Undrast að ekki var farið eftir mati nefndar Sveinn Arnarsson skrifar 25. ágúst 2016 10:00 Nám í valdbeitingu og forgangsakstri verður enn hjá lögreglu þrátt fyrir breytingar. Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, undrast að menntamálaráðherra hafi ekki farið eftir niðurstöðu þeirrar matsnefndar sem hann setti á laggirnar um nýtt lögreglunám á háskólastigi. Ólafur Örn var einn þeirra sem sátu í téðri matsnefnd. „Þessi ákvörðun ráðherra kom mér á óvart. Ég hefði haldið að ráðherra myndi fara eftir niðurstöðum matsnefndar. Matsnefndin var skipuð þann 20. júlí og við kláruðum okkar miklu vinnu þann 8. ágúst síðastliðinn,“ segir Ólafur Örn. „Matsnefndin gerði ekkert annað en að meta skólana eftir því verklagi sem ákveðið var í menntamálaráðuneytinu.“Ólafur Örn BragasonMatsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þrír skólar væru hæfir til að taka að sér lögreglunám á háskólastigi. Háskóli Íslands var talinn hæfastur. Matsnefndin skilaði þeim niðurstöðum inn til Ríkiskaupa og sú stofnun sendi svo menntamálaráðuneytinu niðurstöðurnar með þeim orðum að Ríkiskaup teldu það skynsamlegast að fara að niðurstöðum matsnefndarinnar. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þá miklu vinnu sem skólinn lagði í umsóknina hafa verið unna til einskis. „Mér þykir leitt að við höfum ekki fengið námið þar sem við vorum talin hæfust til þess. Við lögðum mikið í umsóknina og kölluðum fólk úr sumarfríum til að sinna þessu og því finnst okkur þessi mikla vinna unnin fyrir gýg,“ segir Jón Atli. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að með því að flytja lögreglunámið til Akureyrar opnist möguleikar en hefði samt sem áður viljað sjá námið áfram í Reykjavík. „Það er mín skoðun að ég hefði viljað sjá námið fara inn í HÍ. Hins vegar er fjarnámið við HA þannig uppbyggt að við getum menntað lögreglumenn alls staðar á landinu sem er kostur fyrir lögregluna.“Jón Atli Benediktsson„Ég er hrædd um að lögreglusiðirnir hverfi með því að færa námið á háskólastig. Það að mæta alltaf í einkennisbúningi í skólann, virða búninginn og standa rétt. Þetta er allt hluti af mikilli hefð innan lögregluskólans og því tel ég dapurlegt að ekki muni fleiri kynnast gamla góða lögregluskólanum,“ segir Birna Blöndal Sveinsdóttir sem útskrifast úr lögregluskólanum á morgun, í síðustu útskrift í sögu skólans. Áður en Birna hóf nám í lögregluskólanum lærði hún lögfræði við HA og er útskrifuð með meistarapróf í lögfræði frá skólanum. „Ég hefði ekki farið í lögreglunámið ef það hefði verið tveggja ára háskólanám ofan á það sem ég hef þegar menntað mig í. Að mínu mati hefði mátt styrkja lögregluskólann og það hefði verið hægt að gera án þess að kosta miklu til,“ segir Birna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, undrast að menntamálaráðherra hafi ekki farið eftir niðurstöðu þeirrar matsnefndar sem hann setti á laggirnar um nýtt lögreglunám á háskólastigi. Ólafur Örn var einn þeirra sem sátu í téðri matsnefnd. „Þessi ákvörðun ráðherra kom mér á óvart. Ég hefði haldið að ráðherra myndi fara eftir niðurstöðum matsnefndar. Matsnefndin var skipuð þann 20. júlí og við kláruðum okkar miklu vinnu þann 8. ágúst síðastliðinn,“ segir Ólafur Örn. „Matsnefndin gerði ekkert annað en að meta skólana eftir því verklagi sem ákveðið var í menntamálaráðuneytinu.“Ólafur Örn BragasonMatsnefndin komst að þeirri niðurstöðu að þrír skólar væru hæfir til að taka að sér lögreglunám á háskólastigi. Háskóli Íslands var talinn hæfastur. Matsnefndin skilaði þeim niðurstöðum inn til Ríkiskaupa og sú stofnun sendi svo menntamálaráðuneytinu niðurstöðurnar með þeim orðum að Ríkiskaup teldu það skynsamlegast að fara að niðurstöðum matsnefndarinnar. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þá miklu vinnu sem skólinn lagði í umsóknina hafa verið unna til einskis. „Mér þykir leitt að við höfum ekki fengið námið þar sem við vorum talin hæfust til þess. Við lögðum mikið í umsóknina og kölluðum fólk úr sumarfríum til að sinna þessu og því finnst okkur þessi mikla vinna unnin fyrir gýg,“ segir Jón Atli. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að með því að flytja lögreglunámið til Akureyrar opnist möguleikar en hefði samt sem áður viljað sjá námið áfram í Reykjavík. „Það er mín skoðun að ég hefði viljað sjá námið fara inn í HÍ. Hins vegar er fjarnámið við HA þannig uppbyggt að við getum menntað lögreglumenn alls staðar á landinu sem er kostur fyrir lögregluna.“Jón Atli Benediktsson„Ég er hrædd um að lögreglusiðirnir hverfi með því að færa námið á háskólastig. Það að mæta alltaf í einkennisbúningi í skólann, virða búninginn og standa rétt. Þetta er allt hluti af mikilli hefð innan lögregluskólans og því tel ég dapurlegt að ekki muni fleiri kynnast gamla góða lögregluskólanum,“ segir Birna Blöndal Sveinsdóttir sem útskrifast úr lögregluskólanum á morgun, í síðustu útskrift í sögu skólans. Áður en Birna hóf nám í lögregluskólanum lærði hún lögfræði við HA og er útskrifuð með meistarapróf í lögfræði frá skólanum. „Ég hefði ekki farið í lögreglunámið ef það hefði verið tveggja ára háskólanám ofan á það sem ég hef þegar menntað mig í. Að mínu mati hefði mátt styrkja lögregluskólann og það hefði verið hægt að gera án þess að kosta miklu til,“ segir Birna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira