Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Birgir Örn Steinarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. september 2016 19:31 Bjarni var upptekinn í símanum sínum rétt áður en fyrstu tölur voru kynntar. Vísir/Friðrik Þór Fjögur efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi verða skipuð karlmönnum. Elín Hirst komst ekki á lista sex efstu og Bjarni Benediktsson mun leiða lista flokksins í kjördæminu. Þetta er ljóst eftir að lokatölur í prófkjörinu hafa verið birtar.1. sæti Bjarni Benediktsson með 2479 atkvæði2. sæti Jón Gunnarsson með 1110 atkvæði í 1.-2. sæti3. sæti Óli Björn Kárason 1230 atkvæði í 1.-3. sæti4. sæti Vilhjálmur Bjarnason 968 atkvæði í 1.-4. sæti5. sæti Bryndís Haraldsdóttir 1096 atkvæði í 1.-6. sæti6. sæti Karen Elísabet Halldórsdóttir 1266 atkvæði í 1.-5. sæti Alls kusu 3154 einstaklingar í prófkjörinu. Framan stefndi í að Karen Elísabet yrði í fimmta sæti listans en Bryndís Haraldsdóttir skaust upp fyrir hana þegar lokatölur voru birtar. Sú staðreynd að karlar skipi fjögur efstu sætin á listanum mun samkvæmt heimildum Vísis leiða til þess að kjörnefnd grípi inn í og breyti röðun á listanum.Tekur niðurstöðunni með karlmennskuBjarni Benediktsson sagðist þakklátur fyrir stuðninginn en lýsti yfir vonbrigðum með það að kona væri ekki ofar á listanum. Hann sagðist hafa viljað sjá konu fylla í skarðið sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir skildi eftir sig í kjördæminu en hún gefur ekki kost á sér til þingsetu. Fram hefur komið að Bjarni hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að gefa kost á sér í annað sætið. Þorgerður Katrín sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk í raðir Viðreisnar þar sem hún verður í framboði í Kraganum. Þingmaðurinn Elín Hirst sem nær ekki sæti á listanum miðað við þessar tölur lýsti yfir miklum vonbrigðum en sagðist taka þeim með karlmennsku.„Ég hef reynt að leggja mig alla fram í mínu starfi en það er greinilega ekki það sem kjósendur vilja, mínar áherslur.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Bryndís Haraldsdóttir skýst upp í 5. sætið.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Kosningar 2016 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Fjögur efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi verða skipuð karlmönnum. Elín Hirst komst ekki á lista sex efstu og Bjarni Benediktsson mun leiða lista flokksins í kjördæminu. Þetta er ljóst eftir að lokatölur í prófkjörinu hafa verið birtar.1. sæti Bjarni Benediktsson með 2479 atkvæði2. sæti Jón Gunnarsson með 1110 atkvæði í 1.-2. sæti3. sæti Óli Björn Kárason 1230 atkvæði í 1.-3. sæti4. sæti Vilhjálmur Bjarnason 968 atkvæði í 1.-4. sæti5. sæti Bryndís Haraldsdóttir 1096 atkvæði í 1.-6. sæti6. sæti Karen Elísabet Halldórsdóttir 1266 atkvæði í 1.-5. sæti Alls kusu 3154 einstaklingar í prófkjörinu. Framan stefndi í að Karen Elísabet yrði í fimmta sæti listans en Bryndís Haraldsdóttir skaust upp fyrir hana þegar lokatölur voru birtar. Sú staðreynd að karlar skipi fjögur efstu sætin á listanum mun samkvæmt heimildum Vísis leiða til þess að kjörnefnd grípi inn í og breyti röðun á listanum.Tekur niðurstöðunni með karlmennskuBjarni Benediktsson sagðist þakklátur fyrir stuðninginn en lýsti yfir vonbrigðum með það að kona væri ekki ofar á listanum. Hann sagðist hafa viljað sjá konu fylla í skarðið sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir skildi eftir sig í kjördæminu en hún gefur ekki kost á sér til þingsetu. Fram hefur komið að Bjarni hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að gefa kost á sér í annað sætið. Þorgerður Katrín sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk í raðir Viðreisnar þar sem hún verður í framboði í Kraganum. Þingmaðurinn Elín Hirst sem nær ekki sæti á listanum miðað við þessar tölur lýsti yfir miklum vonbrigðum en sagðist taka þeim með karlmennsku.„Ég hef reynt að leggja mig alla fram í mínu starfi en það er greinilega ekki það sem kjósendur vilja, mínar áherslur.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Bryndís Haraldsdóttir skýst upp í 5. sætið.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016
Kosningar 2016 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira