Fanney laus við lifrarbólgu C: „Þetta er eins og nýtt líf“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2016 12:51 Fanney Björk er brosandi í sólinni á Tenerife með eiginmanni sínum þessa dagna. Óhætt er að segja að fullt tilefni sé til þess að brosa út að eyrum. Vísir/Stefán „Þetta er eins og nýtt líf,“ segir Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem fékk í gær þær gleðifréttir frá Landspítalanum að hún væri laus við lifrabólgu C. Segja má að Fanney Björk hafi orðið eins konar andlit sjúkdómsins á síðasta ári þegar hún stefndi íslenska ríkinu á þeim forsendum að hún fengi ekki nauðsynleg lyf við sjúkdómnum. Lyf sem sjúklingar í nágrannalöndum okkar hefðu aðgang að. Fanney tapaði málinu í héraði en barátta hennar varð til þess að þremur vikum síðar sá ríkið að sér og tilkynnt var að einstaklingum með lifrabólgu C byðust nýju lyfin. Lyfjameðferðin kostar sjö til tíu milljónir en virkar svo sannarlega. Eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í 33 ár hefur Fanney með hjálp nýju lyfjanna sigrast á honum. „Ég fékk að vita í júní að ég væri laus við lifrabólguna,“ segir Fanney. Það sé hins vegar þannig að miðað sé við þriggja mánaða tíma þar sem gengið er úr skugga um að niðurstöðurnar séu réttar. Hún hafi farið í blóðprufu á dögunum, rétt áður en hún fór utan með eiginmanni sínum í sólina á Tenerife. Hún hringdi upp á spítala í gær og fékk það staðfest. „Þetta er ótrúlegt!“ Sigurður Ólafsson læknir tilkynnir á blaðamannafundi í október í fyrra að íslenskum sjúklingum með lifrarbólgu C muni bjóðast réttu lyfin.Vísir/Stefán Smitaðist við fæðingu Fanney segir að hún hafi fundið það, síðan hún byrjaði að taka lyfin, hve fljótt henni fór að líða betur. Einkenni sjúkdómsins hafi verið stöðugur hiti og höfuðverkur alla daga. „Þetta er þvílíkur léttir,“ segir Fanney sem veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983. Dóttir hennar, Tanja sem fæddist árið 1989, smitaðist af sjúkdómnum og náði að halda út lyfjameðferð með úreltum lyfjum. „Ég var að taka um átján töflur á dag og sprauta mig einu sinni í viku með interferon,“ segir Tanja. „Og ég vissi að um leið og interferonið var komið í líkamann, yrði ég veik. Það eiginlega fylgja þessu allar aukaverkanir sem maður getur gert sér í hugarlund. Hárið á mér þynntist mjög mikið, ég var lystarlaus og mér var óglatt, með hita og hausverk.“Fanney hóf lyfjameðferð með þessum sömu úreltum lyfjum árið 2012 en veiktist alvarlega, svo alvarlega að læknar sáu engan annan kost en að hætta meðferðinni. Fanney kynnti sér aðra möguleika, ræddi við lækni í Svíþjóð og fékk þær upplýsingar að meðferðin, sem sænskum ríkisborgurum býðst við lifrabólgu C, tæki átta vikur og væri laus við aukaverkanir. Hún kostaði hins vegar tíu milljónir króna og þá peninga hafði Fanney ekki til taks. Ákvað hún því að taka slaginn við ríkið.Rætt var við mæðgurnar Fanneyju og Tönju í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september í fyrra.Hundruð smituð af lifrabólgu C hér á landi„Það var náttúrulega rosalega erfitt. Það er ekkert líkt mér að vilja vera í fjölmiðlum. En einhvern veginn varð ég að gera þetta og er voðalega ánægð með það. Sé ekkert eftir því,“ segir Fanney. Ákvörðunin hefur svo sannarlega haft sínar afleiðingar, til góðs. „Það eru svo miklir fordómar gagnvart þessum sjúkdómi,“ segir Fanney enda séu margir þeirra sem glíma við sjúkdóminn á erfiðum stað, fólk sem glími við fíkniefnavanda.„Ég vona að þeim gangi eins vel og mér.“Talið er að um 800-1000 manns séu smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi og á milli 40-70 smitist árlega. Fanney Björk ásamt lögmanni sínum Páli Rúnari M. Kristjánssyni þegar mál hennar gegn ríkinu var til meðfeðar.Vísir/GVANýja lyfið breytti öllu„Ég finn hvernig mér líður,“ segir Fanney og vonar að aðrir sem glími við sjúkdóminn muni einnig upplifa þá tilfinningu. Nú sé á dagskrá að vinna upp þrek en hún hafi alla tíð síðan hún greindist með sjúkdóminn fundið fyrir þreytu og þróttleysi.„Ég fann mikinn mun um leið og ég var farin að nota þetta nýja lyf, Harvoni,“ segir Fanney sem hefur fundið fyrir miklum stuðningi í baráttunni, og einnig nú eftir að gleðitíðindin bárust.„Guð minn góður, síminn hefur ekki stoppað,“ segir Fanney sem hefur einnig fengið mörg skilaboð sem sé rosalega gamanHún þakkar Sigurði Ólafssyni lækni og Hildigunni Friðþjófsdóttur hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sérstaklega fyrir alla þeirra aðstoð. Og fjölskyldunni sem hafi verið sem klettur við bak hennar allan tímann. Tengdar fréttir Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 „Flottustu fréttir sem ég hef fengið lengi“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem barist hefur ötullega fyrir því að fá lífsnauðsynleg lyf við lifrarbólgu C var klökk þegar Vísir náði tali af henni í morgun. 7. október 2015 11:02 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
„Þetta er eins og nýtt líf,“ segir Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem fékk í gær þær gleðifréttir frá Landspítalanum að hún væri laus við lifrabólgu C. Segja má að Fanney Björk hafi orðið eins konar andlit sjúkdómsins á síðasta ári þegar hún stefndi íslenska ríkinu á þeim forsendum að hún fengi ekki nauðsynleg lyf við sjúkdómnum. Lyf sem sjúklingar í nágrannalöndum okkar hefðu aðgang að. Fanney tapaði málinu í héraði en barátta hennar varð til þess að þremur vikum síðar sá ríkið að sér og tilkynnt var að einstaklingum með lifrabólgu C byðust nýju lyfin. Lyfjameðferðin kostar sjö til tíu milljónir en virkar svo sannarlega. Eftir að hafa glímt við sjúkdóminn í 33 ár hefur Fanney með hjálp nýju lyfjanna sigrast á honum. „Ég fékk að vita í júní að ég væri laus við lifrabólguna,“ segir Fanney. Það sé hins vegar þannig að miðað sé við þriggja mánaða tíma þar sem gengið er úr skugga um að niðurstöðurnar séu réttar. Hún hafi farið í blóðprufu á dögunum, rétt áður en hún fór utan með eiginmanni sínum í sólina á Tenerife. Hún hringdi upp á spítala í gær og fékk það staðfest. „Þetta er ótrúlegt!“ Sigurður Ólafsson læknir tilkynnir á blaðamannafundi í október í fyrra að íslenskum sjúklingum með lifrarbólgu C muni bjóðast réttu lyfin.Vísir/Stefán Smitaðist við fæðingu Fanney segir að hún hafi fundið það, síðan hún byrjaði að taka lyfin, hve fljótt henni fór að líða betur. Einkenni sjúkdómsins hafi verið stöðugur hiti og höfuðverkur alla daga. „Þetta er þvílíkur léttir,“ segir Fanney sem veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983. Dóttir hennar, Tanja sem fæddist árið 1989, smitaðist af sjúkdómnum og náði að halda út lyfjameðferð með úreltum lyfjum. „Ég var að taka um átján töflur á dag og sprauta mig einu sinni í viku með interferon,“ segir Tanja. „Og ég vissi að um leið og interferonið var komið í líkamann, yrði ég veik. Það eiginlega fylgja þessu allar aukaverkanir sem maður getur gert sér í hugarlund. Hárið á mér þynntist mjög mikið, ég var lystarlaus og mér var óglatt, með hita og hausverk.“Fanney hóf lyfjameðferð með þessum sömu úreltum lyfjum árið 2012 en veiktist alvarlega, svo alvarlega að læknar sáu engan annan kost en að hætta meðferðinni. Fanney kynnti sér aðra möguleika, ræddi við lækni í Svíþjóð og fékk þær upplýsingar að meðferðin, sem sænskum ríkisborgurum býðst við lifrabólgu C, tæki átta vikur og væri laus við aukaverkanir. Hún kostaði hins vegar tíu milljónir króna og þá peninga hafði Fanney ekki til taks. Ákvað hún því að taka slaginn við ríkið.Rætt var við mæðgurnar Fanneyju og Tönju í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september í fyrra.Hundruð smituð af lifrabólgu C hér á landi„Það var náttúrulega rosalega erfitt. Það er ekkert líkt mér að vilja vera í fjölmiðlum. En einhvern veginn varð ég að gera þetta og er voðalega ánægð með það. Sé ekkert eftir því,“ segir Fanney. Ákvörðunin hefur svo sannarlega haft sínar afleiðingar, til góðs. „Það eru svo miklir fordómar gagnvart þessum sjúkdómi,“ segir Fanney enda séu margir þeirra sem glíma við sjúkdóminn á erfiðum stað, fólk sem glími við fíkniefnavanda.„Ég vona að þeim gangi eins vel og mér.“Talið er að um 800-1000 manns séu smitaðir af lifrarbólgu C hér á landi og á milli 40-70 smitist árlega. Fanney Björk ásamt lögmanni sínum Páli Rúnari M. Kristjánssyni þegar mál hennar gegn ríkinu var til meðfeðar.Vísir/GVANýja lyfið breytti öllu„Ég finn hvernig mér líður,“ segir Fanney og vonar að aðrir sem glími við sjúkdóminn muni einnig upplifa þá tilfinningu. Nú sé á dagskrá að vinna upp þrek en hún hafi alla tíð síðan hún greindist með sjúkdóminn fundið fyrir þreytu og þróttleysi.„Ég fann mikinn mun um leið og ég var farin að nota þetta nýja lyf, Harvoni,“ segir Fanney sem hefur fundið fyrir miklum stuðningi í baráttunni, og einnig nú eftir að gleðitíðindin bárust.„Guð minn góður, síminn hefur ekki stoppað,“ segir Fanney sem hefur einnig fengið mörg skilaboð sem sé rosalega gamanHún þakkar Sigurði Ólafssyni lækni og Hildigunni Friðþjófsdóttur hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sérstaklega fyrir alla þeirra aðstoð. Og fjölskyldunni sem hafi verið sem klettur við bak hennar allan tímann.
Tengdar fréttir Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10 „Flottustu fréttir sem ég hef fengið lengi“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem barist hefur ötullega fyrir því að fá lífsnauðsynleg lyf við lifrarbólgu C var klökk þegar Vísir náði tali af henni í morgun. 7. október 2015 11:02 Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Sjúklingar með lifrarbólgu C fá lyfjameðferð sem læknað getur sjúkdóminn Einstaklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika. 7. október 2015 10:10
„Flottustu fréttir sem ég hef fengið lengi“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir sem barist hefur ötullega fyrir því að fá lífsnauðsynleg lyf við lifrarbólgu C var klökk þegar Vísir náði tali af henni í morgun. 7. október 2015 11:02
Fanney Björk um dóminn: „Dauðadómur yfir mér“ Fanney Björk Ásbjörnsdóttir á ekki rétt á nýjustu lyfjum við lifrarbólgu C samkvæmt dómi héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 18. september 2015 18:52