Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2016 21:15 Hreindýr hafa í sumar haldið sig í byggð á tveimur stöðum í Breiðdal, við Breiðdalsvík og Heydali. Þessi hegðun þykir afar óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt hátt uppi á fjöllum og víðsfjarri mannabyggðum um þetta leyti árs. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Gunnlaug Stefánsson, sóknarprest og fyrrverandi alþingismann í Heydölum. Ferðamenn á leið um Breiðdal í sumar hafa rekið upp stór augu að sjá óvænt hreindýr rétt við þjóðveginn. Tvo tarfa sáum við í fjörunni rétt utan við Breiðdalsvík í landi Snæhvamms. Ferðamenn standast ekki mátið að stíga út úr bílnum og ná af þeim myndum. Það vakti athygli okkar hvað hreindýrin voru spök og létu ferðamennina ekkert trufla sig. Þegar við svo ókum inn í sveitina sáum við aðra tvo tarfa við kirkjustaðinn Heydali. Sóknarpresturinn Gunnlaugur Stefánsson segir okkur að dýrin hafi haldið sig á túnum prestssetursins í allt sumar. „Þetta er nýtt að við skulum hafa þau hér yfir sumartímann, hérna bara alveg við bæinn, bókstaflega, vegna þess að þau eru hérna bara við húsdyrnar mínar á morgnana þegar ég kem út,” segir Gunnlaugur.Þessir tveir tarfar hafa haldið sig við prestssetrið í Heydölum í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Um þetta leyti árs eru hreindýrin yfirleitt stygg og halda sig á fjöllum Austurlands og fjarri mannabyggðum. Þau eru hins vegar gæfari yfir vetrartímann og koma þá oft til byggða. „Venjulega eru hér í kringum okkur síðla vetrar hátt í hundrað dýr, sem eru hérna í kring, - á túnunum í kringum bæinn. Þessir tveir tarfar urðu viðskila við hópinn og fóru ekki til fjalla með þeim og hafa verið hér síðan, og eru miklir vinir okkar, og eru til þess að gera bara spakir. Okkur finnst við þekkja þá, og þeir þekkja okkur, - finnst okkur, - allavega bílana okkar. Þegar við keyrum framhjá þeim á okkar bílum þá haggast þeir ekki. Og veri þeir bara hjartanlega velkomnir að vera hér áfram,” segir presturinn og þingmaðurinn fyrrverandi.Hreindýr hafa verið á beit í fjörunni við Breiðdalsvík, skammt frá þjóðveginum, ferðamönnum til ómældrar ánægju.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Með heila hreindýrahjörð í garðinum "Það fyrsta sem ég sá í gæmorgun var hreindýrshaus við gluggann hjá mér. Það var óneitanlega svolítið skrýtið.“ 24. apríl 2016 13:37 Keyrt á þrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári Lögreglumaður á Höfn segir bílstjóra þurfa að láta lögreglu vita ef þeir keyra á dýr. Keyrt var á 105 kindur í sýslunni í fyrrasumar. 9. febrúar 2016 16:53 Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit Fjögur hreindýr dauð við þjóðveginn milli Hafnar og Jökulsárlóns. 9. febrúar 2016 11:03 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Hreindýr hafa í sumar haldið sig í byggð á tveimur stöðum í Breiðdal, við Breiðdalsvík og Heydali. Þessi hegðun þykir afar óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt hátt uppi á fjöllum og víðsfjarri mannabyggðum um þetta leyti árs. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Gunnlaug Stefánsson, sóknarprest og fyrrverandi alþingismann í Heydölum. Ferðamenn á leið um Breiðdal í sumar hafa rekið upp stór augu að sjá óvænt hreindýr rétt við þjóðveginn. Tvo tarfa sáum við í fjörunni rétt utan við Breiðdalsvík í landi Snæhvamms. Ferðamenn standast ekki mátið að stíga út úr bílnum og ná af þeim myndum. Það vakti athygli okkar hvað hreindýrin voru spök og létu ferðamennina ekkert trufla sig. Þegar við svo ókum inn í sveitina sáum við aðra tvo tarfa við kirkjustaðinn Heydali. Sóknarpresturinn Gunnlaugur Stefánsson segir okkur að dýrin hafi haldið sig á túnum prestssetursins í allt sumar. „Þetta er nýtt að við skulum hafa þau hér yfir sumartímann, hérna bara alveg við bæinn, bókstaflega, vegna þess að þau eru hérna bara við húsdyrnar mínar á morgnana þegar ég kem út,” segir Gunnlaugur.Þessir tveir tarfar hafa haldið sig við prestssetrið í Heydölum í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Um þetta leyti árs eru hreindýrin yfirleitt stygg og halda sig á fjöllum Austurlands og fjarri mannabyggðum. Þau eru hins vegar gæfari yfir vetrartímann og koma þá oft til byggða. „Venjulega eru hér í kringum okkur síðla vetrar hátt í hundrað dýr, sem eru hérna í kring, - á túnunum í kringum bæinn. Þessir tveir tarfar urðu viðskila við hópinn og fóru ekki til fjalla með þeim og hafa verið hér síðan, og eru miklir vinir okkar, og eru til þess að gera bara spakir. Okkur finnst við þekkja þá, og þeir þekkja okkur, - finnst okkur, - allavega bílana okkar. Þegar við keyrum framhjá þeim á okkar bílum þá haggast þeir ekki. Og veri þeir bara hjartanlega velkomnir að vera hér áfram,” segir presturinn og þingmaðurinn fyrrverandi.Hreindýr hafa verið á beit í fjörunni við Breiðdalsvík, skammt frá þjóðveginum, ferðamönnum til ómældrar ánægju.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Með heila hreindýrahjörð í garðinum "Það fyrsta sem ég sá í gæmorgun var hreindýrshaus við gluggann hjá mér. Það var óneitanlega svolítið skrýtið.“ 24. apríl 2016 13:37 Keyrt á þrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári Lögreglumaður á Höfn segir bílstjóra þurfa að láta lögreglu vita ef þeir keyra á dýr. Keyrt var á 105 kindur í sýslunni í fyrrasumar. 9. febrúar 2016 16:53 Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit Fjögur hreindýr dauð við þjóðveginn milli Hafnar og Jökulsárlóns. 9. febrúar 2016 11:03 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Með heila hreindýrahjörð í garðinum "Það fyrsta sem ég sá í gæmorgun var hreindýrshaus við gluggann hjá mér. Það var óneitanlega svolítið skrýtið.“ 24. apríl 2016 13:37
Keyrt á þrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári Lögreglumaður á Höfn segir bílstjóra þurfa að láta lögreglu vita ef þeir keyra á dýr. Keyrt var á 105 kindur í sýslunni í fyrrasumar. 9. febrúar 2016 16:53
Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit Fjögur hreindýr dauð við þjóðveginn milli Hafnar og Jökulsárlóns. 9. febrúar 2016 11:03