Lífið

Justin Bieber skaut nýtt myndband á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega flott myndband.
Virkilega flott myndband.
Justin Bieber var hér á landi í síðustu viku og hélt tvenna tónleika í Kórnum í Kópavoginum.

Með honum í för var mikið teymi og fjölmargir dansarar. Ferðin var nýtt til þess að taka upp nýtt myndband við lagið Cold Water sem er með Major Lazer, Justin Bieber og MØ. Alls unnu tuttugu manns að gerð myndbandsins en Matt Baron leikstýrði því.

Íslenski kvikmyndagerðamaðurinn Unnar Helgi Daníelsson var meðal framleiðenda myndbandsins sem er allt tekið upp á Íslandi.

Tökustaðirnir voru Sólheimajökull, Eldhraun, Sólheimasandur, Dyrhólaey og Skógafoss. Alls tók fjóra daga að skjóta myndbandið.

Justin Bieber hefur góða reynslu af því að nota aðeins dansara í myndböndum sínum. Dansarar hans koma við sögu í myndbandinu við lagið Sorry sem er orðið vinsælasta myndband Bieber á YouTube.

Fyrir ári síðan var Justin Bieber staddur hér á landi og þá tók hann upp myndbandi við lagið I'll Show You. Má leiða líkur að því að nýja myndbandið sé undir áhrifum þess en hér að neðan má sjá bæði myndböndin við Cold Water og I'll Show You.

Cold Water. Nýja myndbandið sem var tekið upp í byrjun mánaðarins. I'll Show You. Íslandsóðurinn sem Bieber tók upp í september í fyrra.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.