Innlent

Karlmaður dó í flugi Wow Air á leið til Íslands: Farþegar reyndu fyrstu hjálp

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn var í flugi Wow Air á leið frá Frankfurt til Keflavíkur.
Maðurinn var í flugi Wow Air á leið frá Frankfurt til Keflavíkur. Vísir/vilhelm
Erlendur karlmaður um sjötugt lést um borð í farþegaþotu frá Wow-Air í gær. Nútíminn greindi fyrst frá málinu en þotan var á leið með farþega frá Frankfurt í Þýskalandi til Keflavíkur. Maðurinn var á leiðinni til Bandaríkjanna frá Frankfurt með millilendingu á Íslandi.

Í samtali við Vísi segist lögreglan á Suðurnesjum hafa verið með töluverðan viðbúnað á Keflavíkurflugvelli vegna málsins. Var farið beint um borð í þotuna við lendingu ásamt lækni þar sem maðurinn var úrskurðaður látinn. Hjúkrunarfræðingur og læknanemi sem voru farþegar í þessu flugi höfðu reynt fyrstu hjálp á manninum sem bar ekki árangur. Maðurinn verður krufinn hér á landi og liggur því dánarorsökin ekki fyrir að svo stöddu.

Lögreglan telur að dauða mannsins hafi ekki borið að með saknæmum hætti.

Ekki hafa fengist fregnir af því hvort farþegum í þessu flugi hafi verið boðin áfallahjálp vegna málsins.

Uppfært kl. 12:31

Samkvæmt upplýsingum frá Wow Air þá hafa allir farþegar þessa flugs fengið tölvupóst þar sem þeim er boðin áfallahjálp frá Rauða krossinum. Þá segir Wow Air mikið hafa mætt á flugliðum sínum við endurlífgunartilraunir á manninum. Brugðust þeir fyrstir við og beittu hjartahnoði á manninn. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.