Mamma Hilmis segir soninn hafa níu líf Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. október 2016 06:00 Hilmir Gauti var hinn hressasti þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit við hjá honum í gær. Vísir/Anton Brink „Hann er með níu líf og gúmmíbein. Hann slapp ótrúlega vel en fékk sár og mar,“ segir Hafdís Jónsdóttir, móðir Hilmis Gauta Bjarnasonar sem ekið var á þegar hann gekk yfir gangbraut með hjólið sitt. Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og sá hann ekki fara yfir götuna. „Ég skil ekki úr hverju þessi drengur er búinn til, þetta er orðið hálf ótrúlegt,“ segir hún en hjólið er gjörónýtt eftir slysið. Hilmir féll í hyl við Reykdalsstíflu fyrir ári en bjargaðist með undraverðum hætti. Hann varð að hálfgerðri þjóðareign um nokkurra daga skeið eftir að hann vaknaði og lék sér á göngum Landspítalans. Mikið björgunarafrek var unnið þegar hann og bróðir hans náðust upp úr hylnum. Hilmir var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir byrjaði hjarta hans að slá á nýjan leik. Þremur dögum síðar vaknaði hann og bað um iPad-inn sinn. Síðan hefur lífið leikið við hann. „Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og hreinlega sá hann ekki. Hann tók ekki eftir honum fyrr en Hilmir fór í bílinn. Hann var sem betur fer ekki á mikilli ferð. Þetta var nú ekki alvarlegra en svo að hann hringdi sjálfur í mig og sagðist hafa lent í slysi. Mér auðvitað krossbrá en ég er með smá reynslu,“ segir hún og getur ekki annað en brosað þó málið sé auðvitað alvarlegt.Lifði af alvarlegt slys við ReykdalsstífluSlysið átti sér stað í apríl í fyrra. Hilmir féll ofan í hyl, fyrir neðan yfirfall Reykdalsstíflu, ásamt bróður sínum en sá komst til meðvitundar á slysstað.Þegar hann var vakinn mundi hann ekki eftir atvikinu og spurði hví hann væri á spítalanum. Aðstandendur vissu að hann var í lagi þegar hann sagði „án djóks?“ eftir að hafa heyrt alla sólarsöguna. Björgunarmönnum og nemendum þriggja grunnskóla í Hafnarfirði var boðin áfallahjálp eftir slysið. Slys höfðu ekki átt sér stað áður við stífluna. Foreldrar barna í nágrenninu höfðu þó kvartað yfir frágangi við hana öðru hvoru frá árinu 1970.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30 Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Hann er með níu líf og gúmmíbein. Hann slapp ótrúlega vel en fékk sár og mar,“ segir Hafdís Jónsdóttir, móðir Hilmis Gauta Bjarnasonar sem ekið var á þegar hann gekk yfir gangbraut með hjólið sitt. Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og sá hann ekki fara yfir götuna. „Ég skil ekki úr hverju þessi drengur er búinn til, þetta er orðið hálf ótrúlegt,“ segir hún en hjólið er gjörónýtt eftir slysið. Hilmir féll í hyl við Reykdalsstíflu fyrir ári en bjargaðist með undraverðum hætti. Hann varð að hálfgerðri þjóðareign um nokkurra daga skeið eftir að hann vaknaði og lék sér á göngum Landspítalans. Mikið björgunarafrek var unnið þegar hann og bróðir hans náðust upp úr hylnum. Hilmir var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir byrjaði hjarta hans að slá á nýjan leik. Þremur dögum síðar vaknaði hann og bað um iPad-inn sinn. Síðan hefur lífið leikið við hann. „Ökumaðurinn blindaðist af sólinni og hreinlega sá hann ekki. Hann tók ekki eftir honum fyrr en Hilmir fór í bílinn. Hann var sem betur fer ekki á mikilli ferð. Þetta var nú ekki alvarlegra en svo að hann hringdi sjálfur í mig og sagðist hafa lent í slysi. Mér auðvitað krossbrá en ég er með smá reynslu,“ segir hún og getur ekki annað en brosað þó málið sé auðvitað alvarlegt.Lifði af alvarlegt slys við ReykdalsstífluSlysið átti sér stað í apríl í fyrra. Hilmir féll ofan í hyl, fyrir neðan yfirfall Reykdalsstíflu, ásamt bróður sínum en sá komst til meðvitundar á slysstað.Þegar hann var vakinn mundi hann ekki eftir atvikinu og spurði hví hann væri á spítalanum. Aðstandendur vissu að hann var í lagi þegar hann sagði „án djóks?“ eftir að hafa heyrt alla sólarsöguna. Björgunarmönnum og nemendum þriggja grunnskóla í Hafnarfirði var boðin áfallahjálp eftir slysið. Slys höfðu ekki átt sér stað áður við stífluna. Foreldrar barna í nágrenninu höfðu þó kvartað yfir frágangi við hana öðru hvoru frá árinu 1970.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30 Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03 Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14 Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 18:30
Neyðarlínan í heild sinni: „Um leið og hann sagði „án djóks“ vissum við að hann væri i lagi“ Hinn tíu ára Hilmir Gauti Bjarnason var í hjartastoppi í kringum 37 mínútur en eftir endurlífgunartilraunir gerðist hið ótrúlega að hjarta hans byrjaði að slá á nýjan leik. 12. október 2015 14:03
Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. 17. apríl 2015 17:14
Hlaut engan varanlegan skaða af slysinu "Þetta er mál sem þorri þjóðarinnar fylgdist með og þótt ótalmargar fréttir hafi verið skrifaðar um það kemur margt nýtt fram í þessum þætti," segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 9. október 2015 14:30