Lífið

Justin Bieber: „Ísland, ég elska þig“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Justin Bieber söng í tvígang fyrir svo til fullum Kór.
Justin Bieber söng í tvígang fyrir svo til fullum Kór. Vísir/Hanna
Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber virðist vera ánægður með íslenska tónleikagesti á tvennum tónleikum kappans í Kórnum í Kópavogi ef marka má skilaboð sem hann sendi landsmönnum á Twitter-reikningi sínum.

Skilaboðin voru einföld og má sjá þau hér að neðan. „Ísland, ég elska þig,“ segir Bieber og hafa tæplega sextíu þúsund manns líkað við tístið.

Á milli þrjátíu og fjörutíu þúsund manns sóttu tónleika Bieber á fimmtudag og föstudag sem er einsdæmi þegar tónleikar á Íslandi eru annars vegar. Skipulag virðist hafa gengið nokkuð vel og engin alvarleg mál sem komu upp.

Skiptar skoðanir hafa verið á frammistöðu Bieber á tónleikunum. Gagnrýnandi Vísis gaf tónleikunum á fimmtudag fjórar stjörnur af fimm og fulltrúi Vísis, sem fór á báða tónleikana sagði Bieber hafa staðið sig betur á föstudagskvöldinu en kvöldið á undan.

Margir hafa pirrað sig á því hve mikið Bieber „mæmaði“ á tónleikunum. Þá sendi gagnrýnandi Grapevine Justin Bieber tóninn og sagðist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með tónleikana. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.