Kveðst aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi og velvild frá almenningi Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2016 13:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir auknar líkur á því að ríkið taki yfir Arion banka og verði því eigandi þriggja banka. Hann segist sjálfur aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi frá almenningi og ætlar að halda ótrauður sínu striki. Sigmundur Davíð var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var sala Arion banka meðal annars til umræðu og taldi Sigmundur líkur á að ríkið myndi taka yfir bankann. „Fjármálakerfið er að miklu leyti komið í hendur ríkisins – Arion banki ekki enn sem komið er, en það gæti vel farið svo líka,“ segir Sigmundur og kveðst þar vísa í fréttir um að illa hafi gengið að selja bankann. „Menn hafa haft frest til að selja hann með ákveðnum skilyrðum, ella gangi hann til ríkisins,“ segir Sigmundur Davíð. Þess skal getið að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í október á síðasta ári að hann ætti ekki von áþví að ríkið myndi eignast Arion banka en Kaupþing, eigandi 87 prósenta hlutar í bankanum, hefur haft hann í söluferli og átti söluandvirðið að skiptast milli ríkissjóðs og Kaupþings eftir ákveðnum forsendum.Allir jákvæðir sem ræða viðSigmund DavíðSigmundur var einnig spurður um hans eigin mál og hvort ekki væri hætta á að kosningabarátta Framsóknarflokksins komi til með að snúast um hann sjálfan en ekki málefnin verði hann áfram formaður flokksins. „En ég hef ekki, frá því að ég byrjaði í stjórnmálum fundið eins mikinn, sterkan stuðning og velvild frá almenningi eins og síðustu misseri. Á meðan á öllu þessu gekk síðasta vor vissu margir ekki hvernig ætti að taka því en ég fer ekki út í búð núna eða á mannamót nema það komi til mín fólk til að ræða þessi mál og alltaf á jákvæðum nótum.“ Sigmundur Davíð segir fólk segja að nú þegar rykið hafi sest þá sjáist hvers konar aðför þetta hafi verið gegn honum. „Og alltaf hvatning: „Ekki gefast upp. Við treystum á að þú haldir áfram. Þú verður að halda áfram þeirri baráttu sem þú hefur leitt.“Ég hef oft heyrt: „Ef þú lofar að halda áfram þá skal ég kjósa Framsóknarflokkinn í fyrsta skipti.““ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir auknar líkur á því að ríkið taki yfir Arion banka og verði því eigandi þriggja banka. Hann segist sjálfur aldrei áður hafa fundið fyrir jafn sterkum stuðningi frá almenningi og ætlar að halda ótrauður sínu striki. Sigmundur Davíð var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar var sala Arion banka meðal annars til umræðu og taldi Sigmundur líkur á að ríkið myndi taka yfir bankann. „Fjármálakerfið er að miklu leyti komið í hendur ríkisins – Arion banki ekki enn sem komið er, en það gæti vel farið svo líka,“ segir Sigmundur og kveðst þar vísa í fréttir um að illa hafi gengið að selja bankann. „Menn hafa haft frest til að selja hann með ákveðnum skilyrðum, ella gangi hann til ríkisins,“ segir Sigmundur Davíð. Þess skal getið að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í október á síðasta ári að hann ætti ekki von áþví að ríkið myndi eignast Arion banka en Kaupþing, eigandi 87 prósenta hlutar í bankanum, hefur haft hann í söluferli og átti söluandvirðið að skiptast milli ríkissjóðs og Kaupþings eftir ákveðnum forsendum.Allir jákvæðir sem ræða viðSigmund DavíðSigmundur var einnig spurður um hans eigin mál og hvort ekki væri hætta á að kosningabarátta Framsóknarflokksins komi til með að snúast um hann sjálfan en ekki málefnin verði hann áfram formaður flokksins. „En ég hef ekki, frá því að ég byrjaði í stjórnmálum fundið eins mikinn, sterkan stuðning og velvild frá almenningi eins og síðustu misseri. Á meðan á öllu þessu gekk síðasta vor vissu margir ekki hvernig ætti að taka því en ég fer ekki út í búð núna eða á mannamót nema það komi til mín fólk til að ræða þessi mál og alltaf á jákvæðum nótum.“ Sigmundur Davíð segir fólk segja að nú þegar rykið hafi sest þá sjáist hvers konar aðför þetta hafi verið gegn honum. „Og alltaf hvatning: „Ekki gefast upp. Við treystum á að þú haldir áfram. Þú verður að halda áfram þeirri baráttu sem þú hefur leitt.“Ég hef oft heyrt: „Ef þú lofar að halda áfram þá skal ég kjósa Framsóknarflokkinn í fyrsta skipti.““
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira