Nýkjörinn oddviti Pírata í NV á leið upp á fæðingardeild sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. september 2016 13:20 Eva Pandora Baldursdóttir. „Ég get ekki talað mikið akkúrat núna, ég er nefnilega á leiðinni upp á fæðingardeild á Akureyri,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og nýkjörinn oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Atkvæðagreiðslu í endurtektarkosningu Pírata í kjördæminu lauk á hádegi og hafnaði Eva í fysrta sæti með 233 atkvæði. Annað sætið skipar Gunnar I. Guðmundsson með 236 atkvæði og Gunnar Jökull það þriðja með 224 atkvæði. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að unnið sé eftir Schulze talningaraðferðinni. „Evu hefur verið raðað oftar í hærri sæti en Gunnari. Talningaraðferðin finnur þá frambjóðendursem mest sátt er um, þannig að sá sem lendirhlutfallslega oftast í háum sætum vinnur alla aðra. Í rauninni er öllum frambjóðendum stillt upp hverjum á móti öðrum í tvíliðaleik, og þrátt fyrir að Gunnar sé með fleiri atkvæði þá gæti hann hafa fengið fleiri atkvæði neðarlega og Eva fengið fleiri atkvæði í háum sætum,“ útskýrir Sigríður. Hún segir að nú sé unnið að því að fá staðfestingu frá öllum frambjóðendum hvort þeir vilji taka sæti sínu eða ekki. Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir síðdegis eða í fyrramálið. Eva hefur staðfest að hún muni taka oddvitasætið. Sem fyrr segir gat Eva lítið talað þegar fréttastofa náði tali af henni, en hún segist þó spennt fyrir komandi tímum. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir hún, en hún er komin 39 vikur á leið með sitt fyrsta barn, og er sett í næstu viku.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að Eva fari á þing. „Ég byrja á að fara í fæðingarorlofi, en ég á rétt á því eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Ég lagði upp með það alveg frá byrjun. Þá yrði það fyrsti varaþingmaður sem myndi taka mitt sæti þangað til ég er búin í mínu fæðingarorlofi,“ segir hún. Eva Pandora er 26 ára, fædd árið 1990. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, lauk einu ári í MA námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og er nú í MPA námi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún er fædd á Sauðárkróki og hefur búið í Skagafirði stærsta hluta ævi sinnar. Á framboðssíðu sinni segist hún hafa verið, líkt og flestir Skagfirðingar, skráð í Framsóknarflokkinn, eða allt frá sextán ára aldri þegar hún byrjaði að fá áhuga á stjórnmálum. „Seinna meir þegar ég fór að spá af alvöru og með gagnrýnni hugsun í stjórnmál komst ég að því að mín gildi og skoðanir samhæfðust ekki þeim flokki sem ég var skráð í og gekk ég þar af leiðandi úr flokknum. Ég kynntist Pírötum nokkrum mánuðum fyrir seinustu alþingiskosningar þegar ég fór að kynna mér þá flokka sem voru í framboði og sá strax að stefna og gildi Pírata áttu vel við mig. Síðan þá hefur áhugi minn á stjórnmálum vaxið og dafnað og er ég ein þeirra Íslendinga sem er ósátt við stöðu mála í þjóðfélaginu í dag,“ segir Eva.Listann, eins og hann liggur fyrir nú, má sjá hér. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Ég get ekki talað mikið akkúrat núna, ég er nefnilega á leiðinni upp á fæðingardeild á Akureyri,“ segir Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur og nýkjörinn oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Atkvæðagreiðslu í endurtektarkosningu Pírata í kjördæminu lauk á hádegi og hafnaði Eva í fysrta sæti með 233 atkvæði. Annað sætið skipar Gunnar I. Guðmundsson með 236 atkvæði og Gunnar Jökull það þriðja með 224 atkvæði. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að unnið sé eftir Schulze talningaraðferðinni. „Evu hefur verið raðað oftar í hærri sæti en Gunnari. Talningaraðferðin finnur þá frambjóðendursem mest sátt er um, þannig að sá sem lendirhlutfallslega oftast í háum sætum vinnur alla aðra. Í rauninni er öllum frambjóðendum stillt upp hverjum á móti öðrum í tvíliðaleik, og þrátt fyrir að Gunnar sé með fleiri atkvæði þá gæti hann hafa fengið fleiri atkvæði neðarlega og Eva fengið fleiri atkvæði í háum sætum,“ útskýrir Sigríður. Hún segir að nú sé unnið að því að fá staðfestingu frá öllum frambjóðendum hvort þeir vilji taka sæti sínu eða ekki. Endanlegur listi ætti því að liggja fyrir síðdegis eða í fyrramálið. Eva hefur staðfest að hún muni taka oddvitasætið. Sem fyrr segir gat Eva lítið talað þegar fréttastofa náði tali af henni, en hún segist þó spennt fyrir komandi tímum. „Mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir hún, en hún er komin 39 vikur á leið með sitt fyrsta barn, og er sett í næstu viku.Sjá einnig: „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til þess að Eva fari á þing. „Ég byrja á að fara í fæðingarorlofi, en ég á rétt á því eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins. Ég lagði upp með það alveg frá byrjun. Þá yrði það fyrsti varaþingmaður sem myndi taka mitt sæti þangað til ég er búin í mínu fæðingarorlofi,“ segir hún. Eva Pandora er 26 ára, fædd árið 1990. Hún er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, lauk einu ári í MA námi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og er nú í MPA námi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Hún er fædd á Sauðárkróki og hefur búið í Skagafirði stærsta hluta ævi sinnar. Á framboðssíðu sinni segist hún hafa verið, líkt og flestir Skagfirðingar, skráð í Framsóknarflokkinn, eða allt frá sextán ára aldri þegar hún byrjaði að fá áhuga á stjórnmálum. „Seinna meir þegar ég fór að spá af alvöru og með gagnrýnni hugsun í stjórnmál komst ég að því að mín gildi og skoðanir samhæfðust ekki þeim flokki sem ég var skráð í og gekk ég þar af leiðandi úr flokknum. Ég kynntist Pírötum nokkrum mánuðum fyrir seinustu alþingiskosningar þegar ég fór að kynna mér þá flokka sem voru í framboði og sá strax að stefna og gildi Pírata áttu vel við mig. Síðan þá hefur áhugi minn á stjórnmálum vaxið og dafnað og er ég ein þeirra Íslendinga sem er ósátt við stöðu mála í þjóðfélaginu í dag,“ segir Eva.Listann, eins og hann liggur fyrir nú, má sjá hér.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir „Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Ætlum sannarlega að draga lærdóm af þessu“ Endurtektarkosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi stendur yfir eftir að listinn var felldur eftir staðfestingarkosningu í síðasta mánuði. 7. september 2016 11:02
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda