Erlent

Tíu mögur ár framundan

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Solberg segir Norðmenn þurfa að gera ráð fyrir minni tekjum.
Solberg segir Norðmenn þurfa að gera ráð fyrir minni tekjum. vísir/epa
Eftir 20 ára góðæristímabil í Noregi stefnir nú í að minnsta kosti tíu mögur ár, að því er Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, greinir frá. Hún segir marga einstaklinga mega gera ráð fyrir minni tekjum.

Á viðskiptavefnum e24.no er vitnað í viðtal Solberg í Bergens Tidende þar sem hún segir að leggja eigi áherslu á tæknivæðingu í velferðarmálum þannig að færri starfsmenn verði á hvern sjúkling. Jafnframt verði lögð áhersla á þekkingu og menntun.

Hjálpa þurfi fleiri börnum þar sem flóttamönnum í landinu hafi fjölgað. Þekkingarsamfélagið skeri úr um hvort breytingarnar takist. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×