Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2016 10:32 Líkingarmál Vigdísar hefur vakið furðu en hún segir að ekki gefist vel að skreyta sig stolnum fjöðurum og því miður lifi Litla gula hænan góðu lífi enn þann dag í dag. Helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsslag í Framsóknarflokknum á flokksþingi í gær, eiga erfitt með að leyna gremju sinni og vonbrigðum. Enda lögðu þeir talsvert mikið undir í aðdraganda kosninga með hástemmdum lýsingum á því hversu mikill yfirburðamaður Sigmundur er. Úr þeim ranni hafa þó ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, vakið mestu athyglina. Og þá einkum líkingarmál hennar. Vigdís segir: „Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag á flokksþinginu Það hefur aldrei reynst vel að skreyta sig með stolnum fjöðrum Litla gula hænan lifir góðu lífi - því miður“.Vinstra pakkið er Litla gula hænan Afrit af þessum ummælum Vigdísar flugu um Facebook í gærkvöldi og fáir fá botn í þetta líkingarmál; helst er á Vigdísi að skilja að aðalpersónan í Litlu gulu hænunni, dæmisaga sem notuð hefur verið við lestrarkennslu í barnaskóla til margra ára, sé skúrkurinn í sögunni. Sem skreytir sig stolnum fjöðrum. Bókmenntafræðingar hafa lengi talið boðskap sögunnar þann að fólk (Litla gula hænan) eigi að njóta afraksturs vinnu sinnar en ekki þeir sem ekkert leggja af mörkum og teljast þannig afætur. En, vinir Vigdísar á Facebook virðast hins vegar vita hvað hún meinar. Þannig segir Helgi Bjarnason í athugasemd: „Vinstra pakkið, a.k.a. litla gula hænan hefur allt of lengi fengið að verpa lýðskrums eggjum sínum í hreiður sannleikans, Sigmundur D. er afburðarmaður, hann hefur tamið og beislað erlenda kröfuhafa til hlýðni og verið hvatamaður að innspýtingu fjármagns frá skattaskjólum og hefur núllstillt skuldastöðu ríkissjóðs!!“Ráðist á þann einstakling sem helst barðist fyrir þjóðina Vigdís vitnar í ummæli annars stuðningsmanns Sigmundar Davíðs, sem leynir ekki vonbrigðum sínum. Nefnilega Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur borgarfulltrúa en hún og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í borginni, hafa verið áberandi í hópi stuðningsmanna Sigmundar: „Mikið rosalega er dapurt að sjá hvernig fólkið sem virðist lifa fyrir það eitt að skíta aðra út til að reyna upphefja sig sjálft ræðst á þann einstakling sem barðist fyrir þjóðina gegn Icesave, kom skuldaleiðréttingunni í gegn fyrir heimilin í landinu og tók slaginn við kröfuhafa föllnu bankanna og hafði þannig betur gegn fjármálaöflunum. Barátta hans, kjarkur og þor skilaði nokkur hundruð milljörðum í ríkiskassann og því er nú hægt að bæta kjör fólksins í landinu og m.a. byggja nýjan spítala. Kjör fólksins í landinu verða nefnilega ekki bætt með umræðustjórunum á feisbúkk.“ Tengdar fréttir Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsslag í Framsóknarflokknum á flokksþingi í gær, eiga erfitt með að leyna gremju sinni og vonbrigðum. Enda lögðu þeir talsvert mikið undir í aðdraganda kosninga með hástemmdum lýsingum á því hversu mikill yfirburðamaður Sigmundur er. Úr þeim ranni hafa þó ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, vakið mestu athyglina. Og þá einkum líkingarmál hennar. Vigdís segir: „Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag á flokksþinginu Það hefur aldrei reynst vel að skreyta sig með stolnum fjöðrum Litla gula hænan lifir góðu lífi - því miður“.Vinstra pakkið er Litla gula hænan Afrit af þessum ummælum Vigdísar flugu um Facebook í gærkvöldi og fáir fá botn í þetta líkingarmál; helst er á Vigdísi að skilja að aðalpersónan í Litlu gulu hænunni, dæmisaga sem notuð hefur verið við lestrarkennslu í barnaskóla til margra ára, sé skúrkurinn í sögunni. Sem skreytir sig stolnum fjöðrum. Bókmenntafræðingar hafa lengi talið boðskap sögunnar þann að fólk (Litla gula hænan) eigi að njóta afraksturs vinnu sinnar en ekki þeir sem ekkert leggja af mörkum og teljast þannig afætur. En, vinir Vigdísar á Facebook virðast hins vegar vita hvað hún meinar. Þannig segir Helgi Bjarnason í athugasemd: „Vinstra pakkið, a.k.a. litla gula hænan hefur allt of lengi fengið að verpa lýðskrums eggjum sínum í hreiður sannleikans, Sigmundur D. er afburðarmaður, hann hefur tamið og beislað erlenda kröfuhafa til hlýðni og verið hvatamaður að innspýtingu fjármagns frá skattaskjólum og hefur núllstillt skuldastöðu ríkissjóðs!!“Ráðist á þann einstakling sem helst barðist fyrir þjóðina Vigdís vitnar í ummæli annars stuðningsmanns Sigmundar Davíðs, sem leynir ekki vonbrigðum sínum. Nefnilega Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur borgarfulltrúa en hún og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í borginni, hafa verið áberandi í hópi stuðningsmanna Sigmundar: „Mikið rosalega er dapurt að sjá hvernig fólkið sem virðist lifa fyrir það eitt að skíta aðra út til að reyna upphefja sig sjálft ræðst á þann einstakling sem barðist fyrir þjóðina gegn Icesave, kom skuldaleiðréttingunni í gegn fyrir heimilin í landinu og tók slaginn við kröfuhafa föllnu bankanna og hafði þannig betur gegn fjármálaöflunum. Barátta hans, kjarkur og þor skilaði nokkur hundruð milljörðum í ríkiskassann og því er nú hægt að bæta kjör fólksins í landinu og m.a. byggja nýjan spítala. Kjör fólksins í landinu verða nefnilega ekki bætt með umræðustjórunum á feisbúkk.“
Tengdar fréttir Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00