Ban Ki-moon: Engin „áætlun B“ því við eigum ekki „reikistjörnu B“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. október 2016 20:08 Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísland í lykilhlutverki í málefnum Norðurslóða. Ísland gæti þó gert miklu meira í baráttunni gegn loflagsbreytingum. Hann hélt stefnuræðu á hinni árlegu ráðstefnu um framtíð Norðurslóða, Artic Circle, í dag. Rúmlega 2000 manns frá yfir 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni sem fer fram í Hörpu. Hringborð Norðurslóða eða Artic Circle er stærsti vettvangur um norðurslóðamál í heiminum í dag. Þar eru norðurslóðamálin rædd á breiðum grundvelli en helstu sérfræðingar í Norðurslóðamálum í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnunni. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi allra þjóða heims í loftlagsmálum en þeim tímamótum var loks náð í fyrra með Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Engin „reikistjarna B“ Í stefnuræðu sinni í dag sagðist hann meðal annars vera hingað komin til að fagna því sögulega samkomulagi og skoraði á fulltrúa aðildarríkjanna að fullgilda samninginn með hraði. „Nú þegar við bíðum þess að loftslagssamningurinn öðlist gildi alþjóðlega þann 4. nóvember er afar mikilvægt að þetta skjal, þessi gerningur, sem inniheldur áform leiðtoga heimsins verði umbreytt í raunverulegar aðgerðir. Ég reiði mig á öflugan stuðning ykkar,“ sagðí Ban Ki-moon. Þá talaði hann um mikilvægi aukinnar samvinnu á Norðurslóðum og hve mikilvægt framlag Artic Circle væri í þeirri samvinnu. Hann minnti gesti á að við ættum aðeins eina jörð. „Við erum ekki með áætlun B því við eigum ekki reikistjörnu B. Markmiðum um sjálfbæra þróun loftslagsbreytinga í samningnum er fyrir fólk, reikistjörnuna, frið og velsæld. Nú þegar hillir undir að loftslagssamningurinn öðlist gildi mun heimurinn verða heilnæmari og meiri velsæld og einhugur mun ríkja og við munum búa í meiri sátt við náttúruna. Það endurspeglar hyggindi okkar og er leiðarljós okkar. Vinnum saman við að bæta heiminn.“ Á blaðamannafundi sem haldinn var skömmu síðar sagði hann Ísland geta gert miklu meira í baráttunni við loftlagsbreytingar þrátt fyrir að vera leiðandi á því sviði. Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísland í lykilhlutverki í málefnum Norðurslóða. Ísland gæti þó gert miklu meira í baráttunni gegn loflagsbreytingum. Hann hélt stefnuræðu á hinni árlegu ráðstefnu um framtíð Norðurslóða, Artic Circle, í dag. Rúmlega 2000 manns frá yfir 40 löndum taka þátt í ráðstefnunni sem fer fram í Hörpu. Hringborð Norðurslóða eða Artic Circle er stærsti vettvangur um norðurslóðamál í heiminum í dag. Þar eru norðurslóðamálin rædd á breiðum grundvelli en helstu sérfræðingar í Norðurslóðamálum í heiminum eru staddir hér á landi og taka þátt í ráðstefnunni. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að ná samkomulagi allra þjóða heims í loftlagsmálum en þeim tímamótum var loks náð í fyrra með Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Engin „reikistjarna B“ Í stefnuræðu sinni í dag sagðist hann meðal annars vera hingað komin til að fagna því sögulega samkomulagi og skoraði á fulltrúa aðildarríkjanna að fullgilda samninginn með hraði. „Nú þegar við bíðum þess að loftslagssamningurinn öðlist gildi alþjóðlega þann 4. nóvember er afar mikilvægt að þetta skjal, þessi gerningur, sem inniheldur áform leiðtoga heimsins verði umbreytt í raunverulegar aðgerðir. Ég reiði mig á öflugan stuðning ykkar,“ sagðí Ban Ki-moon. Þá talaði hann um mikilvægi aukinnar samvinnu á Norðurslóðum og hve mikilvægt framlag Artic Circle væri í þeirri samvinnu. Hann minnti gesti á að við ættum aðeins eina jörð. „Við erum ekki með áætlun B því við eigum ekki reikistjörnu B. Markmiðum um sjálfbæra þróun loftslagsbreytinga í samningnum er fyrir fólk, reikistjörnuna, frið og velsæld. Nú þegar hillir undir að loftslagssamningurinn öðlist gildi mun heimurinn verða heilnæmari og meiri velsæld og einhugur mun ríkja og við munum búa í meiri sátt við náttúruna. Það endurspeglar hyggindi okkar og er leiðarljós okkar. Vinnum saman við að bæta heiminn.“ Á blaðamannafundi sem haldinn var skömmu síðar sagði hann Ísland geta gert miklu meira í baráttunni við loftlagsbreytingar þrátt fyrir að vera leiðandi á því sviði.
Hringborð norðurslóða Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði