Reyndi viljandi að kveikja neista hjá Dóru Maríu sem varð brjáluð Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. september 2016 16:20 Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, snýr aftur í landsliðið þegar stelpurnar okkar mæta Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017 seinna í mánuðinum. Hópurinn var valinn í dag. Dóra María tók sér frí frá knattspyrnuiðkun frá september 2014 og þar til í mars á þessu ári en síðast spilaði hún landsleik í einmitt í september fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Þessi magnaða fótboltakona sem á að baki 108 landsleiki fyrir Ísland er búin að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar og stefnir jafnvel í að hún fari á þriðja Evrópumótið sitt að ári en hún er 31 árs gömul. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi þegar hópurinn var tilkynntur í dag að hann lét á reyna hvort Dóra María hefði virkilegan áhuga á að snúa aftur í landsliðið. Hún virðist meira en klár miðað við það sem Freyr hafði að segja. „Við erum búin að ræða málin vel. Ég talaði ekkert við hana þegar ég valdi síðasta hóp og það var viljandi. Ég vildi gá hvort ég myndi kveikja í einhverju í hausnum á henni sem það og gerði. Hún var brjáluð yfir því að ég talaði ekki við hana,“ sagði Freyr. „Svo beið ég eins lengi og ég gat að ræða við hana núna áður en ég valdi þennan hóp. Við funduðum tvisvar áður en ég ákvað að velja hana því ég vildi vita hvort eldmóðurinn væri til staðar.“ „Hann er til staðar og þá vitum við hvað hún er góð í fótbolta. Við höfum séð hana vaxa í sumar og það er mikill fengur fyrir okkur að fá hana til baka. Þetta snerist fyrst og fremst um það hvort hún hefði innri hvatningu til að gera þetta vel. Hún hefur hana og það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur.“ sagði Freyr Alexandersson. Svar Freys má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, snýr aftur í landsliðið þegar stelpurnar okkar mæta Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017 seinna í mánuðinum. Hópurinn var valinn í dag. Dóra María tók sér frí frá knattspyrnuiðkun frá september 2014 og þar til í mars á þessu ári en síðast spilaði hún landsleik í einmitt í september fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Þessi magnaða fótboltakona sem á að baki 108 landsleiki fyrir Ísland er búin að vera einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar og stefnir jafnvel í að hún fari á þriðja Evrópumótið sitt að ári en hún er 31 árs gömul. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, viðurkenndi á blaðamannafundi þegar hópurinn var tilkynntur í dag að hann lét á reyna hvort Dóra María hefði virkilegan áhuga á að snúa aftur í landsliðið. Hún virðist meira en klár miðað við það sem Freyr hafði að segja. „Við erum búin að ræða málin vel. Ég talaði ekkert við hana þegar ég valdi síðasta hóp og það var viljandi. Ég vildi gá hvort ég myndi kveikja í einhverju í hausnum á henni sem það og gerði. Hún var brjáluð yfir því að ég talaði ekki við hana,“ sagði Freyr. „Svo beið ég eins lengi og ég gat að ræða við hana núna áður en ég valdi þennan hóp. Við funduðum tvisvar áður en ég ákvað að velja hana því ég vildi vita hvort eldmóðurinn væri til staðar.“ „Hann er til staðar og þá vitum við hvað hún er góð í fótbolta. Við höfum séð hana vaxa í sumar og það er mikill fengur fyrir okkur að fá hana til baka. Þetta snerist fyrst og fremst um það hvort hún hefði innri hvatningu til að gera þetta vel. Hún hefur hana og það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur.“ sagði Freyr Alexandersson. Svar Freys má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58 Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Freyr: Við ætlum að gefa Berglindi tækifæri Landsliðsþjálfararnir ætla að reyna það sama með Berglindi Björg og þeir gerðu fyrir Hörpu. 7. september 2016 15:58
Hópurinn sem mætir Slóvenum og Skotum | Dóra María kemur aftur inn Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Slóveníu og Skotlandi í undankeppni EM 2017. 7. september 2016 13:15