Innlent

Aðgerðin á Stefáni Karli gekk að óskum

Jakob Bjarnar skrifar
Stefán Karl og Steinunn Ólína. Aðgerðin gekk að óskum og leikarinn reitti af sér brandarana á sjúkrahúsinu.
Stefán Karl og Steinunn Ólína. Aðgerðin gekk að óskum og leikarinn reitti af sér brandarana á sjúkrahúsinu. Vísir/VAlli
Stefán Karl Stefánsson leikari gekkst undir flókna og erfiða aðgerð í gær en hann hafði greinst með mein í brishöfði. Aðgerðin gekk að óskum og líður Stefán líður vel, eftir atvikum.

Lesa má um veikindi Stefáns Karls í einlægu viðtali Vísis hér.

Það er kona Stefáns Karls, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ritstjóri, sem greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni. Og jafnan er stutt í grínið á þeim bænum þó alvaran blasi við, en Steinunn Ólína segir svo frá:

„Aðgerðin gekk að óskum, engar óvæntar uppákomur og Stefáni líður vel eftir atvikum. Stefan Karl Stefansson reitti af sér brandara við mig í gærkvöldi og vildi vita hvort starfsfólk LSH kysi Framsóknarflokkinn. Þegar ég hélt hann væri sofnaður í nótt og ætlaði að fara vaknaði hann örstutt og sagði: Steina mín, Þú verður að minna mig á að hafa samband við Ora á morgun.

–Nú, afhverju?

– Ég ætla að fá þá til að framleiða með mér… Draum í dós.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×