Meirihluti sammála Margréti og Vigdísi í klósettmerkjamálinu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2016 14:35 Margrét Sigfúsdóttir er ekki hrifin af hugmyndinni um ókynjuð klósett. Vísir Rúmlega helmingur Íslendinga er andsnúinn því að merkingar fyrir kyn yrðu fjarlægðar af salernum á almenningsstöðum. Alls voru tæp 52 prósent sem MMR spurði andsnúin því. Einungis 21,4 prósent voru fylgjandi því og þar af 10,8 prósent mjög fylgjandi. 26,9 prósent svöruðu „hvorki né“. Þá kemur fram í niðurstöðum MMR að „nokkuð mikill munur var á afstöðu hópa eftir lýðfræðihópum.“ Þá var einnig munur eftir því hvaða stjórnmálaflokka þeir sem spurðir voru studdu og hvar á landinu fólkið bjó. Athygli vakti á dögunum þegar femínistafélag Verzlunarskóla Íslands, í samvinnu við skólayfirvöld, gengu í það verk að fjarlægja kynjamerkingar á öllum klósettum í skólanum. Ástæðan væri fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið.Merkingar um kyn hafa verið fjarlægðar af salernum í Verzlunarskóla Íslands.Vigdís mótmælti Vigdís Hauksdóttir steig inn í umræðuna og var ekki sátt við breytingarnar. Vorkenndi hún stúlkunum að fara á „útpissuð klósett“ eins og hún orðaði það.„Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi. Mikilvægt væri, yrðu breytingarnar að veruleika, skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“Margrét Sigfúsdóttir hjá Húsmæðraskólanum tók undir orð Vigdísar.Mikill munur eftir aldri33,6 prósent þeirra á aldrinum 18 til 29 ára sögðust vera hlynnt því að fjarlægja merkingar fyrir kyn en einungis 9,6 prósent fólks á aldrinum 68 og eldri. Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu var þá líklegra til að vera fylgjandi en fólk á landsbyggðinni, 24,3 prósent gegn 16,2 prósentum. Þá voru námsmenn líklegasti hópurinn til að vera fylgjandi eða um 44,1 prósent þeirra. 26,8 prósent námsmanna voru á móti. Þeir sem styðja Pírata voru líklegastir til að vera fylgjandi (44 prósent) en einungis níu prósent Framsóknarmanna voru fylgjandi og 11,5 prósent Sjálfstæðismanna. Tengdar fréttir Kynjamerkingar á klósettunum í Verzló heyra sögunni til Nemendur vildu gera þeim nemendum sem ekki vita af hvaða kyni þau eru auðveldara fyrir. 24. ágúst 2016 09:00 Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Kynlausir klefar í allar sundlaugar borgarinnar Einstaklingsklefar í allar sundlaugar. 29. ágúst 2016 12:37 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Rúmlega helmingur Íslendinga er andsnúinn því að merkingar fyrir kyn yrðu fjarlægðar af salernum á almenningsstöðum. Alls voru tæp 52 prósent sem MMR spurði andsnúin því. Einungis 21,4 prósent voru fylgjandi því og þar af 10,8 prósent mjög fylgjandi. 26,9 prósent svöruðu „hvorki né“. Þá kemur fram í niðurstöðum MMR að „nokkuð mikill munur var á afstöðu hópa eftir lýðfræðihópum.“ Þá var einnig munur eftir því hvaða stjórnmálaflokka þeir sem spurðir voru studdu og hvar á landinu fólkið bjó. Athygli vakti á dögunum þegar femínistafélag Verzlunarskóla Íslands, í samvinnu við skólayfirvöld, gengu í það verk að fjarlægja kynjamerkingar á öllum klósettum í skólanum. Ástæðan væri fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið.Merkingar um kyn hafa verið fjarlægðar af salernum í Verzlunarskóla Íslands.Vigdís mótmælti Vigdís Hauksdóttir steig inn í umræðuna og var ekki sátt við breytingarnar. Vorkenndi hún stúlkunum að fara á „útpissuð klósett“ eins og hún orðaði það.„Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi. Mikilvægt væri, yrðu breytingarnar að veruleika, skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“Margrét Sigfúsdóttir hjá Húsmæðraskólanum tók undir orð Vigdísar.Mikill munur eftir aldri33,6 prósent þeirra á aldrinum 18 til 29 ára sögðust vera hlynnt því að fjarlægja merkingar fyrir kyn en einungis 9,6 prósent fólks á aldrinum 68 og eldri. Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu var þá líklegra til að vera fylgjandi en fólk á landsbyggðinni, 24,3 prósent gegn 16,2 prósentum. Þá voru námsmenn líklegasti hópurinn til að vera fylgjandi eða um 44,1 prósent þeirra. 26,8 prósent námsmanna voru á móti. Þeir sem styðja Pírata voru líklegastir til að vera fylgjandi (44 prósent) en einungis níu prósent Framsóknarmanna voru fylgjandi og 11,5 prósent Sjálfstæðismanna.
Tengdar fréttir Kynjamerkingar á klósettunum í Verzló heyra sögunni til Nemendur vildu gera þeim nemendum sem ekki vita af hvaða kyni þau eru auðveldara fyrir. 24. ágúst 2016 09:00 Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Kynlausir klefar í allar sundlaugar borgarinnar Einstaklingsklefar í allar sundlaugar. 29. ágúst 2016 12:37 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Kynjamerkingar á klósettunum í Verzló heyra sögunni til Nemendur vildu gera þeim nemendum sem ekki vita af hvaða kyni þau eru auðveldara fyrir. 24. ágúst 2016 09:00
Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22
Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15
Kynlausir klefar í allar sundlaugar borgarinnar Einstaklingsklefar í allar sundlaugar. 29. ágúst 2016 12:37