Undrast að ekki var farið eftir mati nefndar Sveinn Arnarsson skrifar 25. ágúst 2016 10:00 Nám í valdbeitingu og forgangsakstri verður enn hjá lögreglu þrátt fyrir breytingar. Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, undrast að menntamálaráðherra hafi ekki farið eftir niðurstöðu þeirrar matsnefndar sem hann setti á laggirnar um nýtt lögreglunám á háskólastigi. Ólafur Örn var einn þeirra sem sátu í téðri matsnefnd. „Þessi ákvörðun ráðherra kom mér á óvart. Ég hefði haldið að ráðherra myndi fara eftir niðurstöðum matsnefndar. Matsnefndin var skipuð þann 20. júlí og við kláruðum okkar miklu vinnu þann 8. ágúst síðastliðinn,“ segir Ólafur Örn. „Matsnefndin gerði ekkert annað en að meta skólana eftir því verklagi sem ákveðið var í menntamálaráðuneytinu.“Ólafur Örn BragasonMatsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þrír skólar væru hæfir til að taka að sér lögreglunám á háskólastigi. Háskóli Íslands var talinn hæfastur. Matsnefndin skilaði þeim niðurstöðum inn til Ríkiskaupa og sú stofnun sendi svo menntamálaráðuneytinu niðurstöðurnar með þeim orðum að Ríkiskaup teldu það skynsamlegast að fara að niðurstöðum matsnefndarinnar. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þá miklu vinnu sem skólinn lagði í umsóknina hafa verið unna til einskis. „Mér þykir leitt að við höfum ekki fengið námið þar sem við vorum talin hæfust til þess. Við lögðum mikið í umsóknina og kölluðum fólk úr sumarfríum til að sinna þessu og því finnst okkur þessi mikla vinna unnin fyrir gýg,“ segir Jón Atli. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að með því að flytja lögreglunámið til Akureyrar opnist möguleikar en hefði samt sem áður viljað sjá námið áfram í Reykjavík. „Það er mín skoðun að ég hefði viljað sjá námið fara inn í HÍ. Hins vegar er fjarnámið við HA þannig uppbyggt að við getum menntað lögreglumenn alls staðar á landinu sem er kostur fyrir lögregluna.“Jón Atli Benediktsson„Ég er hrædd um að lögreglusiðirnir hverfi með því að færa námið á háskólastig. Það að mæta alltaf í einkennisbúningi í skólann, virða búninginn og standa rétt. Þetta er allt hluti af mikilli hefð innan lögregluskólans og því tel ég dapurlegt að ekki muni fleiri kynnast gamla góða lögregluskólanum,“ segir Birna Blöndal Sveinsdóttir sem útskrifast úr lögregluskólanum á morgun, í síðustu útskrift í sögu skólans. Áður en Birna hóf nám í lögregluskólanum lærði hún lögfræði við HA og er útskrifuð með meistarapróf í lögfræði frá skólanum. „Ég hefði ekki farið í lögreglunámið ef það hefði verið tveggja ára háskólanám ofan á það sem ég hef þegar menntað mig í. Að mínu mati hefði mátt styrkja lögregluskólann og það hefði verið hægt að gera án þess að kosta miklu til,“ segir Birna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, undrast að menntamálaráðherra hafi ekki farið eftir niðurstöðu þeirrar matsnefndar sem hann setti á laggirnar um nýtt lögreglunám á háskólastigi. Ólafur Örn var einn þeirra sem sátu í téðri matsnefnd. „Þessi ákvörðun ráðherra kom mér á óvart. Ég hefði haldið að ráðherra myndi fara eftir niðurstöðum matsnefndar. Matsnefndin var skipuð þann 20. júlí og við kláruðum okkar miklu vinnu þann 8. ágúst síðastliðinn,“ segir Ólafur Örn. „Matsnefndin gerði ekkert annað en að meta skólana eftir því verklagi sem ákveðið var í menntamálaráðuneytinu.“Ólafur Örn BragasonMatsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þrír skólar væru hæfir til að taka að sér lögreglunám á háskólastigi. Háskóli Íslands var talinn hæfastur. Matsnefndin skilaði þeim niðurstöðum inn til Ríkiskaupa og sú stofnun sendi svo menntamálaráðuneytinu niðurstöðurnar með þeim orðum að Ríkiskaup teldu það skynsamlegast að fara að niðurstöðum matsnefndarinnar. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þá miklu vinnu sem skólinn lagði í umsóknina hafa verið unna til einskis. „Mér þykir leitt að við höfum ekki fengið námið þar sem við vorum talin hæfust til þess. Við lögðum mikið í umsóknina og kölluðum fólk úr sumarfríum til að sinna þessu og því finnst okkur þessi mikla vinna unnin fyrir gýg,“ segir Jón Atli. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að með því að flytja lögreglunámið til Akureyrar opnist möguleikar en hefði samt sem áður viljað sjá námið áfram í Reykjavík. „Það er mín skoðun að ég hefði viljað sjá námið fara inn í HÍ. Hins vegar er fjarnámið við HA þannig uppbyggt að við getum menntað lögreglumenn alls staðar á landinu sem er kostur fyrir lögregluna.“Jón Atli Benediktsson„Ég er hrædd um að lögreglusiðirnir hverfi með því að færa námið á háskólastig. Það að mæta alltaf í einkennisbúningi í skólann, virða búninginn og standa rétt. Þetta er allt hluti af mikilli hefð innan lögregluskólans og því tel ég dapurlegt að ekki muni fleiri kynnast gamla góða lögregluskólanum,“ segir Birna Blöndal Sveinsdóttir sem útskrifast úr lögregluskólanum á morgun, í síðustu útskrift í sögu skólans. Áður en Birna hóf nám í lögregluskólanum lærði hún lögfræði við HA og er útskrifuð með meistarapróf í lögfræði frá skólanum. „Ég hefði ekki farið í lögreglunámið ef það hefði verið tveggja ára háskólanám ofan á það sem ég hef þegar menntað mig í. Að mínu mati hefði mátt styrkja lögregluskólann og það hefði verið hægt að gera án þess að kosta miklu til,“ segir Birna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira