Erlent

Fjölmargir látnir í árás liðsmanna Boko Haram

Atli Ísleifsson skrifar
Árásir liðsmanna Boko Haram hafa verið tíðar í norðurhluta Nígeríu síðustu árin.
Árásir liðsmanna Boko Haram hafa verið tíðar í norðurhluta Nígeríu síðustu árin. Vísir/AFP
Átta manns hið minnsta létust í árás fyrir utan kirkju í norðausturhluta Nígeríu í gær. Talið er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram beri ábyrgð á árásinni.

Árásin átti sér stað eftir guðsþjónustu í bænum Kwamjilari, nærri Chibok þar sem liðsmenn Boko Haram rændu rúmlega tvö hundruð skólastúlkum árið 2014.

„Nokkrir kirkjugesta urðu eftir fyrir utan kirkjuna þegar vopnaðir menn hófu þar skothríð,“ segir Luka Damina frá nágrannabænum Kautikeri, þangað sem margir flúðu eftir árásina.

Árásir liðsmanna Boko Haram hafa verið tíðar í norðurhluta Nígeríu síðustu árin. Í frétt SVT kemur fram að fyrir um mánuði hafi tíu manns fallið og þrettán verið rænt í árás liðsmanna Boko Haram.


Tengdar fréttir

Börn á hrakningi vegna Boko Haram

Milljónir manna eiga um sárt að binda í löndunum fjórum umhverfis Tsjad-vatn vegna ógnarverka Boko Haram samtakanna undanfarin ár. Hundruð þúsunda barna eiga við vannæringu að stríða.

Boko Haram birta nýtt myndband af Chibok-stúlkunum

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa birt nýtt myndband þar sem um 50 Chibok-stúlkur sjást en samtökin rændu hátt 276 stúlkum úr skóla í bænum Chibok í Nígeríu í apríl 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×