hennar. „Með þessu verkefni viljum við að allir upplifi að lögreglan á Íslandi þjónusti alla þegna samfélagsins,“ segir Eyrún og minnir á að verkefnið snúi ekki síður að því að fá lögreglumenn til að upplifa fjölbreytni samfélagsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir þátttakendum í verkefnið og meðal annars auglýst eftir þátttakendum á Facebook. Eyrún segir marga hafa sýnt áhuga á því að vera með en stefnt sé að því að rúmlega þrjátíu manns taki þátt í verkefninu. „Lögð er áhersla á að þátttakendur endurspegli fjölbreytni m.a. með tilliti til kyns og kynvitundar, aldurs, trúar og uppruna auk þess sem við horfum til skörunar þátta sem byggja upp sjálfsmynd fólks,“ segir Eyrún sem segir að enn sé verið að bæta í hópinn. Kröfurnar séu þær að viðkomandi sé innflytjandi, eigi rætur að rekja til landa utan Evrópu og sé búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Eyrún segir að þörf sé fyrir verkefnið. „Mikil einsleitni er innan lögreglunnar auk þess sem í gegnum tíðina hefur fræðsla um fjölbreytni samfélagsins verið af afar skornum skammti í grunnnámi lögreglumanna og ekki til staðar í framhaldsnámskeiðum sem hafa verið í boði. Þegar lögregla endurspeglar ekki samfélag sitt eða hefur ekki þekkingu á öllum kimum samfélagsins má ætla að hún eigi erfitt með að tengjast samfélaginu í heild sinni og skilja þarfir ólíkra hópa gagnvart þjónustuhlutverki stofnunarinnar,“ segir Eyrún sem segist vona að í nýju lögreglunámi á háskólastigi verði þessi fræðsla efld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast innflytjendum betur. Hafið er verkefni innan embættisins þar sem innflytjendur og lögreglumenn embættisins hittast og ræða saman. Í sumar fékk embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu einnar milljónar króna styrk frá þróunarsjóði innflytjendamála til að vinna verkefnið: Lögregla í fjölbreyttu samfélagi. Verkefnið gengur út á það að skapa vettvang þar sem lögreglumenn og innflytjendur, utan Evrópu, eiga samtal með því markmiði að skapa þekkingu, traust og efla menningarlæsi lögreglumanna. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur sem sér um hatursglæpi og minnihlutatengsl hjá embættinu, stýrir verkefninu. Hún segist vonast til þess að með verkefninu verði til samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda til frambúðar. „Væntingar til verkefnisins eru helst að einhvers konar „afurð“ eins og handbók eða tillögur fyrir lögreglumenn verði til, skrifaðar af hópnum. Einnig að þátttakendur fái jákvæða mynd af lögreglunni og upplifi fagleika lögreglumanna og á hinn bóginn að lögreglumenn upplifi öryggi í starfi sínu gagnvart fjölbreytni samfélagsins. Það er von okkar að þessi jákvæða reynsla skili sér víðar t.d. til annarra lögreglumanna og innflytjenda sem tóku ekki sjálfir þátt í verkefninu. Og að grundvöllur skapist, til að mynda eins konar samráðsvettvangur lögreglu og innflytjenda, sem yrði til frambúðar,“ segir Eyrún. Hún segir að víða erlendis upplifi fólk að það eigi ekki gott aðgengi að lögreglu og leiti ekki til hennar. „Með þessu verkefni viljum við að allir upplifi að lögreglan á Íslandi þjónusti alla þegna samfélagsins,“ segir Eyrún og minnir á að verkefnið snúi ekki síður að því að fá lögreglumenn til að upplifa fjölbreytni samfélagsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir þátttakendum í verkefnið og meðal annars auglýst eftir þátttakendum á Facebook. Eyrún segir marga hafa sýnt áhuga á því að vera með en stefnt sé að því að rúmlega þrjátíu manns taki þátt í verkefninu. „Lögð er áhersla á að þátttakendur endurspegli fjölbreytni m.a. með tilliti til kyns og kynvitundar, aldurs, trúar og uppruna auk þess sem við horfum til skörunar þátta sem byggja upp sjálfsmynd fólks,“ segir Eyrún sem segir að enn sé verið að bæta í hópinn. Kröfurnar séu þær að viðkomandi sé innflytjandi, eigi rætur að rekja til landa utan Evrópu og sé búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Eyrún segir að þörf sé fyrir verkefnið. „Mikil einsleitni er innan lögreglunnar auk þess sem í gegnum tíðina hefur fræðsla um fjölbreytni samfélagsins verið af afar skornum skammti í grunnnámi lögreglumanna og ekki til staðar í framhaldsnámskeiðum sem hafa verið í boði. Þegar lögregla endurspeglar ekki samfélag sitt eða hefur ekki þekkingu á öllum kimum samfélagsins má ætla að hún eigi erfitt með að tengjast samfélaginu í heild sinni og skilja þarfir ólíkra hópa gagnvart þjónustuhlutverki stofnunarinnar,“ segir Eyrún sem segist vona að í nýju lögreglunámi á háskólastigi verði þessi fræðsla efld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Sjá meira