Innlent

Meirihluti sammála Margréti og Vigdísi í klósettmerkjamálinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Margrét Sigfúsdóttir er ekki hrifin af hugmyndinni um  ókynjuð klósett.
Margrét Sigfúsdóttir er ekki hrifin af hugmyndinni um ókynjuð klósett. Vísir
Rúmlega helmingur Íslendinga er andsnúinn því að merkingar fyrir kyn yrðu fjarlægðar af salernum á almenningsstöðum. Alls voru tæp 52 prósent sem MMR spurði andsnúin því. Einungis 21,4 prósent voru fylgjandi því og þar af 10,8 prósent mjög fylgjandi. 26,9 prósent svöruðu „hvorki né“.

Þá kemur fram í niðurstöðum MMR að „nokkuð mikill munur var á afstöðu hópa eftir lýðfræðihópum.“ Þá var einnig munur eftir því hvaða stjórnmálaflokka þeir sem spurðir voru studdu og hvar á landinu fólkið bjó.

Athygli vakti á dögunum þegar femínistafélag Verzlunarskóla Íslands, í samvinnu við skólayfirvöld, gengu í það verk að fjarlægja kynjamerkingar á öllum klósettum í skólanum. Ástæðan væri fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið.

Merkingar um kyn hafa verið fjarlægðar af salernum í Verzlunarskóla Íslands.
Vigdís mótmælti

Vigdís Hauksdóttir steig inn í umræðuna og var ekki sátt við breytingarnar. Vorkenndi hún stúlkunum að fara á „útpissuð klósett“ eins og hún orðaði það.

„Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ sagði Vigdís í samtali við Vísi. Mikilvægt væri, yrðu breytingarnar að veruleika, skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. 

„Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“

Margrét Sigfúsdóttir hjá Húsmæðraskólanum tók undir orð Vigdísar.

Mikill munur eftir aldri

33,6 prósent þeirra á aldrinum 18 til 29 ára sögðust vera hlynnt því að fjarlægja merkingar fyrir kyn en einungis 9,6 prósent fólks á aldrinum 68 og eldri. Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu var þá líklegra til að vera fylgjandi en fólk á landsbyggðinni, 24,3 prósent gegn 16,2 prósentum.

Þá voru námsmenn líklegasti hópurinn til að vera fylgjandi eða um 44,1 prósent þeirra. 26,8 prósent námsmanna voru á móti.

Þeir sem styðja Pírata voru líklegastir til að vera fylgjandi (44 prósent) en einungis níu prósent Framsóknarmanna voru fylgjandi og 11,5 prósent Sjálfstæðismanna.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.