„Frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. ágúst 2016 13:42 Margrét Sigfúsdóttir er ekki hrifin af ókynjuðum klósettum. vísir/getty/gva/garðar „Við vorum bara að tala um þetta á kaffistofunni rétt áður en þú hringdir og við vorum sammála Vigdísi,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, í samtali við Vísi. Umræðuefnið er salernisskálamálið sem verið hefur til umfjöllunar undanfarna daga. Í fyrradag var sagt frá því á Vísi að kynjaskipting á salernum Verzlunarskóla Íslands hefði verið afnumin og í stað karla- og kvennaklósetta væru því aðeins klósett. Í gær hneykslaðist Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, á breytingunum og fann til með stelpum skólans að setjast á útpissuð klósett.Sjá einnig:Karlmenn sem nota kvennaklósett: „Mér er gjörsamlega misboðið“ „Staðreyndin er sú að margir strákar lyfta ekki upp setunni og aðkoman getur verið eins og einhver hafi sprautað allt salernið út með garðslöngu. Það er ekki huggulegt og frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi,“ segir Margrét. Margrét gerði víðreist um landið í sumar og þurfti, eðli málsins samkvæmt, að koma við á hinum ýmsu salernum. Flest voru þau ókynjuð. „Það var nánast alveg sama hvert maður kom alltaf þurfti maður að byrja á því að þurrka af setunni. Á mörgum stöðum var aðkoman allverulega ógeðsleg.“Strákar! Hvort pissið þið oftar sitjandi eða standandi?— Sóli Hólm (@SoliHolm) August 25, 2016 Aðrir málsmetandi aðilar, sem Vísir heyrði ofan í, segja hins vegar að slíkt ófremdarástand sé ekki aðeins bundið við karlaklósett. Dæmi séu um að konum finnist ekki fýsilegt að setjast á setuna og kjósi því að beygja sig aðeins hálfa leið niður áður en þær láta til skarar skríða. Það geti haft óþrifnað í för með sér. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu hefur farið fram umræða á samfélagsmiðlum hvort ekki mætti leysa hinn meinta vanda ókynjuðu klósettanna með því að karlar pissi sitjandi. Niðurstöður óformlegrar og óvísindalegrar könnunar útvarpsmannsins Sóla Hólm benda til þess að um helmingur karla pissi standandi en þriðjungur sitjandi. Hins vegar er ljóst að valmöguleikar athugunarinnar, um að pissa í buxurnar og að brúka þvaglegg, skekkja niðurstöðurnar eitthvað. Sjálfur segir Sóli að hann hafi aldrei pissað standandi í núverandi híbýlum sínum en hann geri það á almenningssalernum og bensínstöðvum. Tímabundni forsetaframbjóðandinn og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur áður stigið fram og hvatt karlmenn til að pissa sitjandi. Í sama streng tekur Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans. Sniðugmennið Haukur Viðar Alfreðsson, hjá Brandenburg, segist á móti pissa standandi. „Ef ég sest þá heldur rassgatið á mér að það eigi að kúka.“ Margrét telur að lausnin felist ekki í að karlar pissi sitjandi. „Þetta er eitt af þessum málum sem óþarft er að breyta. Þetta hefur gengið ágætlega eins og það er og breytingarnar skapa í raun fleiri vandamál en þær leysa,“ segir Margrét að lokum. Tengdar fréttir Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Sjá meira
„Við vorum bara að tala um þetta á kaffistofunni rétt áður en þú hringdir og við vorum sammála Vigdísi,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, í samtali við Vísi. Umræðuefnið er salernisskálamálið sem verið hefur til umfjöllunar undanfarna daga. Í fyrradag var sagt frá því á Vísi að kynjaskipting á salernum Verzlunarskóla Íslands hefði verið afnumin og í stað karla- og kvennaklósetta væru því aðeins klósett. Í gær hneykslaðist Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, á breytingunum og fann til með stelpum skólans að setjast á útpissuð klósett.Sjá einnig:Karlmenn sem nota kvennaklósett: „Mér er gjörsamlega misboðið“ „Staðreyndin er sú að margir strákar lyfta ekki upp setunni og aðkoman getur verið eins og einhver hafi sprautað allt salernið út með garðslöngu. Það er ekki huggulegt og frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi,“ segir Margrét. Margrét gerði víðreist um landið í sumar og þurfti, eðli málsins samkvæmt, að koma við á hinum ýmsu salernum. Flest voru þau ókynjuð. „Það var nánast alveg sama hvert maður kom alltaf þurfti maður að byrja á því að þurrka af setunni. Á mörgum stöðum var aðkoman allverulega ógeðsleg.“Strákar! Hvort pissið þið oftar sitjandi eða standandi?— Sóli Hólm (@SoliHolm) August 25, 2016 Aðrir málsmetandi aðilar, sem Vísir heyrði ofan í, segja hins vegar að slíkt ófremdarástand sé ekki aðeins bundið við karlaklósett. Dæmi séu um að konum finnist ekki fýsilegt að setjast á setuna og kjósi því að beygja sig aðeins hálfa leið niður áður en þær láta til skarar skríða. Það geti haft óþrifnað í för með sér. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu hefur farið fram umræða á samfélagsmiðlum hvort ekki mætti leysa hinn meinta vanda ókynjuðu klósettanna með því að karlar pissi sitjandi. Niðurstöður óformlegrar og óvísindalegrar könnunar útvarpsmannsins Sóla Hólm benda til þess að um helmingur karla pissi standandi en þriðjungur sitjandi. Hins vegar er ljóst að valmöguleikar athugunarinnar, um að pissa í buxurnar og að brúka þvaglegg, skekkja niðurstöðurnar eitthvað. Sjálfur segir Sóli að hann hafi aldrei pissað standandi í núverandi híbýlum sínum en hann geri það á almenningssalernum og bensínstöðvum. Tímabundni forsetaframbjóðandinn og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur áður stigið fram og hvatt karlmenn til að pissa sitjandi. Í sama streng tekur Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans. Sniðugmennið Haukur Viðar Alfreðsson, hjá Brandenburg, segist á móti pissa standandi. „Ef ég sest þá heldur rassgatið á mér að það eigi að kúka.“ Margrét telur að lausnin felist ekki í að karlar pissi sitjandi. „Þetta er eitt af þessum málum sem óþarft er að breyta. Þetta hefur gengið ágætlega eins og það er og breytingarnar skapa í raun fleiri vandamál en þær leysa,“ segir Margrét að lokum.
Tengdar fréttir Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Fleiri fréttir Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Sjá meira
Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00
Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15