„Lágmark að Ísland láti í sér heyra“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 19:15 Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér í málefnum 1.700 tyrkneskra dómara sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í tengslum við hreinsanir Erdogans forseta. Margir þeirra dómara sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi eru vinir íslenskra starfsbræðra þeirra. Í Tyrklandi hafa 3.500 dómarar verið leystir frá störfum í tengslum við hreinsanir Erdogan Tyrklandsforseta eftir valdaránstilraunina 15. júlí. Þar af hafa 1700 dómarar verið handteknir og eignir þeirra kyrrsettar. Á fundi formanna norrænu dómarafélaganna í Bergen á föstudag var samþykkt harðorð ályktun um aðgerðir stjórnvalda í Tyrklandi gegn dómurum. Í ályktuninni er þessum aðgerðum lýst sem hreinsunum. Tyrkland er samstarfsþjóð Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópuráðinu. Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér með einhverjum hætti í málefnum dómara í Tyrklandi sem hafa verið fangelsaðir að ósekju. Dómarafélagið hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra til að fara yfir málið. „Orð eru til alls fyrst og við teljum það lágmark að Ísland láti í sér heyra og að þau sjónarmið komi fram af hálfu Íslands að það sem er að gerast í Tyrklandi núna sé grafalvarlegt mál og í raun og veru ekki líðandi,“ segir Skúli Magnússon formaður Dómarafélags Íslands.Meinuð för úr landi með stuttum fyrirvara Skúli þekkir suma þessa tyrknesku dómara persónulega. „Á síðasta fundi Evrópusamtaka dómara var tyrkneska fulltrúanum, sem ég þekki persónulega, meinuð þátttaka og það var með nokkurra klukkustunda fyrirvara sem tyrkneska dómstólaráðið meinaði honum för úr landi. Þetta var fyrir valdaránstilraunina,“ segir Skúli. Áður en handtökur dómara áttu sér stað eftir tilraun til valdaráns höfðu skipaðir dómarar svo hundruðum skiptir verði færðir á milli starfsstöðva gegn vilja sínum til að tryggja hlýðni við stefnumál. Þá var fjöldi nýrra dómara skipaður í þeim tilgangi að endurnýja dómarastéttina hratt. Norrænu dómararnir voeru hvattir til þess að setja sig ekki í samband við tyrkneska starfsbræður sína því ella gætu þeir tyrknesku lent í enn verri málum. Staðan er í því viðkvæm, erfið og flókin. „Við erum ekki með gyllivonir um að Ísland geti breytt stöðu þessara mála í höfuðatriðum en nú viljum við að íslensk stjórnvöld láti Tyrkland og umheiminn vita að þetta séu grafalvarlegir hlutir sem þarna séu að gerast og í raun og veru ólíðandi.“ Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira
Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér í málefnum 1.700 tyrkneskra dómara sem hnepptir voru í gæsluvarðhald í tengslum við hreinsanir Erdogans forseta. Margir þeirra dómara sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi eru vinir íslenskra starfsbræðra þeirra. Í Tyrklandi hafa 3.500 dómarar verið leystir frá störfum í tengslum við hreinsanir Erdogan Tyrklandsforseta eftir valdaránstilraunina 15. júlí. Þar af hafa 1700 dómarar verið handteknir og eignir þeirra kyrrsettar. Á fundi formanna norrænu dómarafélaganna í Bergen á föstudag var samþykkt harðorð ályktun um aðgerðir stjórnvalda í Tyrklandi gegn dómurum. Í ályktuninni er þessum aðgerðum lýst sem hreinsunum. Tyrkland er samstarfsþjóð Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Evrópuráðinu. Dómarafélag Íslands vill að íslensk stjórnvöld beiti sér með einhverjum hætti í málefnum dómara í Tyrklandi sem hafa verið fangelsaðir að ósekju. Dómarafélagið hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra til að fara yfir málið. „Orð eru til alls fyrst og við teljum það lágmark að Ísland láti í sér heyra og að þau sjónarmið komi fram af hálfu Íslands að það sem er að gerast í Tyrklandi núna sé grafalvarlegt mál og í raun og veru ekki líðandi,“ segir Skúli Magnússon formaður Dómarafélags Íslands.Meinuð för úr landi með stuttum fyrirvara Skúli þekkir suma þessa tyrknesku dómara persónulega. „Á síðasta fundi Evrópusamtaka dómara var tyrkneska fulltrúanum, sem ég þekki persónulega, meinuð þátttaka og það var með nokkurra klukkustunda fyrirvara sem tyrkneska dómstólaráðið meinaði honum för úr landi. Þetta var fyrir valdaránstilraunina,“ segir Skúli. Áður en handtökur dómara áttu sér stað eftir tilraun til valdaráns höfðu skipaðir dómarar svo hundruðum skiptir verði færðir á milli starfsstöðva gegn vilja sínum til að tryggja hlýðni við stefnumál. Þá var fjöldi nýrra dómara skipaður í þeim tilgangi að endurnýja dómarastéttina hratt. Norrænu dómararnir voeru hvattir til þess að setja sig ekki í samband við tyrkneska starfsbræður sína því ella gætu þeir tyrknesku lent í enn verri málum. Staðan er í því viðkvæm, erfið og flókin. „Við erum ekki með gyllivonir um að Ísland geti breytt stöðu þessara mála í höfuðatriðum en nú viljum við að íslensk stjórnvöld láti Tyrkland og umheiminn vita að þetta séu grafalvarlegir hlutir sem þarna séu að gerast og í raun og veru ólíðandi.“
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Sjá meira