António Guterres líklegastur til að taka við af Ban Ki-moon Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2016 09:00 António Guterres gegndi embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015. Vísir/Getty Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni mæla með að António Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, taki við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-moon lætur af störfum í árslok. Guterres, sem skipaði embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015, hlaut stuðning ellefu að fimmtán aðildarríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu í þriðju óformlegu atkvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag. Hinn 67 ára Guterres, sem er einn af ellefu mögulegum sem koma til greina, hefur í öllum atkvæðagreiðslunum öryggisráðsins mælst með mestan stuðning. Öryggisráðið framkvæmir röð atkvæðagreiðslna, eða svokallaðar straw polls, til að sameinast í afstöðu sinni til þess sem ráðið leggur svo til að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykki og geri að næsta aðalritara. Allsherjarþingið kemur saman þann 13. september næstkomandi.Hóf afskipti af stjórnmálum 1974Guterres fæddist í höfuðborginni Lissabon árið 1949. Hann stundaði nám í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði við Instituto Superior Técnico skólann í Lissabon og gekk til liðs við portúgalska Sósíalistaflokkinn árið 1974, þá 25 ára gamall. Eftir að hafa unnið sig upp metorðastigann innan Sósíalistaflokksins tók hann við formannsembætti í flokknum árið 1992 og varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi.Forsætisráðherra árið 1995Sósíalistaflokkurinn vann sigur í þingkosningunum 1995 og tók Guterres þá við embætti forsætisráðherra landsins. Hann vann ötullega að því að koma Heimssýningunni Expo til Lissabon árið 1998 og vann flokkur hans aftur sigur í þingkosningunum 1999. Fyrri hluta ársins 2000 gegndi hann stöðu leiðtoga leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Seinna kjörtímabil hans í stóli forsætisráðherra varð ekki jafn farsælt og það fyrra þar sem innanflokksátök, efnahagsþrengingar og Hintze Ribeiro-harmleikurinn, þar sem 59 manns fórust þegar brú hrundi í bænum Castelo de Paiva, reyndust honum erfið.Sagði af sér embætti forsætisráðherraSósíalistaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum 2001 og ákvað Guterres að segja af sér embætti í kjölfarið. Jorge Sampaio, forseti Portúgals, leysti þá upp þing og boðaði til kosninga þar sem Sósíalisaflokkurinn beið ósigur fyrir flokki José Manuel Barroso sem varð nýr forsætisráðherra landsins. Barroso átti síðar eftir að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eftir afsögnina 2001 sagði Guterres skilið við portúgölsk stjórnmál og tók við forsetaembætti í Alþjóðasamtökum sósíalista.Antonio Guterres, þáverandi forsætisráðherra Portúgals, og Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, árið 1998.Vísir/GettyHóf störf hjá Sameinuðu þjóðunumÁrið 2005 var Guterres svo skipaður yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en lét af störfum í árslok 2015. Nokkrum vikum síðar var hann svo tilnefndur til að taka við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Guterres á tvö börn, þau Pedro og Mariana, með fyrstu eiginkonu sinni, Luísa, sem lést úr krabbameini árið 1998. Árið 2001 gekk hann að eiga Catarina Marques de Almeida Vaz Pinto, sem á son úr fyrra hjónabandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Flest bendir til að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna muni mæla með að António Guterres, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, taki við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-moon lætur af störfum í árslok. Guterres, sem skipaði embætti yfirmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna á árunum 2005 til 2015, hlaut stuðning ellefu að fimmtán aðildarríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu í þriðju óformlegu atkvæðagreiðslunni sem fram fór á mánudag. Hinn 67 ára Guterres, sem er einn af ellefu mögulegum sem koma til greina, hefur í öllum atkvæðagreiðslunum öryggisráðsins mælst með mestan stuðning. Öryggisráðið framkvæmir röð atkvæðagreiðslna, eða svokallaðar straw polls, til að sameinast í afstöðu sinni til þess sem ráðið leggur svo til að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykki og geri að næsta aðalritara. Allsherjarþingið kemur saman þann 13. september næstkomandi.Hóf afskipti af stjórnmálum 1974Guterres fæddist í höfuðborginni Lissabon árið 1949. Hann stundaði nám í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði við Instituto Superior Técnico skólann í Lissabon og gekk til liðs við portúgalska Sósíalistaflokkinn árið 1974, þá 25 ára gamall. Eftir að hafa unnið sig upp metorðastigann innan Sósíalistaflokksins tók hann við formannsembætti í flokknum árið 1992 og varð leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi.Forsætisráðherra árið 1995Sósíalistaflokkurinn vann sigur í þingkosningunum 1995 og tók Guterres þá við embætti forsætisráðherra landsins. Hann vann ötullega að því að koma Heimssýningunni Expo til Lissabon árið 1998 og vann flokkur hans aftur sigur í þingkosningunum 1999. Fyrri hluta ársins 2000 gegndi hann stöðu leiðtoga leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Seinna kjörtímabil hans í stóli forsætisráðherra varð ekki jafn farsælt og það fyrra þar sem innanflokksátök, efnahagsþrengingar og Hintze Ribeiro-harmleikurinn, þar sem 59 manns fórust þegar brú hrundi í bænum Castelo de Paiva, reyndust honum erfið.Sagði af sér embætti forsætisráðherraSósíalistaflokkurinn beið mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningunum 2001 og ákvað Guterres að segja af sér embætti í kjölfarið. Jorge Sampaio, forseti Portúgals, leysti þá upp þing og boðaði til kosninga þar sem Sósíalisaflokkurinn beið ósigur fyrir flokki José Manuel Barroso sem varð nýr forsætisráðherra landsins. Barroso átti síðar eftir að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Eftir afsögnina 2001 sagði Guterres skilið við portúgölsk stjórnmál og tók við forsetaembætti í Alþjóðasamtökum sósíalista.Antonio Guterres, þáverandi forsætisráðherra Portúgals, og Kofi Annan, þáverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, árið 1998.Vísir/GettyHóf störf hjá Sameinuðu þjóðunumÁrið 2005 var Guterres svo skipaður yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en lét af störfum í árslok 2015. Nokkrum vikum síðar var hann svo tilnefndur til að taka við embætti aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Guterres á tvö börn, þau Pedro og Mariana, með fyrstu eiginkonu sinni, Luísa, sem lést úr krabbameini árið 1998. Árið 2001 gekk hann að eiga Catarina Marques de Almeida Vaz Pinto, sem á son úr fyrra hjónabandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent