Ungmenni í ESB-ríkjum fái Interrail-miða í 18 ára afmælisgjöf Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2016 14:48 Interrail-miðinn er sérstaklega vinsæll meðal ungmenna sem hafa nýlokið skólagöngu, eða áður en þau hefja háskólanám. Vísir/Getty Evrópuþingið mun í næstu viku greiða atkvæði um tillögu um að gefa öllum ungmennum í ESB-ríkjum Interrail-miða í átján ára afmælisgjöf. Með tillögunni vonast þingmenn til að auka samkennd meðal evrópskra ungmenna og þá tilfinningu að þau tilheyri álfunni. Tillagan kom til umræðu í kjölfar þess að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, kallaði eftir auknu samstarfi ríkjanna í stefnuræðu sinni fyrr í mánuðinum. Í frétt Independent segir að ef hugmyndin verður að veruleika munu ungmennin geta ferðast með lestum á milli staða í þrjár vikur. Ungmenni í aðildarríkjum sem taka ekki þátt í Interrail-samstarfinu – svo sem Lettland, Litháen, Kýpur og Malta – verður samkvæmt tillögunni gert heimilt að ferðast frítt á annan máta, svo sem með rútum eða ferju. Interrail-miðar sem gilda í mánuð kosta nú 412 evrur, um 52 þúsund krónur, en miðarnir gerir eigendum kleift að ferðast í lestum í um þrjátíu löndum. Miðinn er sérstaklega vinsæll meðal ungmenna sem hafa nýlokið skólagöngu, eða áður en þau hefja háskólanám. Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber, leiðtogi EPP-hópsins sem er sá stærsti á Evrópuþinginu, lagði fram tillöguna. Sagði hann tillöguna auka mögulega ungmenna á að ferðast og kynnast álfunni betur, óháð fjárhagsstöðu. Þýska blaðið Tagesschau áætlar að tillagan muni kosta sambandið 1,5 milljarða evra á ári, ákveði milli 50 og 70 prósent ungmenna að nýta sér boðið. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segist styðja hugmyndina og segir hana mjög góða. Ekki er langt síðan ríkisstjórn Ítalíu samþykkti að gefa öllum átján ára ungmennum 500 evra styrk til að nýta sér til að kaupa bækur, miða á söfn eða menningarviðburði.Step by step towards a free #InterRail ticket for your 18th birthday: @EPPGroup will put this proposal on the @Europarl_EN agenda next week pic.twitter.com/tBj6wpugVw— Manfred Weber (@ManfredWeber) September 28, 2016 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Evrópuþingið mun í næstu viku greiða atkvæði um tillögu um að gefa öllum ungmennum í ESB-ríkjum Interrail-miða í átján ára afmælisgjöf. Með tillögunni vonast þingmenn til að auka samkennd meðal evrópskra ungmenna og þá tilfinningu að þau tilheyri álfunni. Tillagan kom til umræðu í kjölfar þess að Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, kallaði eftir auknu samstarfi ríkjanna í stefnuræðu sinni fyrr í mánuðinum. Í frétt Independent segir að ef hugmyndin verður að veruleika munu ungmennin geta ferðast með lestum á milli staða í þrjár vikur. Ungmenni í aðildarríkjum sem taka ekki þátt í Interrail-samstarfinu – svo sem Lettland, Litháen, Kýpur og Malta – verður samkvæmt tillögunni gert heimilt að ferðast frítt á annan máta, svo sem með rútum eða ferju. Interrail-miðar sem gilda í mánuð kosta nú 412 evrur, um 52 þúsund krónur, en miðarnir gerir eigendum kleift að ferðast í lestum í um þrjátíu löndum. Miðinn er sérstaklega vinsæll meðal ungmenna sem hafa nýlokið skólagöngu, eða áður en þau hefja háskólanám. Þýski Evrópuþingmaðurinn Manfred Weber, leiðtogi EPP-hópsins sem er sá stærsti á Evrópuþinginu, lagði fram tillöguna. Sagði hann tillöguna auka mögulega ungmenna á að ferðast og kynnast álfunni betur, óháð fjárhagsstöðu. Þýska blaðið Tagesschau áætlar að tillagan muni kosta sambandið 1,5 milljarða evra á ári, ákveði milli 50 og 70 prósent ungmenna að nýta sér boðið. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segist styðja hugmyndina og segir hana mjög góða. Ekki er langt síðan ríkisstjórn Ítalíu samþykkti að gefa öllum átján ára ungmennum 500 evra styrk til að nýta sér til að kaupa bækur, miða á söfn eða menningarviðburði.Step by step towards a free #InterRail ticket for your 18th birthday: @EPPGroup will put this proposal on the @Europarl_EN agenda next week pic.twitter.com/tBj6wpugVw— Manfred Weber (@ManfredWeber) September 28, 2016
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira