Lögregluþjónar eru sagðir hafa bankað á hurðina hjá Brown, en þeim var ekki hleypt inn.
Samkvæmt heimildum LA Times, sakaði konan Chris Brown um að hafa miðað byssunni á sig í bræðiskasti. Hún segist þá hafa hlaupið út af heimili hans og hringt á lögregluna.
Blaðamenn TMZ segjast hafa heimildir fyrir því að sérsveit lögreglunnar hafi verið kölluð til að framfylgja leitarheimildinni.
Chris Brown var á skilorði í sex ár eftir að hann viðurkenndi að hafa beitt söngkonuna Rihönnu ofbeldi árið 2009, en þau voru þá par.
Uppfært 16:30
Chris Brown hefur birt þrjú myndbönd á Instagramsíðu sinni þar sem hann segist vera nývaknaður. Í myndböndunum fer Brown mikinn og skammast yfir lögreglunni. Hann segist ekki hafa lokað sig af inn í húsi sínu og að hann hafi ekkert gert af sér.
Myndböndin má sjá hér að neðan.