Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2016 14:15 Vigdís vill að strákarnir í Verzló setjst þegar þeir pissi. Vísir/Ernir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir nýlegar breytingar á salernisaðstöðu nemenda og kennara í Verzlunarskóla Íslands. Eins og fram kom á Vísi í gær hefur kynjaskipting á salernum í skólanum verið afnumin að frumkvæði femínistafélags skólans. „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís um málið á Facebook. Hún bætir við að fyrir þetta greiði foreldrar, þar á meðal hún, skólagjöld. „Ég var svo undrandi á þessari umræðu að ég gat ekki orða bundist. Mér finnst hreinlætinu fórnað í þessu máli,“ segir þingmaðurinn í samtali við Vísi. „Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ segir Vigdís. Hún segir mikilvægt að verði þetta að veruleika verði að skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“ Nýju merkingarnar í Verzló þar sem áður voru merkingar fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar. Jákvæð viðbrögð Salernisaðstaðan í Verzló er þannig að um stök klósett er að ræða þar sem hver og einn getur lokað að sér, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Því er ekki um að ræða að nemendur eða kennarar noti bása þar sem skilrúm er neðan og ofan við hurð eða annað fyrirkomulag sem þekkist á almenningssalernum. Helena Björk Bjarkadóttir, annar formanna femínistafélagsins, sagði í samtali við Vísi í gær að skólastjórnendur hefðu tekið vel í hugmyndi þeirra og gengið hafi verið í verkið um leið. Kynjamerkingar voru því horfnar þegar nemendur mættu til skóla í síðustu viku. Ástæðan sé fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið. Enn er hægt að komast á kvennaklósett í kjallara Verzló, í Hellinum hjá raungreinastofunum. Mjög lítill minnihluti að ná sínu fram „Eru það margir einstaklingar?“ spyr Vigdís. „Af hverju á stór hluti þjóðarinnar að breyta siðum og venjum útaf einhverjum minnihluta. Þetta eru ríkjandi hefðir bæði hér heima og úti um allan heim.“ Helena Björk segir viðbrögðin í skólanum aðeins hafa verið góð. Er þetta þannig mál að enginn þorir að segja neitt? „Er það ekki það? Er það ekki alltaf ég sem þarf að taka slaginn,“ segir Vigdís á léttum nótum. „Þetta er eitthvað í tísku, að mjög lítill minnihluti nái sínu í gegn á móti mjög stórum meirihluta.“ Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir nýlegar breytingar á salernisaðstöðu nemenda og kennara í Verzlunarskóla Íslands. Eins og fram kom á Vísi í gær hefur kynjaskipting á salernum í skólanum verið afnumin að frumkvæði femínistafélags skólans. „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís um málið á Facebook. Hún bætir við að fyrir þetta greiði foreldrar, þar á meðal hún, skólagjöld. „Ég var svo undrandi á þessari umræðu að ég gat ekki orða bundist. Mér finnst hreinlætinu fórnað í þessu máli,“ segir þingmaðurinn í samtali við Vísi. „Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ segir Vigdís. Hún segir mikilvægt að verði þetta að veruleika verði að skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“ Nýju merkingarnar í Verzló þar sem áður voru merkingar fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar. Jákvæð viðbrögð Salernisaðstaðan í Verzló er þannig að um stök klósett er að ræða þar sem hver og einn getur lokað að sér, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Því er ekki um að ræða að nemendur eða kennarar noti bása þar sem skilrúm er neðan og ofan við hurð eða annað fyrirkomulag sem þekkist á almenningssalernum. Helena Björk Bjarkadóttir, annar formanna femínistafélagsins, sagði í samtali við Vísi í gær að skólastjórnendur hefðu tekið vel í hugmyndi þeirra og gengið hafi verið í verkið um leið. Kynjamerkingar voru því horfnar þegar nemendur mættu til skóla í síðustu viku. Ástæðan sé fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið. Enn er hægt að komast á kvennaklósett í kjallara Verzló, í Hellinum hjá raungreinastofunum. Mjög lítill minnihluti að ná sínu fram „Eru það margir einstaklingar?“ spyr Vigdís. „Af hverju á stór hluti þjóðarinnar að breyta siðum og venjum útaf einhverjum minnihluta. Þetta eru ríkjandi hefðir bæði hér heima og úti um allan heim.“ Helena Björk segir viðbrögðin í skólanum aðeins hafa verið góð. Er þetta þannig mál að enginn þorir að segja neitt? „Er það ekki það? Er það ekki alltaf ég sem þarf að taka slaginn,“ segir Vigdís á léttum nótum. „Þetta er eitthvað í tísku, að mjög lítill minnihluti nái sínu í gegn á móti mjög stórum meirihluta.“
Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira