Bein útsending: Aðdáendur Justin Bieber streyma í Kórinn
Útisvæðið fyrir utan Kórinn opnar klukkan 16:00 og verður opnað inn í Kórinn sjálfan klukkan fimm. Þessi 22 ára ára Kanadamaður lenti á Reykjavíkurflugvelli um hádegisbilið í gær og mættu um hundrað Íslendingar, aðallega táningsstúlkur, á svæðið til að sjá goðið með eigin augum.
Vísir var með beina útsendingu frá flugvellinum og verður útsendingin í dag með svipuðu sniði. Hér að ofan má horfa á beina útsendingu frá Kórnum í Kópavogi en fréttamennirnir Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Stefán Árni Pálsson munu sjá um útsendinguna.
Tengdar fréttir

Sjáðu sviðið og farðu baksviðs hjá Bieber - Myndband
Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær.

Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins
Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð.

Bieber tók hokkíkylfurnar með, leigði Skautahöllina en mætti svo ekki
Söngvarinn tók höllina á leigu frá klukkan 21 í gærkvöldi en færa þurfti til æfingu hjá hóp stúlkna sem æfa listdans á skautum.

Justin Bieber yfirgaf Reykjavíkurflugvöll í þyrlu
Skíði og hjólabretti voru með í för.

Hversu vel þekkir þú Bieber?
Vísir útbjó próf til að kanna Bieber þekkingu Íslendinga.

Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“
Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur.

Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“
Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun.

Bein útsending: Justin Bieber lendir í Reykjavík
Poppstjarnan lendir á Reykjavíkurflugvelli í dag.