Krani féll á nýbyggingu og yfir á planið við Bæjarins bestu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2016 11:53 Kraninn í Hafnarstrætinu um klukkan korter í tólf í morgun. Vísir/BS Vegfarendum og starfsfólki í miðbæ Reykjavíkur brá í brún á tólfta tímanum í morgun þegar krani í Hafnarstræti féll á hús sem er í byggingu í götunni. Kraninn féll yfir bygginguna og yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu. „Við heyrðum skruðninga en sem betur fer var enginn í röðinni,“ segir Hjalti Egilsson sem starfar í miðbæ Reykjavíkur. Hann metur það ótrúlega mildi að enginn hafi verið í röðinni enda séu á þessum tíma dags yfirleitt þrjátíu til fjörutíu manns í röðinni. Kraninn féll á Hafnarstræti 7 og yfir á planið við Bæjarins Bestu.Mynd/Hjalti EgilssonApril Harpa Smáradóttir starfar sömuleiðis í skrifstofubyggingu við hliðina á slysstaðnum. Henni finnst, eins og svo mörgum, ótrúlegt að ekki hafi verið röð á Bæjarins beztu.„Það er einmitt það sem er svo ótrúlega merkilegt. Það var enginn í krananum og það meiddist enginn í bíl, það lenti enginn bíll undir,“ segir April. Hún lýsir því þannig að það sé eins kraninn hafi fallið saman.Margt fólk varð vitni að því þegar kraninn féll en sem fyrr segir virðist enginn hafa slasast.Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafa dælubíll og sjúkrabíll verið sendir á vettvang til öryggis. Engin tilkynning hefur þó borist um slys á fólki.Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“ Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Vegfarendum og starfsfólki í miðbæ Reykjavíkur brá í brún á tólfta tímanum í morgun þegar krani í Hafnarstræti féll á hús sem er í byggingu í götunni. Kraninn féll yfir bygginguna og yfir á planið fyrir framan Bæjarins bestu. „Við heyrðum skruðninga en sem betur fer var enginn í röðinni,“ segir Hjalti Egilsson sem starfar í miðbæ Reykjavíkur. Hann metur það ótrúlega mildi að enginn hafi verið í röðinni enda séu á þessum tíma dags yfirleitt þrjátíu til fjörutíu manns í röðinni. Kraninn féll á Hafnarstræti 7 og yfir á planið við Bæjarins Bestu.Mynd/Hjalti EgilssonApril Harpa Smáradóttir starfar sömuleiðis í skrifstofubyggingu við hliðina á slysstaðnum. Henni finnst, eins og svo mörgum, ótrúlegt að ekki hafi verið röð á Bæjarins beztu.„Það er einmitt það sem er svo ótrúlega merkilegt. Það var enginn í krananum og það meiddist enginn í bíl, það lenti enginn bíll undir,“ segir April. Hún lýsir því þannig að það sé eins kraninn hafi fallið saman.Margt fólk varð vitni að því þegar kraninn féll en sem fyrr segir virðist enginn hafa slasast.Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafa dælubíll og sjúkrabíll verið sendir á vettvang til öryggis. Engin tilkynning hefur þó borist um slys á fólki.Timburbúnt í krananumJóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafði nýyfirgefið vettvanginn þegar blaðamaður náði af honum tali.„Það er með ólíkindum að ekki hafi orðið slys á fólki,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki liggi fyrir hvað hafi orðið til þess að kraninn féll en mögulega hafi einn fótur kranans gefið sig.Timburbúnt hékk í krananum og féll rétt við pylsuvagninn. „Það munaði ekki miklu að þetta hefði lent ofan á vagninum.“
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira