Lífið

James Corden stendur vörð um Kim Kardashian: „Verið góð eða haldið kjafti“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Corden stendur með Kim
Corden stendur með Kim vísir/getty
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi í gærkvöldi. Hún var stödd á lúxushóteli í borginni þegar mennirnir, sem voru íklæddir lögreglubúningum, bönkuðu upp á.

Eiginmaður hennar Kanye West kom fram á tónlistarhátíðinni The Meadows í New York í gær og varð að hætta fyrr en áætlað var vegna atviksins.

Eftir að fréttir af ráninu fóru að birtast í fjölmiðlum tóku tístarar upp á því að gera grín af Kim Kardashian og af atvikinu.

Nú hefur James Corden, spjallþáttastjórnandi, stigið fram og gagnrýnt fólk harkalega fyrir hegðun þeirra.

„Það má minna fólk sem er að gera grín að Kim Kardashian í kvöld að hún er móðir, dóttir og eiginkona. Verið góð eða haldið kjafti,“ segir Corden á Twitter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×