Sigmundur Davíð sakaður um að halda Sigurði Inga frá ræðupúltinu Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2016 16:29 Karl Garðarsson þingmaður heldur því fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vilji halda Sigurði Inga Jóhannssyni, mótframbjóðanda hans, frá ræðupúltinu í dagskrá komandi Flokksþings. Víst er að nú sýður á öllum keipum innan Framsóknarflokksins. Karl Garðarsson, sem lýst hefur yfir stuðningi við Sigurð Inga, hélt því fram fyrr í dag að ekki væri gert ráð fyrir því í dagskrá að Sigurður Ingi talaði á Flokksþinginu. Hins vegar sé þar gert ráð fyrir klukkustundar langri tölu Sigmundar Davíðs. Vísir greindi skilmerkilega frá.Eygló blæs til fundar vegna framgöngu Sigmundar Davíðs Karl bætti síðan í á Facebook-vegg sínum og er ekki hægt að skilja hann öðru vísi en svo að þarna séu brögð í tafli; dagskráin sé beinlínis lögð þannig upp af hálfu Sigmundar Davíðs og hans mönnum. Hann segir að framkvæmdastjórn flokksins ákveði dagskrá flokksþings. „Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er formaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar. Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu,“ segir Karl á Facebook-síðu sinni.Karli úthúðað á hans eigin Facebook-síðu Vísir hefur reynt að ná tali af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að fá nánari útskýringar á þessu en án árangurs. Þessi færsla Karls hefur kallað fram gríðarlega reiði meðal Framsóknarmanna, einkum stuðningsmanna Sigmundar Davíðs, sem telja Karl hinn mesta óþurftarmann og vera að vinna flokknum verulegt ógagn með því að greina frá þessu því sem menn telja að eigi ekkert erindi út fyrir raðir flokksmanna.Ein þeirra sem er ósátt við framgöngu Karls er borgarfulltrúinn Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Hún vandar honum ekki kveðjurnar en ljóst er að það er við að sjóða uppúr innan Framsóknarflokks.Að neðan má sjá færslu Karls Garðarssonar í heild sinni. Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Karl Garðarsson þingmaður heldur því fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vilji halda Sigurði Inga Jóhannssyni, mótframbjóðanda hans, frá ræðupúltinu í dagskrá komandi Flokksþings. Víst er að nú sýður á öllum keipum innan Framsóknarflokksins. Karl Garðarsson, sem lýst hefur yfir stuðningi við Sigurð Inga, hélt því fram fyrr í dag að ekki væri gert ráð fyrir því í dagskrá að Sigurður Ingi talaði á Flokksþinginu. Hins vegar sé þar gert ráð fyrir klukkustundar langri tölu Sigmundar Davíðs. Vísir greindi skilmerkilega frá.Eygló blæs til fundar vegna framgöngu Sigmundar Davíðs Karl bætti síðan í á Facebook-vegg sínum og er ekki hægt að skilja hann öðru vísi en svo að þarna séu brögð í tafli; dagskráin sé beinlínis lögð þannig upp af hálfu Sigmundar Davíðs og hans mönnum. Hann segir að framkvæmdastjórn flokksins ákveði dagskrá flokksþings. „Formaður þess heitir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann hefur neitað að halda þar fundi lengi. Ritari flokksins, Eygló Harðardóttir hefur ekkert með dagskrá þingsins að gera. Hún er formaður landsstjórnar sem sér um að boða miðstjórnarfundi og fer með vald miðstjórnar milli funda hennar. Í kvöld hefur verið boðað til landsstjórnarfundar þar sem framkvæmdastjórnin sinnir ekki starfi sínu,“ segir Karl á Facebook-síðu sinni.Karli úthúðað á hans eigin Facebook-síðu Vísir hefur reynt að ná tali af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að fá nánari útskýringar á þessu en án árangurs. Þessi færsla Karls hefur kallað fram gríðarlega reiði meðal Framsóknarmanna, einkum stuðningsmanna Sigmundar Davíðs, sem telja Karl hinn mesta óþurftarmann og vera að vinna flokknum verulegt ógagn með því að greina frá þessu því sem menn telja að eigi ekkert erindi út fyrir raðir flokksmanna.Ein þeirra sem er ósátt við framgöngu Karls er borgarfulltrúinn Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir. Hún vandar honum ekki kveðjurnar en ljóst er að það er við að sjóða uppúr innan Framsóknarflokks.Að neðan má sjá færslu Karls Garðarssonar í heild sinni.
Tengdar fréttir Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54 Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06 Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Titringur innan Framsóknar: „Aukin tortryggni leiðir til aukins óróa“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir mikilvægt að huga að því hvernig ásýnd flokksins verði í komandi kosningum og við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 29. september 2016 13:54
Sigmundur Davíð um kannanirnar: „Ekkert nýtt að þeir sem eru andsnúnir flokknum vilji losna við mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segir ánægjulegt að sjá stuðning Framsóknarmanna við sig í tveimur könnunum sem birtust í dag vegna formannskosninganna sem fara fram á Flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. 29. september 2016 12:06
Stuðningsmenn Sigurðar Inga ósáttir Ekki gert ráð fyrir Sigurði Inga í dagskrá Flokksþings. 29. september 2016 10:44