Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2016 14:15 Vigdís vill að strákarnir í Verzló setjst þegar þeir pissi. Vísir/Ernir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir nýlegar breytingar á salernisaðstöðu nemenda og kennara í Verzlunarskóla Íslands. Eins og fram kom á Vísi í gær hefur kynjaskipting á salernum í skólanum verið afnumin að frumkvæði femínistafélags skólans. „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís um málið á Facebook. Hún bætir við að fyrir þetta greiði foreldrar, þar á meðal hún, skólagjöld. „Ég var svo undrandi á þessari umræðu að ég gat ekki orða bundist. Mér finnst hreinlætinu fórnað í þessu máli,“ segir þingmaðurinn í samtali við Vísi. „Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ segir Vigdís. Hún segir mikilvægt að verði þetta að veruleika verði að skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“ Nýju merkingarnar í Verzló þar sem áður voru merkingar fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar. Jákvæð viðbrögð Salernisaðstaðan í Verzló er þannig að um stök klósett er að ræða þar sem hver og einn getur lokað að sér, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Því er ekki um að ræða að nemendur eða kennarar noti bása þar sem skilrúm er neðan og ofan við hurð eða annað fyrirkomulag sem þekkist á almenningssalernum. Helena Björk Bjarkadóttir, annar formanna femínistafélagsins, sagði í samtali við Vísi í gær að skólastjórnendur hefðu tekið vel í hugmyndi þeirra og gengið hafi verið í verkið um leið. Kynjamerkingar voru því horfnar þegar nemendur mættu til skóla í síðustu viku. Ástæðan sé fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið. Enn er hægt að komast á kvennaklósett í kjallara Verzló, í Hellinum hjá raungreinastofunum. Mjög lítill minnihluti að ná sínu fram „Eru það margir einstaklingar?“ spyr Vigdís. „Af hverju á stór hluti þjóðarinnar að breyta siðum og venjum útaf einhverjum minnihluta. Þetta eru ríkjandi hefðir bæði hér heima og úti um allan heim.“ Helena Björk segir viðbrögðin í skólanum aðeins hafa verið góð. Er þetta þannig mál að enginn þorir að segja neitt? „Er það ekki það? Er það ekki alltaf ég sem þarf að taka slaginn,“ segir Vigdís á léttum nótum. „Þetta er eitthvað í tísku, að mjög lítill minnihluti nái sínu í gegn á móti mjög stórum meirihluta.“ Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir nýlegar breytingar á salernisaðstöðu nemenda og kennara í Verzlunarskóla Íslands. Eins og fram kom á Vísi í gær hefur kynjaskipting á salernum í skólanum verið afnumin að frumkvæði femínistafélags skólans. „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís um málið á Facebook. Hún bætir við að fyrir þetta greiði foreldrar, þar á meðal hún, skólagjöld. „Ég var svo undrandi á þessari umræðu að ég gat ekki orða bundist. Mér finnst hreinlætinu fórnað í þessu máli,“ segir þingmaðurinn í samtali við Vísi. „Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ segir Vigdís. Hún segir mikilvægt að verði þetta að veruleika verði að skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“ Nýju merkingarnar í Verzló þar sem áður voru merkingar fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar. Jákvæð viðbrögð Salernisaðstaðan í Verzló er þannig að um stök klósett er að ræða þar sem hver og einn getur lokað að sér, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Því er ekki um að ræða að nemendur eða kennarar noti bása þar sem skilrúm er neðan og ofan við hurð eða annað fyrirkomulag sem þekkist á almenningssalernum. Helena Björk Bjarkadóttir, annar formanna femínistafélagsins, sagði í samtali við Vísi í gær að skólastjórnendur hefðu tekið vel í hugmyndi þeirra og gengið hafi verið í verkið um leið. Kynjamerkingar voru því horfnar þegar nemendur mættu til skóla í síðustu viku. Ástæðan sé fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið. Enn er hægt að komast á kvennaklósett í kjallara Verzló, í Hellinum hjá raungreinastofunum. Mjög lítill minnihluti að ná sínu fram „Eru það margir einstaklingar?“ spyr Vigdís. „Af hverju á stór hluti þjóðarinnar að breyta siðum og venjum útaf einhverjum minnihluta. Þetta eru ríkjandi hefðir bæði hér heima og úti um allan heim.“ Helena Björk segir viðbrögðin í skólanum aðeins hafa verið góð. Er þetta þannig mál að enginn þorir að segja neitt? „Er það ekki það? Er það ekki alltaf ég sem þarf að taka slaginn,“ segir Vigdís á léttum nótum. „Þetta er eitthvað í tísku, að mjög lítill minnihluti nái sínu í gegn á móti mjög stórum meirihluta.“
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira