Innlent

Banaslys varð á Þingskálavegi

Atli Ísleifsson skrifar
Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Ökumaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Vísir
Banaslys varð á Þingskálavegi við Geldingalæk í Rangárvallarsýslu fyrr í dag.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi rákust þar saman tvær bifreiðar, fólksbifreið og lítil sendibifreið. „Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést en ökumaður sendibifreiðarinnar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi. Ökumennirnir voru einir í bifreiðunum.

Fjölmennt lið lögreglu, sjúkraflutningamenn og læknir frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands fóru á vettvang, ásamt fulltrúa frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa og sérfræðingi í bíltæknirannsóknum.

Rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi annast rannsókn á tildrögum slyssins. Frekari upplýsingar um málið er ekki hægt að gefa að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.

Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 13:31.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×