7.200 skjöl bíða þinglýsingar sýslumanns Viktoría Hermannsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Öll þessi skjöl bíða þinglýsingar og það mun taka tíma að vinna niður bunkann þegar verkfalli lýkur. Fréttablaðið/Vilhelm Um 7.200 skjöl bíða þinglýsingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls félagsmanna BHM sem starfa hjá embættinu. Ekki er til nákvæm sundurliðun á tegund skjala en gera má ráð fyrir að meirihluti skjalanna tengist fasteignaviðskiptum. Engum samningum vegna fasteignakaupa hefur verið þinglýst frá því 1. apríl. „Þetta er auðvitað farið að valda miklum óþægindum, bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Þar sem kaupsamningum og lánaskjölum er ekki þinglýst meðan á verkfalli stendur eru lán vegna kaupa ekki greidd út af lánastofnunum á meðan. „Við höfum gripið til þess ráðs til að reyna að halda í horfinu, svo það hallist ekki á hjá kaupanda og seljanda, að fólk semji um það að greiðslur sem áttu að hafa borist beri þá 6 prósent vexti sem eru lægstu vextir miðað við vaxtatöflu Seðlabankans á óverðtryggðum lánum,“ segir Ingibjörg. „Fólk hefur sýnt þessu mikinn skilning og er sátt við þessa lausn miðað við aðstæður, hvorugur aðili getur haft áhrif á framgang mála,“ segir hún. Ingibjörg segir einkennilegt að bara lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu séu í verkfalli en ekki úti á landi og spyr hvers vegna verkfallinu sé ekki dreift milli embætta. „Hér bítur það grimmast. Maður trúir ekki öðru en að þetta fari að leysast. Annars þarf yfirvaldið að fara að grípa til einhverra ráðstafana því þetta er orðið svo mikið tjón. Bæði í þessum geira og víðar,“ segir hún. „Það er ekki í lagi að lama fjármálageirann með þessum hætti. Það má gera ráð fyrir að um 20 milljarðar sem varði kaupsamningsfjárhæðirnar séu í frystingu. Varlega áætlað eru 50 til 70 prósent af því lán sem standa föst,“ segir Ingibjörg. Það er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna upp þau mál sem bíða afgreiðslu eftir að verkfalli lýkur. Það eru þó ekki bara fasteignakaupendur og -seljendur sem lenda í vandræðum. Öll önnur erindi sem snúa að þinglýsingum bíða líka og hefur aðeins eitt mál fengið undanþágu hjá sérstakri undanþágunefnd. „Það mun taka tíma að vinna þetta niður,“ segir Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri og staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Mál eru móttekin þar sem starfsfólk í afgreiðslu og á skrifstofu er ekki í verkfalli en þau eru ekki afgreidd. „Það er allt stopp. Eina starfsemin sem er að mestu óbreytt er afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina,“ segir Þuríður. Verkfall 2016 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Um 7.200 skjöl bíða þinglýsingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls félagsmanna BHM sem starfa hjá embættinu. Ekki er til nákvæm sundurliðun á tegund skjala en gera má ráð fyrir að meirihluti skjalanna tengist fasteignaviðskiptum. Engum samningum vegna fasteignakaupa hefur verið þinglýst frá því 1. apríl. „Þetta er auðvitað farið að valda miklum óþægindum, bæði fyrir kaupendur og seljendur,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Þar sem kaupsamningum og lánaskjölum er ekki þinglýst meðan á verkfalli stendur eru lán vegna kaupa ekki greidd út af lánastofnunum á meðan. „Við höfum gripið til þess ráðs til að reyna að halda í horfinu, svo það hallist ekki á hjá kaupanda og seljanda, að fólk semji um það að greiðslur sem áttu að hafa borist beri þá 6 prósent vexti sem eru lægstu vextir miðað við vaxtatöflu Seðlabankans á óverðtryggðum lánum,“ segir Ingibjörg. „Fólk hefur sýnt þessu mikinn skilning og er sátt við þessa lausn miðað við aðstæður, hvorugur aðili getur haft áhrif á framgang mála,“ segir hún. Ingibjörg segir einkennilegt að bara lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu séu í verkfalli en ekki úti á landi og spyr hvers vegna verkfallinu sé ekki dreift milli embætta. „Hér bítur það grimmast. Maður trúir ekki öðru en að þetta fari að leysast. Annars þarf yfirvaldið að fara að grípa til einhverra ráðstafana því þetta er orðið svo mikið tjón. Bæði í þessum geira og víðar,“ segir hún. „Það er ekki í lagi að lama fjármálageirann með þessum hætti. Það má gera ráð fyrir að um 20 milljarðar sem varði kaupsamningsfjárhæðirnar séu í frystingu. Varlega áætlað eru 50 til 70 prósent af því lán sem standa föst,“ segir Ingibjörg. Það er ljóst að töluverðan tíma mun taka að vinna upp þau mál sem bíða afgreiðslu eftir að verkfalli lýkur. Það eru þó ekki bara fasteignakaupendur og -seljendur sem lenda í vandræðum. Öll önnur erindi sem snúa að þinglýsingum bíða líka og hefur aðeins eitt mál fengið undanþágu hjá sérstakri undanþágunefnd. „Það mun taka tíma að vinna þetta niður,“ segir Þuríður Árnadóttir, sviðsstjóri og staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Mál eru móttekin þar sem starfsfólk í afgreiðslu og á skrifstofu er ekki í verkfalli en þau eru ekki afgreidd. „Það er allt stopp. Eina starfsemin sem er að mestu óbreytt er afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina,“ segir Þuríður.
Verkfall 2016 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira