Erlent

Byssusamtök hæðast að Kim Kardashian

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Kardashian West.
Kim Kardashian West. Vísir/EPA
Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum (NRA) hæddust að því að Kim Kardashian hefði orðið fyrir vopnuðu ráni í París. Tveir vopnaðir menn, klæddir sem lögregluþjónar, ruddust inn til hennar og stálu skartgripum sem metnir eru á hundruð milljóna króna.

Ránið varð í veglegri íbúð sem Kardashian og föruneyti hennar hafði leigt fyrir dvölina vegna tískuvikunnar í París. Íbúðin er í áttunda hverfi Parísar. Í húsinu eru níu íbúðir sem hægt er að leigja. Eru þær afar vel búnar og vinsælar í heimi fræga fólksins enda auðvelt að forðast ágenga ljósmyndara sé hafist við í íbúðinni.

Sjá einnig: Kim Kardashian rænd: Hvað gerðist í París?

Samtökin NRA hafa tíst um atvikið á síðustu klukkustundum þar sem þau virðast gera grín að stöðu Kim Kardashian varðandi byssueign í Bandaríkjunum. Hún er „tögguð“ í einu tístinu. Samtökin notuðu tækifærið til að koma andstöðu sinni við hertar bakgrunnsskoðanir vegna byssukaupa á framfæri.

„Bíddu, glæpamenn beindu byssum að Kim Kardashian í París? Hvernig er það mögulegt? Veit einhver hvort að þeir hafi komist í gegnum bakgrunnsskoðun fyrst?“ segir í einu tístinu, en sjá má nokkur hér að neðan.

Kim Kardashian tísti í sumar um það að öldungaþing Bandaríkjanna hefði ekki samþykkt lög um hertar bakgrunnsskoðanir, eins og Huffington Post bendir á.


Tengdar fréttir

Kim Kardashian rænd: Hvað gerðist í París?

Ljóst er að ræningjarnir komust í burtu með skargripi sem metnir eru á hundruð milljóna og er þeirra leitað. Margt er á huldu varðandi ránið en hér er farið yfir það sem er vitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×