Segir fíkniefnaneyslu normalíseraða á NOVA-snappinu Ásgeir Erlendsson skrifar 3. september 2016 13:58 Skjáskot úr NOVA-snappinu. Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að með þessu sé verið að normalísera fíkniefnaneyslu og slíkt hafi áhrif á ungar og óharðnaðar sálir. Símafyrirtækið Nova birti í nótt myndbönd af gleðskap ungra stúlkna á Snapchat aðgangi sínum þar sem stúlkurnar sjást sýna fíkniefni á borði og neyta þeirra. Ein þeirra setur upp í sig töflu sem líkist e-pillu og í lok myndbandaraðarinnar sést stúlkan kasta upp.Segja fyrirtækiðhafa gengiðof langtMikil umræða hefur skapast á netinu vegna málsins enda eru börn stór hluti þeirra sem fylgjast með Snapchat aðgangi fyrirtækisins. Á heimasíðu Nova kemur fram að myndböndin séu liður í markaðssetningu á kvikmyndinni Eiðurinn en á Snapchat aðgangi Nova kemur engin aðvörun fram sem segir að um markaðssetningu sé að ræða. Foreldrar sem hringt hafa inn á fréttastofu í morgun segja fyrirtækið hafa gengið of langt.Vísir/GVAEkki heppilegt fyrir börnHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir verkefninu SAFT, sem er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun, segir efni sem þetta ekki heppilegt fyrir börn sem séu stór hluti þeirra sem horft hafa á myndböndin í morgun. „Það sem við höfum heyrt af þessu þá er þetta ekki heppilegt efni fyrir unga notendur og það eru nú margir sem nýta sér þjónustu NOVA. Hver svo sem tilgangurinn er – auglýsa mynd eða hvaðþað er –þá er þetta ekki heppilegt myndefni fyrir unga krakka eða unglinga. Þetta er eitthvað sem þyrfti aðíhuga betur.“Er verið að normalísera fíkniefnaneyslu meðþessu?„Það má að vissu leyti segja þaðþví að allt það sem við setjum fram, óritskoðað og eins og þetta sé eðlilegur hlutur, hefur áhrif á ungar og óharðnaðar sálir. Þaðþarf að velta fyrir sér hvað sé verið að leggja á borð. Það er ástæða fyrir því að við erum með kvikmyndaeftirlit, myndir eru bannaðar og reynt að flokka efni fyrir börn og unglinga, þar sem þau hafa ekki forsendur og þroska til að skilja. Þaðþarf því aðíhuga það líka hjá svona fyrirtæki sem er að bjóða þjónustu fyrir unga notendur.“ Hrefna segir SAFT hafa unnið náið með Vodafone og Símanum að verkefnum sem varða örugga netnotkun barna en minna með NOVA. „Við erum alltaf opin fyrir samstarfi og ef NOVA vill nýta okkar ráðgjöf og þjónustu íþessum efnum þá er það velkomið. Ég held aðþað veiti ekki af,“ segir Hrefna. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Mikil umræða hefur verið á netinu í morgun eftir að myndbönd af fíkniefnaneyslu ungra stúlkna voru sett inn á Snapchat-aðgang símafyrirtækisins Nova. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að með þessu sé verið að normalísera fíkniefnaneyslu og slíkt hafi áhrif á ungar og óharðnaðar sálir. Símafyrirtækið Nova birti í nótt myndbönd af gleðskap ungra stúlkna á Snapchat aðgangi sínum þar sem stúlkurnar sjást sýna fíkniefni á borði og neyta þeirra. Ein þeirra setur upp í sig töflu sem líkist e-pillu og í lok myndbandaraðarinnar sést stúlkan kasta upp.Segja fyrirtækiðhafa gengiðof langtMikil umræða hefur skapast á netinu vegna málsins enda eru börn stór hluti þeirra sem fylgjast með Snapchat aðgangi fyrirtækisins. Á heimasíðu Nova kemur fram að myndböndin séu liður í markaðssetningu á kvikmyndinni Eiðurinn en á Snapchat aðgangi Nova kemur engin aðvörun fram sem segir að um markaðssetningu sé að ræða. Foreldrar sem hringt hafa inn á fréttastofu í morgun segja fyrirtækið hafa gengið of langt.Vísir/GVAEkki heppilegt fyrir börnHrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir verkefninu SAFT, sem er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun, segir efni sem þetta ekki heppilegt fyrir börn sem séu stór hluti þeirra sem horft hafa á myndböndin í morgun. „Það sem við höfum heyrt af þessu þá er þetta ekki heppilegt efni fyrir unga notendur og það eru nú margir sem nýta sér þjónustu NOVA. Hver svo sem tilgangurinn er – auglýsa mynd eða hvaðþað er –þá er þetta ekki heppilegt myndefni fyrir unga krakka eða unglinga. Þetta er eitthvað sem þyrfti aðíhuga betur.“Er verið að normalísera fíkniefnaneyslu meðþessu?„Það má að vissu leyti segja þaðþví að allt það sem við setjum fram, óritskoðað og eins og þetta sé eðlilegur hlutur, hefur áhrif á ungar og óharðnaðar sálir. Þaðþarf að velta fyrir sér hvað sé verið að leggja á borð. Það er ástæða fyrir því að við erum með kvikmyndaeftirlit, myndir eru bannaðar og reynt að flokka efni fyrir börn og unglinga, þar sem þau hafa ekki forsendur og þroska til að skilja. Þaðþarf því aðíhuga það líka hjá svona fyrirtæki sem er að bjóða þjónustu fyrir unga notendur.“ Hrefna segir SAFT hafa unnið náið með Vodafone og Símanum að verkefnum sem varða örugga netnotkun barna en minna með NOVA. „Við erum alltaf opin fyrir samstarfi og ef NOVA vill nýta okkar ráðgjöf og þjónustu íþessum efnum þá er það velkomið. Ég held aðþað veiti ekki af,“ segir Hrefna.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira