„Frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. ágúst 2016 13:42 Margrét Sigfúsdóttir er ekki hrifin af ókynjuðum klósettum. vísir/getty/gva/garðar „Við vorum bara að tala um þetta á kaffistofunni rétt áður en þú hringdir og við vorum sammála Vigdísi,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, í samtali við Vísi. Umræðuefnið er salernisskálamálið sem verið hefur til umfjöllunar undanfarna daga. Í fyrradag var sagt frá því á Vísi að kynjaskipting á salernum Verzlunarskóla Íslands hefði verið afnumin og í stað karla- og kvennaklósetta væru því aðeins klósett. Í gær hneykslaðist Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, á breytingunum og fann til með stelpum skólans að setjast á útpissuð klósett.Sjá einnig:Karlmenn sem nota kvennaklósett: „Mér er gjörsamlega misboðið“ „Staðreyndin er sú að margir strákar lyfta ekki upp setunni og aðkoman getur verið eins og einhver hafi sprautað allt salernið út með garðslöngu. Það er ekki huggulegt og frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi,“ segir Margrét. Margrét gerði víðreist um landið í sumar og þurfti, eðli málsins samkvæmt, að koma við á hinum ýmsu salernum. Flest voru þau ókynjuð. „Það var nánast alveg sama hvert maður kom alltaf þurfti maður að byrja á því að þurrka af setunni. Á mörgum stöðum var aðkoman allverulega ógeðsleg.“Strákar! Hvort pissið þið oftar sitjandi eða standandi?— Sóli Hólm (@SoliHolm) August 25, 2016 Aðrir málsmetandi aðilar, sem Vísir heyrði ofan í, segja hins vegar að slíkt ófremdarástand sé ekki aðeins bundið við karlaklósett. Dæmi séu um að konum finnist ekki fýsilegt að setjast á setuna og kjósi því að beygja sig aðeins hálfa leið niður áður en þær láta til skarar skríða. Það geti haft óþrifnað í för með sér. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu hefur farið fram umræða á samfélagsmiðlum hvort ekki mætti leysa hinn meinta vanda ókynjuðu klósettanna með því að karlar pissi sitjandi. Niðurstöður óformlegrar og óvísindalegrar könnunar útvarpsmannsins Sóla Hólm benda til þess að um helmingur karla pissi standandi en þriðjungur sitjandi. Hins vegar er ljóst að valmöguleikar athugunarinnar, um að pissa í buxurnar og að brúka þvaglegg, skekkja niðurstöðurnar eitthvað. Sjálfur segir Sóli að hann hafi aldrei pissað standandi í núverandi híbýlum sínum en hann geri það á almenningssalernum og bensínstöðvum. Tímabundni forsetaframbjóðandinn og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur áður stigið fram og hvatt karlmenn til að pissa sitjandi. Í sama streng tekur Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans. Sniðugmennið Haukur Viðar Alfreðsson, hjá Brandenburg, segist á móti pissa standandi. „Ef ég sest þá heldur rassgatið á mér að það eigi að kúka.“ Margrét telur að lausnin felist ekki í að karlar pissi sitjandi. „Þetta er eitt af þessum málum sem óþarft er að breyta. Þetta hefur gengið ágætlega eins og það er og breytingarnar skapa í raun fleiri vandamál en þær leysa,“ segir Margrét að lokum. Tengdar fréttir Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Sjá meira
„Við vorum bara að tala um þetta á kaffistofunni rétt áður en þú hringdir og við vorum sammála Vigdísi,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, í samtali við Vísi. Umræðuefnið er salernisskálamálið sem verið hefur til umfjöllunar undanfarna daga. Í fyrradag var sagt frá því á Vísi að kynjaskipting á salernum Verzlunarskóla Íslands hefði verið afnumin og í stað karla- og kvennaklósetta væru því aðeins klósett. Í gær hneykslaðist Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, á breytingunum og fann til með stelpum skólans að setjast á útpissuð klósett.Sjá einnig:Karlmenn sem nota kvennaklósett: „Mér er gjörsamlega misboðið“ „Staðreyndin er sú að margir strákar lyfta ekki upp setunni og aðkoman getur verið eins og einhver hafi sprautað allt salernið út með garðslöngu. Það er ekki huggulegt og frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi,“ segir Margrét. Margrét gerði víðreist um landið í sumar og þurfti, eðli málsins samkvæmt, að koma við á hinum ýmsu salernum. Flest voru þau ókynjuð. „Það var nánast alveg sama hvert maður kom alltaf þurfti maður að byrja á því að þurrka af setunni. Á mörgum stöðum var aðkoman allverulega ógeðsleg.“Strákar! Hvort pissið þið oftar sitjandi eða standandi?— Sóli Hólm (@SoliHolm) August 25, 2016 Aðrir málsmetandi aðilar, sem Vísir heyrði ofan í, segja hins vegar að slíkt ófremdarástand sé ekki aðeins bundið við karlaklósett. Dæmi séu um að konum finnist ekki fýsilegt að setjast á setuna og kjósi því að beygja sig aðeins hálfa leið niður áður en þær láta til skarar skríða. Það geti haft óþrifnað í för með sér. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu hefur farið fram umræða á samfélagsmiðlum hvort ekki mætti leysa hinn meinta vanda ókynjuðu klósettanna með því að karlar pissi sitjandi. Niðurstöður óformlegrar og óvísindalegrar könnunar útvarpsmannsins Sóla Hólm benda til þess að um helmingur karla pissi standandi en þriðjungur sitjandi. Hins vegar er ljóst að valmöguleikar athugunarinnar, um að pissa í buxurnar og að brúka þvaglegg, skekkja niðurstöðurnar eitthvað. Sjálfur segir Sóli að hann hafi aldrei pissað standandi í núverandi híbýlum sínum en hann geri það á almenningssalernum og bensínstöðvum. Tímabundni forsetaframbjóðandinn og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur áður stigið fram og hvatt karlmenn til að pissa sitjandi. Í sama streng tekur Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans. Sniðugmennið Haukur Viðar Alfreðsson, hjá Brandenburg, segist á móti pissa standandi. „Ef ég sest þá heldur rassgatið á mér að það eigi að kúka.“ Margrét telur að lausnin felist ekki í að karlar pissi sitjandi. „Þetta er eitt af þessum málum sem óþarft er að breyta. Þetta hefur gengið ágætlega eins og það er og breytingarnar skapa í raun fleiri vandamál en þær leysa,“ segir Margrét að lokum.
Tengdar fréttir Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Sjá meira
Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00
Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15