„Frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. ágúst 2016 13:42 Margrét Sigfúsdóttir er ekki hrifin af ókynjuðum klósettum. vísir/getty/gva/garðar „Við vorum bara að tala um þetta á kaffistofunni rétt áður en þú hringdir og við vorum sammála Vigdísi,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, í samtali við Vísi. Umræðuefnið er salernisskálamálið sem verið hefur til umfjöllunar undanfarna daga. Í fyrradag var sagt frá því á Vísi að kynjaskipting á salernum Verzlunarskóla Íslands hefði verið afnumin og í stað karla- og kvennaklósetta væru því aðeins klósett. Í gær hneykslaðist Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, á breytingunum og fann til með stelpum skólans að setjast á útpissuð klósett.Sjá einnig:Karlmenn sem nota kvennaklósett: „Mér er gjörsamlega misboðið“ „Staðreyndin er sú að margir strákar lyfta ekki upp setunni og aðkoman getur verið eins og einhver hafi sprautað allt salernið út með garðslöngu. Það er ekki huggulegt og frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi,“ segir Margrét. Margrét gerði víðreist um landið í sumar og þurfti, eðli málsins samkvæmt, að koma við á hinum ýmsu salernum. Flest voru þau ókynjuð. „Það var nánast alveg sama hvert maður kom alltaf þurfti maður að byrja á því að þurrka af setunni. Á mörgum stöðum var aðkoman allverulega ógeðsleg.“Strákar! Hvort pissið þið oftar sitjandi eða standandi?— Sóli Hólm (@SoliHolm) August 25, 2016 Aðrir málsmetandi aðilar, sem Vísir heyrði ofan í, segja hins vegar að slíkt ófremdarástand sé ekki aðeins bundið við karlaklósett. Dæmi séu um að konum finnist ekki fýsilegt að setjast á setuna og kjósi því að beygja sig aðeins hálfa leið niður áður en þær láta til skarar skríða. Það geti haft óþrifnað í för með sér. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu hefur farið fram umræða á samfélagsmiðlum hvort ekki mætti leysa hinn meinta vanda ókynjuðu klósettanna með því að karlar pissi sitjandi. Niðurstöður óformlegrar og óvísindalegrar könnunar útvarpsmannsins Sóla Hólm benda til þess að um helmingur karla pissi standandi en þriðjungur sitjandi. Hins vegar er ljóst að valmöguleikar athugunarinnar, um að pissa í buxurnar og að brúka þvaglegg, skekkja niðurstöðurnar eitthvað. Sjálfur segir Sóli að hann hafi aldrei pissað standandi í núverandi híbýlum sínum en hann geri það á almenningssalernum og bensínstöðvum. Tímabundni forsetaframbjóðandinn og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur áður stigið fram og hvatt karlmenn til að pissa sitjandi. Í sama streng tekur Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans. Sniðugmennið Haukur Viðar Alfreðsson, hjá Brandenburg, segist á móti pissa standandi. „Ef ég sest þá heldur rassgatið á mér að það eigi að kúka.“ Margrét telur að lausnin felist ekki í að karlar pissi sitjandi. „Þetta er eitt af þessum málum sem óþarft er að breyta. Þetta hefur gengið ágætlega eins og það er og breytingarnar skapa í raun fleiri vandamál en þær leysa,“ segir Margrét að lokum. Tengdar fréttir Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
„Við vorum bara að tala um þetta á kaffistofunni rétt áður en þú hringdir og við vorum sammála Vigdísi,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, í samtali við Vísi. Umræðuefnið er salernisskálamálið sem verið hefur til umfjöllunar undanfarna daga. Í fyrradag var sagt frá því á Vísi að kynjaskipting á salernum Verzlunarskóla Íslands hefði verið afnumin og í stað karla- og kvennaklósetta væru því aðeins klósett. Í gær hneykslaðist Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, á breytingunum og fann til með stelpum skólans að setjast á útpissuð klósett.Sjá einnig:Karlmenn sem nota kvennaklósett: „Mér er gjörsamlega misboðið“ „Staðreyndin er sú að margir strákar lyfta ekki upp setunni og aðkoman getur verið eins og einhver hafi sprautað allt salernið út með garðslöngu. Það er ekki huggulegt og frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi,“ segir Margrét. Margrét gerði víðreist um landið í sumar og þurfti, eðli málsins samkvæmt, að koma við á hinum ýmsu salernum. Flest voru þau ókynjuð. „Það var nánast alveg sama hvert maður kom alltaf þurfti maður að byrja á því að þurrka af setunni. Á mörgum stöðum var aðkoman allverulega ógeðsleg.“Strákar! Hvort pissið þið oftar sitjandi eða standandi?— Sóli Hólm (@SoliHolm) August 25, 2016 Aðrir málsmetandi aðilar, sem Vísir heyrði ofan í, segja hins vegar að slíkt ófremdarástand sé ekki aðeins bundið við karlaklósett. Dæmi séu um að konum finnist ekki fýsilegt að setjast á setuna og kjósi því að beygja sig aðeins hálfa leið niður áður en þær láta til skarar skríða. Það geti haft óþrifnað í för með sér. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu hefur farið fram umræða á samfélagsmiðlum hvort ekki mætti leysa hinn meinta vanda ókynjuðu klósettanna með því að karlar pissi sitjandi. Niðurstöður óformlegrar og óvísindalegrar könnunar útvarpsmannsins Sóla Hólm benda til þess að um helmingur karla pissi standandi en þriðjungur sitjandi. Hins vegar er ljóst að valmöguleikar athugunarinnar, um að pissa í buxurnar og að brúka þvaglegg, skekkja niðurstöðurnar eitthvað. Sjálfur segir Sóli að hann hafi aldrei pissað standandi í núverandi híbýlum sínum en hann geri það á almenningssalernum og bensínstöðvum. Tímabundni forsetaframbjóðandinn og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur áður stigið fram og hvatt karlmenn til að pissa sitjandi. Í sama streng tekur Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans. Sniðugmennið Haukur Viðar Alfreðsson, hjá Brandenburg, segist á móti pissa standandi. „Ef ég sest þá heldur rassgatið á mér að það eigi að kúka.“ Margrét telur að lausnin felist ekki í að karlar pissi sitjandi. „Þetta er eitt af þessum málum sem óþarft er að breyta. Þetta hefur gengið ágætlega eins og það er og breytingarnar skapa í raun fleiri vandamál en þær leysa,“ segir Margrét að lokum.
Tengdar fréttir Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00
Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15