Innlent

Prófa rafrænar þinglýsingar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Rafræn skjöl gætu tekið við af pappírsbunkum.
Rafræn skjöl gætu tekið við af pappírsbunkum. vísir/vilhelm

Í haust hefjast prófanir á rafrænum þinglýsingum, vonast er til þess að frumvarp um rafrænar þinglýsingar fari fyrir Alþingi í janúar og taki gildi 1. júní 2017. Þetta kom fram í máli Margrétar Hauksdóttur hjá Þjóðskrá hjá Haustráðstefnu Advania á föstudaginn.

Rafrænar þinglýsingar geta valdið þáttaskilum í heimi rafrænna löggerninga að mati Margrétar. Það sem fellur undir þetta eru fasteignir, ökutæki og skip. Í dag er þetta flókið kerfi, til að mynda er skrifað á þinglýst skjöl þegar skipt er um kröfuhafa. Eftir breytingar verður kröfuhöfum þinglýst rafrænt. Þinglýsingin mun þá eiga sér stað á sekúndum, ekki á mörgum dögum. Póstflutningar vegna þessa verða þá lagðir af. 

Fram kom í máli Margrétar að mikill vöxtur er í þinglýsingum. Fyrir hrun voru þinglýsingarnar flestar árið 2005 eða 92.721 talsins. Þær eru að taka kipp núna aftur eftir mikla lægð í hruninu og voru 38.776 í fyrra og á fyrstu sex mánuðum ársins voru þær 28.427. Þetta þýðir mikið álag á sýslumannsembættum, mest hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Ef yrði af rafrænum þinglýsingum eru hugmyndir um að eitt sýslumannsembætti sjái um þetta á landsvísu í staðinn fyrir öll níu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

7.200 skjöl bíða þinglýsingar sýslumanns

"Þetta er orðið svo mikið tjón" segir formaður Félags fasteignasala. Allt er stopp á fasteignamarkaðnum þar sem kaupsamningum hefur ekki verið þinglýst frá 1. apríl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.