Kennsla í lögreglufræði hefst á morgun nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 11. september 2016 18:34 150 manns eru skráðir til náms í lögreglufræði. MYND/VÍSIR Kennsla í lögreglufræði hefst á morgun en fræðin verða kennd við Háskólann á Akureyri. Nám í lögreglufræðum hefur ekki verið kennt á háskólastigi hér á landi fyrr en nú. Frumvarp þess efnis að lögreglunám yrði fært upp á háskólastig var samþykkt á Alþingi í vor en fjórir háskólar sóttust eftir því að hafa umsjá með náminu. Í kjölfarið var skipuð matsnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra til þess að fara yfir umsóknir skólanna fjögurra. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri hæfastur til að taka við kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Háskóli Íslands hlaut 128 stig af 135 mögulegum en Háskólinn á Akureyri 116 stig af 135 mögulegum. Þrátt fyrir að nefndin hafi metið það svo að Háskóli Íslands væri hæfastur skólanna ákvað mennta- og menningarmálaráðherra að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri og mun skólinn verða sá eini á landinu sem býður upp á námsleiðina. Í fréttatilkynningu frá Háskólanum á Akureyri kemur fram að Eyjólfur Guðmundsson, rektor skólans, telji yfirfærslu námsins á háskólastig í góðum höndum í HA. „Við höfum reynsluna af hjúkrunar- og iðjuþjálfunarfræði og því vitum við mæta vel að það er mikilvægt að koma til móts við starfandi lögreglumenn með próf úr Lögregluskólanum. Þeir hafa nú þegar sýnt náminu mikinn áhuga og í boði er að taka diplómagráðu á tveimur árum samhliða vinnu,“ segir hann. Samkvæmt tilkynningunni eru 150 nemar skráðir í námið í lögreglufræðum og koma þeir víðsvegar að af landinu. Tengdar fréttir Undrast að ekki var farið eftir mati nefndar Rektor Háskóla Íslands og forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsviðs lögreglunnar undrast að ekki sé farið eftir mati nefndar um hvert lögreglunámið ætti að fara. Lögreglan muni hins vegar vinna náið með HA að þróun námsins. 25. ágúst 2016 10:00 Mikill fjöldi umsókna í nýtt nám Um 140 umsóknir um að hefja nám í lögreglufræðum á háskólastigi hafa borist Háskólanum á Akureyri síðan skólinn opnaði fyrir umsóknir síðastliðinn mánudag. 2. september 2016 07:00 Lögreglunám dýrara á Akureyri en í borginni Nám í lögreglufræðum verður 17 milljónum króna dýrara á hverju ári í HA en í HÍ. 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Kennsla í lögreglufræði hefst á morgun en fræðin verða kennd við Háskólann á Akureyri. Nám í lögreglufræðum hefur ekki verið kennt á háskólastigi hér á landi fyrr en nú. Frumvarp þess efnis að lögreglunám yrði fært upp á háskólastig var samþykkt á Alþingi í vor en fjórir háskólar sóttust eftir því að hafa umsjá með náminu. Í kjölfarið var skipuð matsnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra til þess að fara yfir umsóknir skólanna fjögurra. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Háskóli Íslands væri hæfastur til að taka við kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Háskóli Íslands hlaut 128 stig af 135 mögulegum en Háskólinn á Akureyri 116 stig af 135 mögulegum. Þrátt fyrir að nefndin hafi metið það svo að Háskóli Íslands væri hæfastur skólanna ákvað mennta- og menningarmálaráðherra að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri og mun skólinn verða sá eini á landinu sem býður upp á námsleiðina. Í fréttatilkynningu frá Háskólanum á Akureyri kemur fram að Eyjólfur Guðmundsson, rektor skólans, telji yfirfærslu námsins á háskólastig í góðum höndum í HA. „Við höfum reynsluna af hjúkrunar- og iðjuþjálfunarfræði og því vitum við mæta vel að það er mikilvægt að koma til móts við starfandi lögreglumenn með próf úr Lögregluskólanum. Þeir hafa nú þegar sýnt náminu mikinn áhuga og í boði er að taka diplómagráðu á tveimur árum samhliða vinnu,“ segir hann. Samkvæmt tilkynningunni eru 150 nemar skráðir í námið í lögreglufræðum og koma þeir víðsvegar að af landinu.
Tengdar fréttir Undrast að ekki var farið eftir mati nefndar Rektor Háskóla Íslands og forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsviðs lögreglunnar undrast að ekki sé farið eftir mati nefndar um hvert lögreglunámið ætti að fara. Lögreglan muni hins vegar vinna náið með HA að þróun námsins. 25. ágúst 2016 10:00 Mikill fjöldi umsókna í nýtt nám Um 140 umsóknir um að hefja nám í lögreglufræðum á háskólastigi hafa borist Háskólanum á Akureyri síðan skólinn opnaði fyrir umsóknir síðastliðinn mánudag. 2. september 2016 07:00 Lögreglunám dýrara á Akureyri en í borginni Nám í lögreglufræðum verður 17 milljónum króna dýrara á hverju ári í HA en í HÍ. 29. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Undrast að ekki var farið eftir mati nefndar Rektor Háskóla Íslands og forstöðumaður mennta- og starfsþróunarsviðs lögreglunnar undrast að ekki sé farið eftir mati nefndar um hvert lögreglunámið ætti að fara. Lögreglan muni hins vegar vinna náið með HA að þróun námsins. 25. ágúst 2016 10:00
Mikill fjöldi umsókna í nýtt nám Um 140 umsóknir um að hefja nám í lögreglufræðum á háskólastigi hafa borist Háskólanum á Akureyri síðan skólinn opnaði fyrir umsóknir síðastliðinn mánudag. 2. september 2016 07:00
Lögreglunám dýrara á Akureyri en í borginni Nám í lögreglufræðum verður 17 milljónum króna dýrara á hverju ári í HA en í HÍ. 29. ágúst 2016 07:00