„Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 11:02 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Fréttablaðið/Anton Brink „Við ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu þegar öllum prófkjörum er lokið. Við munum væntanlega fara betur yfir alla ferlana hjá okkur til að sjá hvað við getum gert betur að kosningum afstöðnum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og lýkur henni klukkan 12 á hádegi. Ástæða endurtektarkosningarinnar er að Píratar felldu listann í kjördæminu síðasta föstudag, en samkvæmt reglum Pírata þurfa framboðslistar að fara í staðfestingakosningu á landsvísu eftir kosningar í kjördæmunum. Alls voru sautján frambjóðendur í fyrri kosningu en einungis ellefu þeirra gefa kost á sér nú. Atkvæði voru endurtalin í síðasta mánuði eftir að Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kafteinn Pírata á Vestfjörðum, dró framboð sitt til baka. Þórður Guðsteinn Pétursson, sem var kosinn efstur á lista í síðasta prófkjöri, var sagður hafa smalað kjósendum, sem er bannað samkvæmt reglum Pírata. Úrskurðarnefnd flokksins mat það þó sem svo að hann hefði þó ekki brotið reglur. Listinn var í kjölfarið felldur í staðfestingarkosningu en margir þeirra sem kusu gegn staðfestingu hans gerðu það vegna smölunar Þórðar. „Það er af misjöfnum ástæðum sem fólk velur að samþykkja ekki listann. Það getur verið að fólk segi bara nei. Sumir gera það einfaldlega því þeim líst ekki á listann en aðrir voru sammála um það, eða töldu það að oddvitinn hefði smalað og þetta mál var því sent til úrskurðarnefndar. Í kjölfarið var staðfestingakosningin haldin og hún endaði þannig að listanum var hafnað,“ útskýrir Sigríður Bylgja. Sigríður segir að til að ná meiri sátt um listann hafi kjördæmisráð ákveðið að allir Píratar á landsvísu hafi kosningarétt, en í fyrra prófkjörinu voru það aðeins Píratar í Norðvesturkjördæmi. Hún segir að um sé að ræða tilraunaverkefni og að farið verði í endurskoðun á öllum ferlum eftir kosningar. „Við þurfum að skoða þetta allt saman. Við erum auðvitað bara að læra jafn óðum og við munum læra af því sem gengur illa og tökum það svo áfram sem gengur vel,“ segir Sigríður. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira
„Við ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu þegar öllum prófkjörum er lokið. Við munum væntanlega fara betur yfir alla ferlana hjá okkur til að sjá hvað við getum gert betur að kosningum afstöðnum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Endurtektarkosning fyrir röðun á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur nú yfir og lýkur henni klukkan 12 á hádegi. Ástæða endurtektarkosningarinnar er að Píratar felldu listann í kjördæminu síðasta föstudag, en samkvæmt reglum Pírata þurfa framboðslistar að fara í staðfestingakosningu á landsvísu eftir kosningar í kjördæmunum. Alls voru sautján frambjóðendur í fyrri kosningu en einungis ellefu þeirra gefa kost á sér nú. Atkvæði voru endurtalin í síðasta mánuði eftir að Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kafteinn Pírata á Vestfjörðum, dró framboð sitt til baka. Þórður Guðsteinn Pétursson, sem var kosinn efstur á lista í síðasta prófkjöri, var sagður hafa smalað kjósendum, sem er bannað samkvæmt reglum Pírata. Úrskurðarnefnd flokksins mat það þó sem svo að hann hefði þó ekki brotið reglur. Listinn var í kjölfarið felldur í staðfestingarkosningu en margir þeirra sem kusu gegn staðfestingu hans gerðu það vegna smölunar Þórðar. „Það er af misjöfnum ástæðum sem fólk velur að samþykkja ekki listann. Það getur verið að fólk segi bara nei. Sumir gera það einfaldlega því þeim líst ekki á listann en aðrir voru sammála um það, eða töldu það að oddvitinn hefði smalað og þetta mál var því sent til úrskurðarnefndar. Í kjölfarið var staðfestingakosningin haldin og hún endaði þannig að listanum var hafnað,“ útskýrir Sigríður Bylgja. Sigríður segir að til að ná meiri sátt um listann hafi kjördæmisráð ákveðið að allir Píratar á landsvísu hafi kosningarétt, en í fyrra prófkjörinu voru það aðeins Píratar í Norðvesturkjördæmi. Hún segir að um sé að ræða tilraunaverkefni og að farið verði í endurskoðun á öllum ferlum eftir kosningar. „Við þurfum að skoða þetta allt saman. Við erum auðvitað bara að læra jafn óðum og við munum læra af því sem gengur illa og tökum það svo áfram sem gengur vel,“ segir Sigríður.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16 Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fleiri fréttir Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Sjá meira
Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. 25. ágúst 2016 15:16
Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna "Ef listinn verður felldur þá bara verður hann felldur,“ segir Þórður Guðsteinn Pétursson, íþróttafræðingur, í samtali við Vísi. 17. ágúst 2016 13:12