Lífið

Bein útsending: Aðdáendur Justin Bieber streyma í Kórinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Justin Bieber heldur tónleika í Kórnum í Kópavogi í kvöld og verður Vísir með beina útsendingu frá tónleikasvæðinu frá um klukkan 15:30. Bieber er ein stærsta poppstjarna heims í dag og sennilega sú stærsta.

Útisvæðið fyrir utan Kórinn opnar klukkan 16:00 og verður opnað inn í Kórinn sjálfan klukkan fimm. Þessi 22 ára ára Kanadamaður lenti á Reykjavíkurflugvelli um hádegisbilið í gær og mættu um hundrað Íslendingar, aðallega táningsstúlkur, á svæðið til að sjá goðið með eigin augum.

Vísir var með beina útsendingu frá flugvellinum og verður útsendingin í dag með svipuðu sniði. Hér að ofan má horfa á beina útsendingu frá Kórnum í Kópavogi en fréttamennirnir Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Stefán Árni Pálsson munu sjá um útsendinguna.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.