Ekkert bendir til þess að hringlaga blettir bæti árangur íþróttafólks Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 20:00 Hringlaga blettir á baki og öxlum nokkurra Ólympíukeppenda hafa vakið nokkra athygli á leikunum í ár, en þeir orsakast af gamalli kínverskri aðferð til að auka blóðflæði líkamans. Læknir segir ekkert benda til þess að aðferðin skili keppendum raunverulegum árangri. Þónokkrir keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eru með dökkrauða hringlaga bletti á öxlum og baki. Blettirnir hafa vakið töluverða athygli en þeir sjást einna helst á keppendum frá Bandaríkjunum, og voru meðal annars áberandi á sundkappanum Michael Phelps sem vann sín tuttugustu og fyrstu gullverðlaun í nótt. Blettirnir verða til þegar settar eru sogskálar á líkamann og botninn hitaður þeim tilgangi að mynda þrýsting og auka þannig blóðflæði. Því er um að ræða nokkurskonar sogbletti. Gunnar Jóhannsson, læknir, segir erfitt að segja til um hvort meðferðin skili raunverulegum árangri. „Þetta er svona ákveðin tískusveifla sem er á meðal íþróttamanna þessa Ólympíuleikana, að fara í svokallað cupping eða sogskálameðferð við verkjum og eymslum í vöðvum. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu en eins og með svo margar verkjameðferðir, og þá sérstaklega við fjölbreyttum og lítilvægum meiðslum sem íþróttafólk glímir oft við, hefur ekki verið hægt að sýna vísindalega fram á neitt.“ Gunnar bendur á að á Ólympíuleikum skipti hvert sekúndubrot máli. Fólk geti þannig sannfærst um að meðferðir á borð við þessa hjálpi blóðflæðinu og geri fólk þar af leiðandi hraðskreiðara. „Þú hefur kannski unnið einhvern tímann eftir að hafa farið í cupping- meðferð. Þá er bara komin einhver trú og það getur skipt máli,“ segir hann. Ekkert bendir þó til þess að aðferðin sé skaðleg. „Ekki frekar en sogblettir eru skaðlegir. Þetta eru ekki marblettir heldur sogblettir sem koma við þennan sogkraft og þá springa hárhæðar sem er ekki sársaukafullt. Enginn skaði annar en það, og þetta hverfur á einni til tveimur vikum.“ Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hringlaga blettir á baki og öxlum nokkurra Ólympíukeppenda hafa vakið nokkra athygli á leikunum í ár, en þeir orsakast af gamalli kínverskri aðferð til að auka blóðflæði líkamans. Læknir segir ekkert benda til þess að aðferðin skili keppendum raunverulegum árangri. Þónokkrir keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eru með dökkrauða hringlaga bletti á öxlum og baki. Blettirnir hafa vakið töluverða athygli en þeir sjást einna helst á keppendum frá Bandaríkjunum, og voru meðal annars áberandi á sundkappanum Michael Phelps sem vann sín tuttugustu og fyrstu gullverðlaun í nótt. Blettirnir verða til þegar settar eru sogskálar á líkamann og botninn hitaður þeim tilgangi að mynda þrýsting og auka þannig blóðflæði. Því er um að ræða nokkurskonar sogbletti. Gunnar Jóhannsson, læknir, segir erfitt að segja til um hvort meðferðin skili raunverulegum árangri. „Þetta er svona ákveðin tískusveifla sem er á meðal íþróttamanna þessa Ólympíuleikana, að fara í svokallað cupping eða sogskálameðferð við verkjum og eymslum í vöðvum. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu en eins og með svo margar verkjameðferðir, og þá sérstaklega við fjölbreyttum og lítilvægum meiðslum sem íþróttafólk glímir oft við, hefur ekki verið hægt að sýna vísindalega fram á neitt.“ Gunnar bendur á að á Ólympíuleikum skipti hvert sekúndubrot máli. Fólk geti þannig sannfærst um að meðferðir á borð við þessa hjálpi blóðflæðinu og geri fólk þar af leiðandi hraðskreiðara. „Þú hefur kannski unnið einhvern tímann eftir að hafa farið í cupping- meðferð. Þá er bara komin einhver trú og það getur skipt máli,“ segir hann. Ekkert bendir þó til þess að aðferðin sé skaðleg. „Ekki frekar en sogblettir eru skaðlegir. Þetta eru ekki marblettir heldur sogblettir sem koma við þennan sogkraft og þá springa hárhæðar sem er ekki sársaukafullt. Enginn skaði annar en það, og þetta hverfur á einni til tveimur vikum.“
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira