Undrast að ekki var farið eftir mati nefndar Sveinn Arnarsson skrifar 25. ágúst 2016 10:00 Nám í valdbeitingu og forgangsakstri verður enn hjá lögreglu þrátt fyrir breytingar. Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, undrast að menntamálaráðherra hafi ekki farið eftir niðurstöðu þeirrar matsnefndar sem hann setti á laggirnar um nýtt lögreglunám á háskólastigi. Ólafur Örn var einn þeirra sem sátu í téðri matsnefnd. „Þessi ákvörðun ráðherra kom mér á óvart. Ég hefði haldið að ráðherra myndi fara eftir niðurstöðum matsnefndar. Matsnefndin var skipuð þann 20. júlí og við kláruðum okkar miklu vinnu þann 8. ágúst síðastliðinn,“ segir Ólafur Örn. „Matsnefndin gerði ekkert annað en að meta skólana eftir því verklagi sem ákveðið var í menntamálaráðuneytinu.“Ólafur Örn BragasonMatsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þrír skólar væru hæfir til að taka að sér lögreglunám á háskólastigi. Háskóli Íslands var talinn hæfastur. Matsnefndin skilaði þeim niðurstöðum inn til Ríkiskaupa og sú stofnun sendi svo menntamálaráðuneytinu niðurstöðurnar með þeim orðum að Ríkiskaup teldu það skynsamlegast að fara að niðurstöðum matsnefndarinnar. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þá miklu vinnu sem skólinn lagði í umsóknina hafa verið unna til einskis. „Mér þykir leitt að við höfum ekki fengið námið þar sem við vorum talin hæfust til þess. Við lögðum mikið í umsóknina og kölluðum fólk úr sumarfríum til að sinna þessu og því finnst okkur þessi mikla vinna unnin fyrir gýg,“ segir Jón Atli. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að með því að flytja lögreglunámið til Akureyrar opnist möguleikar en hefði samt sem áður viljað sjá námið áfram í Reykjavík. „Það er mín skoðun að ég hefði viljað sjá námið fara inn í HÍ. Hins vegar er fjarnámið við HA þannig uppbyggt að við getum menntað lögreglumenn alls staðar á landinu sem er kostur fyrir lögregluna.“Jón Atli Benediktsson„Ég er hrædd um að lögreglusiðirnir hverfi með því að færa námið á háskólastig. Það að mæta alltaf í einkennisbúningi í skólann, virða búninginn og standa rétt. Þetta er allt hluti af mikilli hefð innan lögregluskólans og því tel ég dapurlegt að ekki muni fleiri kynnast gamla góða lögregluskólanum,“ segir Birna Blöndal Sveinsdóttir sem útskrifast úr lögregluskólanum á morgun, í síðustu útskrift í sögu skólans. Áður en Birna hóf nám í lögregluskólanum lærði hún lögfræði við HA og er útskrifuð með meistarapróf í lögfræði frá skólanum. „Ég hefði ekki farið í lögreglunámið ef það hefði verið tveggja ára háskólanám ofan á það sem ég hef þegar menntað mig í. Að mínu mati hefði mátt styrkja lögregluskólann og það hefði verið hægt að gera án þess að kosta miklu til,“ segir Birna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, undrast að menntamálaráðherra hafi ekki farið eftir niðurstöðu þeirrar matsnefndar sem hann setti á laggirnar um nýtt lögreglunám á háskólastigi. Ólafur Örn var einn þeirra sem sátu í téðri matsnefnd. „Þessi ákvörðun ráðherra kom mér á óvart. Ég hefði haldið að ráðherra myndi fara eftir niðurstöðum matsnefndar. Matsnefndin var skipuð þann 20. júlí og við kláruðum okkar miklu vinnu þann 8. ágúst síðastliðinn,“ segir Ólafur Örn. „Matsnefndin gerði ekkert annað en að meta skólana eftir því verklagi sem ákveðið var í menntamálaráðuneytinu.“Ólafur Örn BragasonMatsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þrír skólar væru hæfir til að taka að sér lögreglunám á háskólastigi. Háskóli Íslands var talinn hæfastur. Matsnefndin skilaði þeim niðurstöðum inn til Ríkiskaupa og sú stofnun sendi svo menntamálaráðuneytinu niðurstöðurnar með þeim orðum að Ríkiskaup teldu það skynsamlegast að fara að niðurstöðum matsnefndarinnar. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þá miklu vinnu sem skólinn lagði í umsóknina hafa verið unna til einskis. „Mér þykir leitt að við höfum ekki fengið námið þar sem við vorum talin hæfust til þess. Við lögðum mikið í umsóknina og kölluðum fólk úr sumarfríum til að sinna þessu og því finnst okkur þessi mikla vinna unnin fyrir gýg,“ segir Jón Atli. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að með því að flytja lögreglunámið til Akureyrar opnist möguleikar en hefði samt sem áður viljað sjá námið áfram í Reykjavík. „Það er mín skoðun að ég hefði viljað sjá námið fara inn í HÍ. Hins vegar er fjarnámið við HA þannig uppbyggt að við getum menntað lögreglumenn alls staðar á landinu sem er kostur fyrir lögregluna.“Jón Atli Benediktsson„Ég er hrædd um að lögreglusiðirnir hverfi með því að færa námið á háskólastig. Það að mæta alltaf í einkennisbúningi í skólann, virða búninginn og standa rétt. Þetta er allt hluti af mikilli hefð innan lögregluskólans og því tel ég dapurlegt að ekki muni fleiri kynnast gamla góða lögregluskólanum,“ segir Birna Blöndal Sveinsdóttir sem útskrifast úr lögregluskólanum á morgun, í síðustu útskrift í sögu skólans. Áður en Birna hóf nám í lögregluskólanum lærði hún lögfræði við HA og er útskrifuð með meistarapróf í lögfræði frá skólanum. „Ég hefði ekki farið í lögreglunámið ef það hefði verið tveggja ára háskólanám ofan á það sem ég hef þegar menntað mig í. Að mínu mati hefði mátt styrkja lögregluskólann og það hefði verið hægt að gera án þess að kosta miklu til,“ segir Birna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira