Skytturnar fimm frá Íslandi Benedikt Bóas skrifar 19. september 2016 07:45 Frá vinstri. Elsa Blöndal Sigfúsdóttir, María Anna Clausen, Bára Einarsdóttir, Guðrún Hafberg og Harpa Hlín Þórðardóttir. vísir/gva Fimm konur munu halda til Eistlands í október til að skjóta elgi. Töluverð vakning er meðal kvenna í skotveiði hér á landi og er til virkur hópur veiðikvenna. „Við finnum fyrir miklum áhuga kvenna á að fara í veiðiferðir og margar sem hafa lengi hugsað um að taka skotvopnaleyfið eru að gera það um þessar mundir.“ segir Harpa Hlín Þórðardóttir, ein af fimmmenningunum. Harpa er annar eigandi Iceland Outfitters sem er veiðiferðaskrifstofa sem skipuleggur að mestu laxveiðiferðir erlendra ferðamanna en nú skipuleggur hún skotveiðiferð. „Við förum fimm, allar vanar því að skjóta en komnar mislangt í skotveiðinni. Það er mjög lærdómsríkt að fara í svona veiðiferð, við lærum inn á siði og veiðivenjur, að umgangast skóginn og bráðina og svo margt fleira. Við kynnumst líka vel veiðikonum frá öðrum löndum og erum í sambandi við nokkrar þeirra.“ Konurnar fá ekki að flytja kjötið inn til landsins, það verður eftir hjá leiðsögumönnunum. Horn og kúpur eru þó hreinsaðar og sendar yfir hafið. Harpa stofnaði kvennaveiðihóp sem kallast T&T international í fyrra ásamt Elsu Blöndal og Maríu Önnu Clausen í kringum ferð til Eistlands í fyrra. „Þá fórum við tvo daga í einkaveiði, og okkar hópur sameinaðist svo árlegri veiðiferð sem eistneskar konur halda. Þar voru um 50 konur í svokallaðri rekstrarveiði í einn dag. Þó ekki hafi verið mikið um dýr á svæðinu var þetta ljómandi skemmtilegt og heppnaðist vel. Ferðin okkar var tekin upp af eistneskri sjónvarpsstöð og fylgdu myndatökumenn okkur allan tímann og var afraksturinn svo sýndur í tveimur þáttum þar í landi.“ Harpa byrjaði að veiða ung að árum með föður sínum en áhuginn á veiði kviknaði þegar hún fór fyrst í fluguveiði fyrir lax. „Mér finnst mjög gaman að prófa nýja hluti og hef prófað ýmsar tómstundir en ekkert hefur gripið mig eins og veiðin, og þá bæði stangveiðin og skotveiðin. Fyrsta laxinn fékk ég sumarið 2000 en síðan þá hef ég aldrei veitt á annað en flugu. Nokkrum árum seinna skaut ég svo fyrsta dýrið mitt. Það má segja að með fyrsta laxinum og svo aftur með fyrsta dýrinu sem ég skaut, hafi opnast nýjar gáttir í mínu lífi. Veiðin var aldrei eitthvað sem mig hafði dreymt um að gera og mér fannst meira að segja ólíklegt að hún væri fyrir mig. Það var ekki fyrr en sigurtilfinningin við að ná bráðinni tók völdin að ég vissi að ég hafði fundið eitthvað sem ég vildi halda áfram að gera.“ Ferðin í ár er með svipuðu sniði og í fyrra. Tveir dagar munu fara í svokallaða „stalking“ og „calling“ veiði áður en haldið verður í rekstrarveiði með eistneskum vinkonum þeirra. „T&T international er opinn hópur fyrir konur sem hafa áhuga á veiði og er öllum veiðikonum frjálst að slást í hópinn. Ástæða þess að hann var stofnaður var að okkur fannst vanta að einfalda veiðikonum að taka þá ákvörðun að fara í veiðiferðir á sínum forsendum. Markmiðin okkar eru að finna góða og skemmtilega veiði á sem hagstæðustu kjörum. Við erum misreyndar og til að mynda í fyrstu ferðina okkar kom með kona sem vildi finna út hvort þetta væri eitthvað sem hentaði henni, hún skaut ekki heldur tók þátt í rekstrinum og fylgdi okkur í veiðinni. Hún skaut svo fyrsta dýrið sitt í vor og er á fullu að skipuleggja næstu veiðiferðir,“ segir Harpa. Hópurinn heldur sambandi í gegnum Facebook í hópnum Veiðikonur Íslands.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Fimm konur munu halda til Eistlands í október til að skjóta elgi. Töluverð vakning er meðal kvenna í skotveiði hér á landi og er til virkur hópur veiðikvenna. „Við finnum fyrir miklum áhuga kvenna á að fara í veiðiferðir og margar sem hafa lengi hugsað um að taka skotvopnaleyfið eru að gera það um þessar mundir.“ segir Harpa Hlín Þórðardóttir, ein af fimmmenningunum. Harpa er annar eigandi Iceland Outfitters sem er veiðiferðaskrifstofa sem skipuleggur að mestu laxveiðiferðir erlendra ferðamanna en nú skipuleggur hún skotveiðiferð. „Við förum fimm, allar vanar því að skjóta en komnar mislangt í skotveiðinni. Það er mjög lærdómsríkt að fara í svona veiðiferð, við lærum inn á siði og veiðivenjur, að umgangast skóginn og bráðina og svo margt fleira. Við kynnumst líka vel veiðikonum frá öðrum löndum og erum í sambandi við nokkrar þeirra.“ Konurnar fá ekki að flytja kjötið inn til landsins, það verður eftir hjá leiðsögumönnunum. Horn og kúpur eru þó hreinsaðar og sendar yfir hafið. Harpa stofnaði kvennaveiðihóp sem kallast T&T international í fyrra ásamt Elsu Blöndal og Maríu Önnu Clausen í kringum ferð til Eistlands í fyrra. „Þá fórum við tvo daga í einkaveiði, og okkar hópur sameinaðist svo árlegri veiðiferð sem eistneskar konur halda. Þar voru um 50 konur í svokallaðri rekstrarveiði í einn dag. Þó ekki hafi verið mikið um dýr á svæðinu var þetta ljómandi skemmtilegt og heppnaðist vel. Ferðin okkar var tekin upp af eistneskri sjónvarpsstöð og fylgdu myndatökumenn okkur allan tímann og var afraksturinn svo sýndur í tveimur þáttum þar í landi.“ Harpa byrjaði að veiða ung að árum með föður sínum en áhuginn á veiði kviknaði þegar hún fór fyrst í fluguveiði fyrir lax. „Mér finnst mjög gaman að prófa nýja hluti og hef prófað ýmsar tómstundir en ekkert hefur gripið mig eins og veiðin, og þá bæði stangveiðin og skotveiðin. Fyrsta laxinn fékk ég sumarið 2000 en síðan þá hef ég aldrei veitt á annað en flugu. Nokkrum árum seinna skaut ég svo fyrsta dýrið mitt. Það má segja að með fyrsta laxinum og svo aftur með fyrsta dýrinu sem ég skaut, hafi opnast nýjar gáttir í mínu lífi. Veiðin var aldrei eitthvað sem mig hafði dreymt um að gera og mér fannst meira að segja ólíklegt að hún væri fyrir mig. Það var ekki fyrr en sigurtilfinningin við að ná bráðinni tók völdin að ég vissi að ég hafði fundið eitthvað sem ég vildi halda áfram að gera.“ Ferðin í ár er með svipuðu sniði og í fyrra. Tveir dagar munu fara í svokallaða „stalking“ og „calling“ veiði áður en haldið verður í rekstrarveiði með eistneskum vinkonum þeirra. „T&T international er opinn hópur fyrir konur sem hafa áhuga á veiði og er öllum veiðikonum frjálst að slást í hópinn. Ástæða þess að hann var stofnaður var að okkur fannst vanta að einfalda veiðikonum að taka þá ákvörðun að fara í veiðiferðir á sínum forsendum. Markmiðin okkar eru að finna góða og skemmtilega veiði á sem hagstæðustu kjörum. Við erum misreyndar og til að mynda í fyrstu ferðina okkar kom með kona sem vildi finna út hvort þetta væri eitthvað sem hentaði henni, hún skaut ekki heldur tók þátt í rekstrinum og fylgdi okkur í veiðinni. Hún skaut svo fyrsta dýrið sitt í vor og er á fullu að skipuleggja næstu veiðiferðir,“ segir Harpa. Hópurinn heldur sambandi í gegnum Facebook í hópnum Veiðikonur Íslands.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira