Bieber hélt tvenna tónleika í Kórnum í Kópavogi á fimmtudaginn og föstudaginn og fóru yfir 35 þúsund manns á tónleikana hér á landi.
Justin Bieber dvaldi á Suðurlandinu á meðan hann var hér á landi en hann lenti á einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli á miðvikudaginn síðastliðin. Tónlistarmaðurinn fór meðal annars í Bláa Lónið og drakk þar bláan Gatorade.
Myndir náðust af Justin Bieber á Ibiza í gær og er það því orðið ljóst að hann er farinn af landinu.