Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 17:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. Þá þvertekur hann fyrir að hann eða nokkur af hans fólki hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa beina útsendingu Framsóknarflokksins á vefnum frá þinginu en ræðu Sigmundar Davíðs var aðeins streymt. Þetta kom fram í viðtali við hann í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagði hann að áður en hann byrjaði í stjórnmálum þá hefði hann ekki viljað taka þátt í þeim því honum hefði fundist þau einkennast af ljótum leikjum, undirferlum og hönnuðum atburðarásum. „Það gerðist nú eitt og annað í aðdraganda þessa flokksþings og svo á þinginu sjálfu sem var til þess fallið að búa til ákveðið narratív eða ákveðna sögu. Sumt af því var hefðbundið eins og að fá félög til að álykta sem gekk nú ekki eins vel og menn ætluðu. Svo var farið að halda alls konar fundi og alltaf tilkynnt í fjölmiðlum að verið væri að halda fund og búa til sem mesta spennu úr því og alltaf nýir og nýir áfangar fyrir sögu. Síðan bætist við þessi umræða um dagskrá flokksþingsins. Þá er farið að dreifa sögum um það að ég sé að koma í veg fyrir það að aðrir fái að tala og eitthvað svoleiðis,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að einu afskipti hans af dagskránni hafi verið að leggja til að sérstakur tími yrði fyrir ráðherrana til að tala sem hann sagði að væri óvenjulegt. „Svo er ýmislegt í umgjörðinni allt til þess að búa til þessa atburðarás sem nær hámarki í því að það er slitið sambandið á útsendingunni eftir ræðuna mína og gefið mjög til kynna, þetta var tilkynnt strax til fjölmiðla, gefið mjög til kynna að ég eða aðstoðarmaður minn eða einhver af mínu fólki hafi slitið útsendingunni frá flokksþinginu eftir að ég var búinn með mína ræðu.“ Sigmundur var þá spurður hver hefði gert það ef það var ekki hann. „Ég hef náttúrulega ekkert um þetta að segja en ég bendi nú á það að tæknimenn í Háskólabíói hafi sagt að þeir hafi fengið fyrirmæli um að gera þetta. Nú spyr ég bara: af hverju spyrja menn ekki tæknimennina hver gaf fyrirmælin?“ Aðspurður sagði Sigmundur að honum hafi verið sagt hver hafi gefið fyrirmælin en hann hafi ekki getað sannreynt það. „Það er hins vegar alveg ljóst að einhver fer síðan strax í það að láta vita af þessu að sendingin hafi rofnað og búa til þá sögu að það tengist mér á enhvern hátt. Svo fer Ásmundur upp í ræðustól og kemur með sína lýsingu á fundi framkvæmdastjórnar í flokknum. [...] Maður sá birtast svo margt sem maður óttaðist að væri tilfellið í pólitíkinni en var hættur að telja nokkra hættu á í þessum flokki.“ Hann var spurður að því hvort að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og sigurvegari í formannskjörinu á sunnudag eða einhver af hans mönnum hafi beðið um að slíta útsendingunni. „Ja, ég er ekki að segja annað en það að það var ekki ég eða neitt af mínu fólki. Hversu vitlaust væri það nú að fara að klippa á útsendingu og koma í veg fyrir að ræða Sigurðar Inga yrði sýnd á netinu og á heimasíðu flokksins?“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. Þá þvertekur hann fyrir að hann eða nokkur af hans fólki hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa beina útsendingu Framsóknarflokksins á vefnum frá þinginu en ræðu Sigmundar Davíðs var aðeins streymt. Þetta kom fram í viðtali við hann í Reykjavík síðdegis í dag en þar sagði hann að áður en hann byrjaði í stjórnmálum þá hefði hann ekki viljað taka þátt í þeim því honum hefði fundist þau einkennast af ljótum leikjum, undirferlum og hönnuðum atburðarásum. „Það gerðist nú eitt og annað í aðdraganda þessa flokksþings og svo á þinginu sjálfu sem var til þess fallið að búa til ákveðið narratív eða ákveðna sögu. Sumt af því var hefðbundið eins og að fá félög til að álykta sem gekk nú ekki eins vel og menn ætluðu. Svo var farið að halda alls konar fundi og alltaf tilkynnt í fjölmiðlum að verið væri að halda fund og búa til sem mesta spennu úr því og alltaf nýir og nýir áfangar fyrir sögu. Síðan bætist við þessi umræða um dagskrá flokksþingsins. Þá er farið að dreifa sögum um það að ég sé að koma í veg fyrir það að aðrir fái að tala og eitthvað svoleiðis,“ sagði Sigmundur. Hann sagði að einu afskipti hans af dagskránni hafi verið að leggja til að sérstakur tími yrði fyrir ráðherrana til að tala sem hann sagði að væri óvenjulegt. „Svo er ýmislegt í umgjörðinni allt til þess að búa til þessa atburðarás sem nær hámarki í því að það er slitið sambandið á útsendingunni eftir ræðuna mína og gefið mjög til kynna, þetta var tilkynnt strax til fjölmiðla, gefið mjög til kynna að ég eða aðstoðarmaður minn eða einhver af mínu fólki hafi slitið útsendingunni frá flokksþinginu eftir að ég var búinn með mína ræðu.“ Sigmundur var þá spurður hver hefði gert það ef það var ekki hann. „Ég hef náttúrulega ekkert um þetta að segja en ég bendi nú á það að tæknimenn í Háskólabíói hafi sagt að þeir hafi fengið fyrirmæli um að gera þetta. Nú spyr ég bara: af hverju spyrja menn ekki tæknimennina hver gaf fyrirmælin?“ Aðspurður sagði Sigmundur að honum hafi verið sagt hver hafi gefið fyrirmælin en hann hafi ekki getað sannreynt það. „Það er hins vegar alveg ljóst að einhver fer síðan strax í það að láta vita af þessu að sendingin hafi rofnað og búa til þá sögu að það tengist mér á enhvern hátt. Svo fer Ásmundur upp í ræðustól og kemur með sína lýsingu á fundi framkvæmdastjórnar í flokknum. [...] Maður sá birtast svo margt sem maður óttaðist að væri tilfellið í pólitíkinni en var hættur að telja nokkra hættu á í þessum flokki.“ Hann var spurður að því hvort að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og sigurvegari í formannskjörinu á sunnudag eða einhver af hans mönnum hafi beðið um að slíta útsendingunni. „Ja, ég er ekki að segja annað en það að það var ekki ég eða neitt af mínu fólki. Hversu vitlaust væri það nú að fara að klippa á útsendingu og koma í veg fyrir að ræða Sigurðar Inga yrði sýnd á netinu og á heimasíðu flokksins?“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira