Yfirburðasigur formannsins í Norðausturkjördæmi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 17. september 2016 19:00 Formaður Framsóknarflokksins segist finna fyrir miklum stuðningi innan flokks sem utan og er bjartsýnn á gengi sitt í formannskjöri og flokksins fyrir næstu kosningar. Hann var kosinn til forystu í kjördæmi sínu í dag með yfirburðar fylgi. En Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir sætinu hefur ekki trú á framhaldinu og yfirgaf kjördæmisþing eftir að hafa tapað fyrir formanninum. Mikil spenna var fyrir kjördæmaþingi Framsóknarmanna á Norðausturlandi í dag. Um 370 Framsóknarmenn eru skráðir í félögin í kjördæminu. 238 þeirra mættu á kjördæmaþingið til þess að greiða atkvæði um oddvita sætið. Svæðið er heimavígi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins en þrír aðrir þingmenn buðu sig fram gegn honum á þinginu. Úrslitin um oddvitasætið í Norðausturkjördæmi Framsóknarmanna voru tilkynnt hér á Skjólbrekku í Mývatnssveit laust fyrir klukkan eitt í dag. Þar kom í ljós að Sigmundur Davíð fékk yfirburðarkosningu en Höskuldur Þórhallsson óskaði ekki eftir öðru sæti á listanum. Niðurstaðan í kosningu um fyrsta sætið var á þessa leið: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 170 atkvæði eða 72,34% Þórunn Egilsdóttir hafnaði í öðru sæti með 39 atkvæði eða 16,60% Höskuldur Þórhallsson lenti í þriðja sæti með 24 atkvæði eða 10,21% og Líneik Anna Sævarsdóttir fékk einungis 2 atkvæði eða 0,85%. Auðir og ógildir seðlar voru þrír. Eftir að úrslit lágu fyrir tilkynnti Höskuldur að hann myndi ekki gefa kost á sér í annað sæti á listanum og í framhaldinu yfirgaf hann fundinn „Niðurstaðan liggur fyrir en hún var vissulega vonbrigði,“ sagði Höskuldur Þórhallsson.Afhverju ákvaðstu að taka ekki annað sæti á listanum?„Vegna þess að ég hef ekki trú á framhaldinu. Það er nú bara einföld ástæða fyrir því,“ sagði Höskuldur. Höfuðvígi Höskuldar í kjördæminu er Akureyrarsvæðið en dræm mæting þaðan var á þingið. „Fólk hafði einhvern veginn ekki trú á því sem væri í gangi í flokknum,“ sagði Höskuldur. Niðurstaða kosninganna voru afgerandi fyrir Sigmund Davíð og mun betri en hann átti von á. „Þetta var töluvert meiri stuðningur heldur en fyrir fjórum árum og þá voru bara tveir í framboði um fyrsta sætið. Þannig að ég er bara fyrst og fremst gríðarlega þakklátur og hlakka núna til framhaldsins, hlakka til kosningabaráttunnar ég held að þetta muni hjálpa okkur í þeirri baráttu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Styrkir þetta stöðu þína í formannsframboðinu? „Ég á ekki von á öðru en að þetta heldur hjálpi til með það. Það hefði verið verra ef þetta hefði farið á hinn veginn hér,“ sagði Sigmundur. Og niðurstaðan á kjördæmaþinginu eftir að kosið hafði verið í öll sæti er á þessa leið: 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2. Þórunn Egilsdóttir 3. Líneik Anna Sævarsdóttir 4. Sigfús Karlsson 5. Margrét Jónsdóttir „Já ég er bjartsýnn bæði á flokksþingið hjá okkur þó maður taki ekki neinu sem gefnu í pólitíkinni,“ segir Sigmundur.Hefur verið rætt við þig eða þrýst á þig að draga formannsframboðið til baka?„Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig, hvorki í mínum flokki né í samfélaginu almennt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vilja hafa einhvern annan í þessari stöðu og það er ekkert nýtt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segist finna fyrir miklum stuðningi innan flokks sem utan og er bjartsýnn á gengi sitt í formannskjöri og flokksins fyrir næstu kosningar. Hann var kosinn til forystu í kjördæmi sínu í dag með yfirburðar fylgi. En Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir sætinu hefur ekki trú á framhaldinu og yfirgaf kjördæmisþing eftir að hafa tapað fyrir formanninum. Mikil spenna var fyrir kjördæmaþingi Framsóknarmanna á Norðausturlandi í dag. Um 370 Framsóknarmenn eru skráðir í félögin í kjördæminu. 238 þeirra mættu á kjördæmaþingið til þess að greiða atkvæði um oddvita sætið. Svæðið er heimavígi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins en þrír aðrir þingmenn buðu sig fram gegn honum á þinginu. Úrslitin um oddvitasætið í Norðausturkjördæmi Framsóknarmanna voru tilkynnt hér á Skjólbrekku í Mývatnssveit laust fyrir klukkan eitt í dag. Þar kom í ljós að Sigmundur Davíð fékk yfirburðarkosningu en Höskuldur Þórhallsson óskaði ekki eftir öðru sæti á listanum. Niðurstaðan í kosningu um fyrsta sætið var á þessa leið: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 170 atkvæði eða 72,34% Þórunn Egilsdóttir hafnaði í öðru sæti með 39 atkvæði eða 16,60% Höskuldur Þórhallsson lenti í þriðja sæti með 24 atkvæði eða 10,21% og Líneik Anna Sævarsdóttir fékk einungis 2 atkvæði eða 0,85%. Auðir og ógildir seðlar voru þrír. Eftir að úrslit lágu fyrir tilkynnti Höskuldur að hann myndi ekki gefa kost á sér í annað sæti á listanum og í framhaldinu yfirgaf hann fundinn „Niðurstaðan liggur fyrir en hún var vissulega vonbrigði,“ sagði Höskuldur Þórhallsson.Afhverju ákvaðstu að taka ekki annað sæti á listanum?„Vegna þess að ég hef ekki trú á framhaldinu. Það er nú bara einföld ástæða fyrir því,“ sagði Höskuldur. Höfuðvígi Höskuldar í kjördæminu er Akureyrarsvæðið en dræm mæting þaðan var á þingið. „Fólk hafði einhvern veginn ekki trú á því sem væri í gangi í flokknum,“ sagði Höskuldur. Niðurstaða kosninganna voru afgerandi fyrir Sigmund Davíð og mun betri en hann átti von á. „Þetta var töluvert meiri stuðningur heldur en fyrir fjórum árum og þá voru bara tveir í framboði um fyrsta sætið. Þannig að ég er bara fyrst og fremst gríðarlega þakklátur og hlakka núna til framhaldsins, hlakka til kosningabaráttunnar ég held að þetta muni hjálpa okkur í þeirri baráttu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Styrkir þetta stöðu þína í formannsframboðinu? „Ég á ekki von á öðru en að þetta heldur hjálpi til með það. Það hefði verið verra ef þetta hefði farið á hinn veginn hér,“ sagði Sigmundur. Og niðurstaðan á kjördæmaþinginu eftir að kosið hafði verið í öll sæti er á þessa leið: 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 2. Þórunn Egilsdóttir 3. Líneik Anna Sævarsdóttir 4. Sigfús Karlsson 5. Margrét Jónsdóttir „Já ég er bjartsýnn bæði á flokksþingið hjá okkur þó maður taki ekki neinu sem gefnu í pólitíkinni,“ segir Sigmundur.Hefur verið rætt við þig eða þrýst á þig að draga formannsframboðið til baka?„Það eru auðvitað aldrei allir sammála um neinn í stjórnmálum og það hafa aldrei allir verið sammála um mig, hvorki í mínum flokki né í samfélaginu almennt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vilja hafa einhvern annan í þessari stöðu og það er ekkert nýtt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira