Fyrstu tónleikagestirnir mættir: „Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 8. september 2016 09:02 Þórey og Ragnheiður ætla að bíða í fjórtán klukkustundir eftir átrúnaðargoði sínu. Þær ætla líka að gera það á morgun. vísir/guðjón guðmundsson Fyrstu gestirnir á tónleika Justins Bieber, sem haldnir verða í kvöld, eru mættir í Kórinn í Kópavogi. Það eru þær Ragnheiður Gunnarsdóttir og Þórey Gréta Sigþórsdóttir, sem segjast vart ráða sér fyrir spenningi. „Við mættum hingað klukkan sjö og ætlum að vera hér í allan dag. Við ætlum líka að mæta klukkan sjö í fyrramálið. Við ætlum að vera fremstar, erum alveg búnar að plana þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún þær stöllur vel búnar, í tvennum buxum og þykkri úlpu. „Og Justin Bieber bol,“ segir hún. Ragnheiður og Þórey eru sextán ára og fengu þær báðar, með leyfi foreldra, frí í skólanum í dag. Ragnheiður er í Tækniskólanum og Þórey nemur í Noregi.vísir/guðjón guðmundssonEruð þið miklir aðdáendur? „Ó já. Við erum búnar að bíða eftir honum í níu ár. Alveg síðan hann byrjaði bara,“ segir Ragnheiður.En var ekkert erfitt að vakna í morgun? „Jú svolítið. En maður gerir allt fyrir Justin,“ segir hún. Þó verði líklega erfiðara að vakna í fyrramálið þar sem tónleikarnir standi fram á kvöld. Aðspurð segir Ragnheiður þær vinkonur lítið stressaðar fyrir deginum, en þær þurfa að bíða í tæpar fjórtán klukkustundir eftir að fá að sjá átrúnaðargoð sitt, sem stígur á svið í Kórnum klukkan 20.30. „Nei, við vorum smá stressaðar í morgun, en ekki lengur.“Lokaspurning. Hvert er uppáhalds Justin Bieber-lagið þitt? „Úff. Þetta er erfið spurning. Ætli ég segi ekki Boyfriend,“ svarar Ragnheiður, glöð í bragði.Ella María hafði bæst í hópinn þegar ljósmyndara bar að garði um klukkan níu.vísir/vilhelm Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? Það er að ýmsu að huga enda verður afar fjölmennt á tónleikunum. 7. september 2016 15:45 Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð. 7. september 2016 14:30 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en talið er að kanadíska poppgoðið Justin Bieber sé í vélinni. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi. 7. september 2016 12:32 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Sjá meira
Fyrstu gestirnir á tónleika Justins Bieber, sem haldnir verða í kvöld, eru mættir í Kórinn í Kópavogi. Það eru þær Ragnheiður Gunnarsdóttir og Þórey Gréta Sigþórsdóttir, sem segjast vart ráða sér fyrir spenningi. „Við mættum hingað klukkan sjö og ætlum að vera hér í allan dag. Við ætlum líka að mæta klukkan sjö í fyrramálið. Við ætlum að vera fremstar, erum alveg búnar að plana þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Aðspurð segir hún þær stöllur vel búnar, í tvennum buxum og þykkri úlpu. „Og Justin Bieber bol,“ segir hún. Ragnheiður og Þórey eru sextán ára og fengu þær báðar, með leyfi foreldra, frí í skólanum í dag. Ragnheiður er í Tækniskólanum og Þórey nemur í Noregi.vísir/guðjón guðmundssonEruð þið miklir aðdáendur? „Ó já. Við erum búnar að bíða eftir honum í níu ár. Alveg síðan hann byrjaði bara,“ segir Ragnheiður.En var ekkert erfitt að vakna í morgun? „Jú svolítið. En maður gerir allt fyrir Justin,“ segir hún. Þó verði líklega erfiðara að vakna í fyrramálið þar sem tónleikarnir standi fram á kvöld. Aðspurð segir Ragnheiður þær vinkonur lítið stressaðar fyrir deginum, en þær þurfa að bíða í tæpar fjórtán klukkustundir eftir að fá að sjá átrúnaðargoð sitt, sem stígur á svið í Kórnum klukkan 20.30. „Nei, við vorum smá stressaðar í morgun, en ekki lengur.“Lokaspurning. Hvert er uppáhalds Justin Bieber-lagið þitt? „Úff. Þetta er erfið spurning. Ætli ég segi ekki Boyfriend,“ svarar Ragnheiður, glöð í bragði.Ella María hafði bæst í hópinn þegar ljósmyndara bar að garði um klukkan níu.vísir/vilhelm
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? Það er að ýmsu að huga enda verður afar fjölmennt á tónleikunum. 7. september 2016 15:45 Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð. 7. september 2016 14:30 Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20 Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en talið er að kanadíska poppgoðið Justin Bieber sé í vélinni. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi. 7. september 2016 12:32 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Sjá meira
Hvað þarf að hafa í huga fyrir Bieber-tónleikana? Það er að ýmsu að huga enda verður afar fjölmennt á tónleikunum. 7. september 2016 15:45
Hápunktarnir við komu Justin Bieber til landsins Fjögurra mínútna myndband sem sýnir allt það helsta sem gekk á þegar mesta poppstjarna vorra tíma steig á íslenska störð. 7. september 2016 14:30
Röðin á Dunkin Donuts: „Ég kom í útifötunum og með útilegustól en ég þurfti svo ekkert að nota þetta“ Afar fámennt var í röðinni við Dunkin' Donuts í Kringlunni í morgun en búið var að lofa fyrstu 20 viðskiptavinunum ársbirgðum af kleinuhringjum. 13. nóvember 2015 09:20
Justin Bieber mættur: Aðdáendur mættu á Reykjavíkurflugvöll til að berja goðið augum Fjöldi fólks er nú staddur á Reykjavíkurflugvelli þar sem einkaþota lenti í hádeginu en talið er að kanadíska poppgoðið Justin Bieber sé í vélinni. Bieber heldur tvenna tónleika hér á landi í vikunni, á morgun og föstudagskvöld, í Kórnum í Kópavogi. 7. september 2016 12:32