Ekkert bendir til þess að hringlaga blettir bæti árangur íþróttafólks Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 20:00 Hringlaga blettir á baki og öxlum nokkurra Ólympíukeppenda hafa vakið nokkra athygli á leikunum í ár, en þeir orsakast af gamalli kínverskri aðferð til að auka blóðflæði líkamans. Læknir segir ekkert benda til þess að aðferðin skili keppendum raunverulegum árangri. Þónokkrir keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eru með dökkrauða hringlaga bletti á öxlum og baki. Blettirnir hafa vakið töluverða athygli en þeir sjást einna helst á keppendum frá Bandaríkjunum, og voru meðal annars áberandi á sundkappanum Michael Phelps sem vann sín tuttugustu og fyrstu gullverðlaun í nótt. Blettirnir verða til þegar settar eru sogskálar á líkamann og botninn hitaður þeim tilgangi að mynda þrýsting og auka þannig blóðflæði. Því er um að ræða nokkurskonar sogbletti. Gunnar Jóhannsson, læknir, segir erfitt að segja til um hvort meðferðin skili raunverulegum árangri. „Þetta er svona ákveðin tískusveifla sem er á meðal íþróttamanna þessa Ólympíuleikana, að fara í svokallað cupping eða sogskálameðferð við verkjum og eymslum í vöðvum. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu en eins og með svo margar verkjameðferðir, og þá sérstaklega við fjölbreyttum og lítilvægum meiðslum sem íþróttafólk glímir oft við, hefur ekki verið hægt að sýna vísindalega fram á neitt.“ Gunnar bendur á að á Ólympíuleikum skipti hvert sekúndubrot máli. Fólk geti þannig sannfærst um að meðferðir á borð við þessa hjálpi blóðflæðinu og geri fólk þar af leiðandi hraðskreiðara. „Þú hefur kannski unnið einhvern tímann eftir að hafa farið í cupping- meðferð. Þá er bara komin einhver trú og það getur skipt máli,“ segir hann. Ekkert bendir þó til þess að aðferðin sé skaðleg. „Ekki frekar en sogblettir eru skaðlegir. Þetta eru ekki marblettir heldur sogblettir sem koma við þennan sogkraft og þá springa hárhæðar sem er ekki sársaukafullt. Enginn skaði annar en það, og þetta hverfur á einni til tveimur vikum.“ Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Hringlaga blettir á baki og öxlum nokkurra Ólympíukeppenda hafa vakið nokkra athygli á leikunum í ár, en þeir orsakast af gamalli kínverskri aðferð til að auka blóðflæði líkamans. Læknir segir ekkert benda til þess að aðferðin skili keppendum raunverulegum árangri. Þónokkrir keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eru með dökkrauða hringlaga bletti á öxlum og baki. Blettirnir hafa vakið töluverða athygli en þeir sjást einna helst á keppendum frá Bandaríkjunum, og voru meðal annars áberandi á sundkappanum Michael Phelps sem vann sín tuttugustu og fyrstu gullverðlaun í nótt. Blettirnir verða til þegar settar eru sogskálar á líkamann og botninn hitaður þeim tilgangi að mynda þrýsting og auka þannig blóðflæði. Því er um að ræða nokkurskonar sogbletti. Gunnar Jóhannsson, læknir, segir erfitt að segja til um hvort meðferðin skili raunverulegum árangri. „Þetta er svona ákveðin tískusveifla sem er á meðal íþróttamanna þessa Ólympíuleikana, að fara í svokallað cupping eða sogskálameðferð við verkjum og eymslum í vöðvum. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu en eins og með svo margar verkjameðferðir, og þá sérstaklega við fjölbreyttum og lítilvægum meiðslum sem íþróttafólk glímir oft við, hefur ekki verið hægt að sýna vísindalega fram á neitt.“ Gunnar bendur á að á Ólympíuleikum skipti hvert sekúndubrot máli. Fólk geti þannig sannfærst um að meðferðir á borð við þessa hjálpi blóðflæðinu og geri fólk þar af leiðandi hraðskreiðara. „Þú hefur kannski unnið einhvern tímann eftir að hafa farið í cupping- meðferð. Þá er bara komin einhver trú og það getur skipt máli,“ segir hann. Ekkert bendir þó til þess að aðferðin sé skaðleg. „Ekki frekar en sogblettir eru skaðlegir. Þetta eru ekki marblettir heldur sogblettir sem koma við þennan sogkraft og þá springa hárhæðar sem er ekki sársaukafullt. Enginn skaði annar en það, og þetta hverfur á einni til tveimur vikum.“
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira