Meirihluti sammála Margréti og Vigdísi í klósettmerkjamálinu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2016 14:35 Margrét Sigfúsdóttir er ekki hrifin af hugmyndinni um ókynjuð klósett. Vísir Rúmlega helmingur Íslendinga er andsnúinn því að merkingar fyrir kyn yrðu fjarlægðar af salernum á almenningsstöðum. Alls voru tæp 52 prósent sem MMR spurði andsnúin því. Einungis 21,4 prósent voru fylgjandi því og þar af 10,8 prósent mjög fylgjandi. 26,9 prósent svöruðu „hvorki né“. Þá kemur fram í niðurstöðum MMR að „nokkuð mikill munur var á afstöðu hópa eftir lýðfræðihópum.“ Þá var einnig munur eftir því hvaða stjórnmálaflokka þeir sem spurðir voru studdu og hvar á landinu fólkið bjó. Athygli vakti á dögunum þegar femínistafélag Verzlunarskóla Íslands, í samvinnu við skólayfirvöld, gengu í það verk að fjarlægja kynjamerkingar á öllum klósettum í skólanum. Ástæðan væri fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið.Merkingar um kyn hafa verið fjarlægðar af salernum í Verzlunarskóla Íslands.Vigdís mótmælti Vigdís Hauksdóttir steig inn í umræðuna og var ekki sátt við breytingarnar. Vorkenndi hún stúlkunum að fara á „útpissuð klósett“ eins og hún orðaði það.„Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi. Mikilvægt væri, yrðu breytingarnar að veruleika, skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“Margrét Sigfúsdóttir hjá Húsmæðraskólanum tók undir orð Vigdísar.Mikill munur eftir aldri33,6 prósent þeirra á aldrinum 18 til 29 ára sögðust vera hlynnt því að fjarlægja merkingar fyrir kyn en einungis 9,6 prósent fólks á aldrinum 68 og eldri. Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu var þá líklegra til að vera fylgjandi en fólk á landsbyggðinni, 24,3 prósent gegn 16,2 prósentum. Þá voru námsmenn líklegasti hópurinn til að vera fylgjandi eða um 44,1 prósent þeirra. 26,8 prósent námsmanna voru á móti. Þeir sem styðja Pírata voru líklegastir til að vera fylgjandi (44 prósent) en einungis níu prósent Framsóknarmanna voru fylgjandi og 11,5 prósent Sjálfstæðismanna. Tengdar fréttir Kynjamerkingar á klósettunum í Verzló heyra sögunni til Nemendur vildu gera þeim nemendum sem ekki vita af hvaða kyni þau eru auðveldara fyrir. 24. ágúst 2016 09:00 Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Kynlausir klefar í allar sundlaugar borgarinnar Einstaklingsklefar í allar sundlaugar. 29. ágúst 2016 12:37 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Rúmlega helmingur Íslendinga er andsnúinn því að merkingar fyrir kyn yrðu fjarlægðar af salernum á almenningsstöðum. Alls voru tæp 52 prósent sem MMR spurði andsnúin því. Einungis 21,4 prósent voru fylgjandi því og þar af 10,8 prósent mjög fylgjandi. 26,9 prósent svöruðu „hvorki né“. Þá kemur fram í niðurstöðum MMR að „nokkuð mikill munur var á afstöðu hópa eftir lýðfræðihópum.“ Þá var einnig munur eftir því hvaða stjórnmálaflokka þeir sem spurðir voru studdu og hvar á landinu fólkið bjó. Athygli vakti á dögunum þegar femínistafélag Verzlunarskóla Íslands, í samvinnu við skólayfirvöld, gengu í það verk að fjarlægja kynjamerkingar á öllum klósettum í skólanum. Ástæðan væri fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið.Merkingar um kyn hafa verið fjarlægðar af salernum í Verzlunarskóla Íslands.Vigdís mótmælti Vigdís Hauksdóttir steig inn í umræðuna og var ekki sátt við breytingarnar. Vorkenndi hún stúlkunum að fara á „útpissuð klósett“ eins og hún orðaði það.„Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi. Mikilvægt væri, yrðu breytingarnar að veruleika, skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“Margrét Sigfúsdóttir hjá Húsmæðraskólanum tók undir orð Vigdísar.Mikill munur eftir aldri33,6 prósent þeirra á aldrinum 18 til 29 ára sögðust vera hlynnt því að fjarlægja merkingar fyrir kyn en einungis 9,6 prósent fólks á aldrinum 68 og eldri. Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu var þá líklegra til að vera fylgjandi en fólk á landsbyggðinni, 24,3 prósent gegn 16,2 prósentum. Þá voru námsmenn líklegasti hópurinn til að vera fylgjandi eða um 44,1 prósent þeirra. 26,8 prósent námsmanna voru á móti. Þeir sem styðja Pírata voru líklegastir til að vera fylgjandi (44 prósent) en einungis níu prósent Framsóknarmanna voru fylgjandi og 11,5 prósent Sjálfstæðismanna.
Tengdar fréttir Kynjamerkingar á klósettunum í Verzló heyra sögunni til Nemendur vildu gera þeim nemendum sem ekki vita af hvaða kyni þau eru auðveldara fyrir. 24. ágúst 2016 09:00 Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Kynlausir klefar í allar sundlaugar borgarinnar Einstaklingsklefar í allar sundlaugar. 29. ágúst 2016 12:37 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Kynjamerkingar á klósettunum í Verzló heyra sögunni til Nemendur vildu gera þeim nemendum sem ekki vita af hvaða kyni þau eru auðveldara fyrir. 24. ágúst 2016 09:00
Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22
Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15
Kynlausir klefar í allar sundlaugar borgarinnar Einstaklingsklefar í allar sundlaugar. 29. ágúst 2016 12:37