Ungmenni í ESB-ríkjum fái Interrail-miða í 18 ára afmælisgjöf Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2016 14:48 Interrail-miðinn er sérstaklega vinsæll meðal ungmenna sem hafa nýlokið skólagöngu, eða áður en þau hefja háskólanám. Vísir/Getty Evrópuþingið mun í næstu viku greiða atkvæði um tillögu um að gefa öllum ungmennum í ESB-ríkjum Interrail-miða í átján ára afmælisgjöf. Með tillögunni vonast þingmenn til að auka samkennd meðal evrópskra ungmenna og þá tilfinningu að þau tilheyri álfunni. Tillagan kom til umræðu í kjölfar þess að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, kallaði eftir auknu samstarfi ríkjanna í stefnuræðu sinni fyrr í mánuðinum. Í frétt Independent segir að ef hugmyndin verður að veruleika munu ungmennin geta ferðast með lestum á milli staða í þrjár vikur. Ungmenni í aðildarríkjum sem taka ekki þátt í Interrail-samstarfinu – svo sem Lettland, Litháen, Kýpur og Malta – verður samkvæmt tillögunni gert heimilt að ferðast frítt á annan máta, svo sem með rútum eða ferju. Interrail-miðar sem gilda í mánuð kosta nú 412 evrur, um 52 þúsund krónur, en miðarnir gerir eigendum kleift að ferðast í lestum í um þrjátíu löndum. Miðinn er sérstaklega vinsæll meðal ungmenna sem hafa nýlokið skólagöngu, eða áður en þau hefja háskólanám. Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber, leiðtogi EPP-hópsins sem er sá stærsti á Evrópuþinginu, lagði fram tillöguna. Sagði hann tillöguna auka mögulega ungmenna á að ferðast og kynnast álfunni betur, óháð fjárhagsstöðu. Þýska blaðið Tagesschau áætlar að tillagan muni kosta sambandið 1,5 milljarða evra á ári, ákveði milli 50 og 70 prósent ungmenna að nýta sér boðið. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segist styðja hugmyndina og segir hana mjög góða. Ekki er langt síðan ríkisstjórn Ítalíu samþykkti að gefa öllum átján ára ungmennum 500 evra styrk til að nýta sér til að kaupa bækur, miða á söfn eða menningarviðburði.Step by step towards a free #InterRail ticket for your 18th birthday: @EPPGroup will put this proposal on the @Europarl_EN agenda next week pic.twitter.com/tBj6wpugVw— Manfred Weber (@ManfredWeber) September 28, 2016 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Evrópuþingið mun í næstu viku greiða atkvæði um tillögu um að gefa öllum ungmennum í ESB-ríkjum Interrail-miða í átján ára afmælisgjöf. Með tillögunni vonast þingmenn til að auka samkennd meðal evrópskra ungmenna og þá tilfinningu að þau tilheyri álfunni. Tillagan kom til umræðu í kjölfar þess að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, kallaði eftir auknu samstarfi ríkjanna í stefnuræðu sinni fyrr í mánuðinum. Í frétt Independent segir að ef hugmyndin verður að veruleika munu ungmennin geta ferðast með lestum á milli staða í þrjár vikur. Ungmenni í aðildarríkjum sem taka ekki þátt í Interrail-samstarfinu – svo sem Lettland, Litháen, Kýpur og Malta – verður samkvæmt tillögunni gert heimilt að ferðast frítt á annan máta, svo sem með rútum eða ferju. Interrail-miðar sem gilda í mánuð kosta nú 412 evrur, um 52 þúsund krónur, en miðarnir gerir eigendum kleift að ferðast í lestum í um þrjátíu löndum. Miðinn er sérstaklega vinsæll meðal ungmenna sem hafa nýlokið skólagöngu, eða áður en þau hefja háskólanám. Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber, leiðtogi EPP-hópsins sem er sá stærsti á Evrópuþinginu, lagði fram tillöguna. Sagði hann tillöguna auka mögulega ungmenna á að ferðast og kynnast álfunni betur, óháð fjárhagsstöðu. Þýska blaðið Tagesschau áætlar að tillagan muni kosta sambandið 1,5 milljarða evra á ári, ákveði milli 50 og 70 prósent ungmenna að nýta sér boðið. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segist styðja hugmyndina og segir hana mjög góða. Ekki er langt síðan ríkisstjórn Ítalíu samþykkti að gefa öllum átján ára ungmennum 500 evra styrk til að nýta sér til að kaupa bækur, miða á söfn eða menningarviðburði.Step by step towards a free #InterRail ticket for your 18th birthday: @EPPGroup will put this proposal on the @Europarl_EN agenda next week pic.twitter.com/tBj6wpugVw— Manfred Weber (@ManfredWeber) September 28, 2016
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira