Lífið

Hafa beðið eftir Justin Bieber í rigningunni í allan dag: Fengu gefins pítsur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessar voru sáttar.
Þessar voru sáttar. Myndir/mummi LÚ
Annan daginn í röð byrjaði röð að myndast fyrir utan Kórinn í Kópavogi en Justin Bieber stígur aftur á svið þar í kvöld. Búist er við nítján þúsund manns á tónleikunum í kvöld og sennilega verða örlítið fleiri í kvöld en í gærkvöldi.

Fyrstu gestirnir mættu eldsnemma í morgun og þurfa því að bíða þar í marga klukkutíma áður en hleypt verður inn í höllina klukkan fimm.

Að þessu sinni mættu starfsmenn Dominos á svæðið og gáfu þeim sem voru í röðinni pítsu um hádegisbilið í dag. Eðlilega voru krakkarnir mjög ánægðir með uppátækið og borðuðu pítsurnar af bestu list.

Hér að neðan má sjá myndir af sáttum krökkum í röðinni en það hefur rignt töluvert meira í dag en í gær á þá aðila sem eru í röðinni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.