Formaður Heimdallar sækist eftir baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 14. ágúst 2016 19:58 Albert er formaður Heimdallar. Fréttablaðið/Ernir Albert Guðmundsson, laganemi og formaður Heimdallar félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það fer fram í byrjun september. „Undanfarið ár hef ég sinnt formennsku í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkinn hef ég stutt frá því ég var í menntaskóla, út frá hugsjóninni um frelsi einstaklingsins. Síðan ég tók við starfinu og kynntist því góða fólki sem sinnir trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins hefur áhugi minn vaxið jafnt og þétt,“ segir Albert í tilkynningu. Í samtali við Vísi segist Albert stefna á 5. sætið í prófkjörinu.Albert ætlar í framboð.Mynd/Håkon Broder LundAlbert vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar hann hlaut kjör sem formaður Heimdallar með sex atkvæða mun gegn sitjandi stjórn. Hann kom í kjölfarið í einlægt viðtal hjá Fréttablaðinu um stjórnmálaþátttöku sína og þá erfiðu lífsreynslu að eiga föður sem varð alkóhólisma að bráð. Sjá einnig: Hefði viljað kynnast pabba eins og hann var Albert er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi, er útskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík og leggur nú stund á lögfræði við Háskóla Íslands. „Í sumar starfa ég sem flugþjónn hjá Icelandair en hef áður sinnt ýmis konar störfum m.a. skrifstofustörfum, fiskvinnslu og umönnun eldri borgara. Þar að auki hef ég sinnt ótal félagsstörfum t.d. setið í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og Stúdentaráði Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu. „Frá því ég tók við formannsembætti hef ég fundið fyrir mikilli grósku innan flokksins. Flokkurinn státar af fólki sem brennur fyrir velferð þjóðarinnar. Ungir sem aldnir komu að því að móta þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir en þeirri stefnu vil ég vinna framgang í samstarfi við alla Sjálfstæðismenn.“ Albert segist finna fyrir þeirri frelsistilfinningu sem Sjálfstæðisflokkurinn höfðar til og hann vilji koma þeirri tilfinningu á framfæri til annarra ungra Íslendinga. „Þess vegna sækist ég eftir baráttusæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Nái ég kjöri mun ég beita mér af heilhug til að efla Sjálfstæðisflokkinn, flokk allra stétta og starfa í þágu fólksins í landinu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Albert Guðmundsson, laganemi og formaður Heimdallar félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það fer fram í byrjun september. „Undanfarið ár hef ég sinnt formennsku í Heimdalli, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkinn hef ég stutt frá því ég var í menntaskóla, út frá hugsjóninni um frelsi einstaklingsins. Síðan ég tók við starfinu og kynntist því góða fólki sem sinnir trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins hefur áhugi minn vaxið jafnt og þétt,“ segir Albert í tilkynningu. Í samtali við Vísi segist Albert stefna á 5. sætið í prófkjörinu.Albert ætlar í framboð.Mynd/Håkon Broder LundAlbert vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar hann hlaut kjör sem formaður Heimdallar með sex atkvæða mun gegn sitjandi stjórn. Hann kom í kjölfarið í einlægt viðtal hjá Fréttablaðinu um stjórnmálaþátttöku sína og þá erfiðu lífsreynslu að eiga föður sem varð alkóhólisma að bráð. Sjá einnig: Hefði viljað kynnast pabba eins og hann var Albert er fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi, er útskrifaður úr Menntaskólanum í Reykjavík og leggur nú stund á lögfræði við Háskóla Íslands. „Í sumar starfa ég sem flugþjónn hjá Icelandair en hef áður sinnt ýmis konar störfum m.a. skrifstofustörfum, fiskvinnslu og umönnun eldri borgara. Þar að auki hef ég sinnt ótal félagsstörfum t.d. setið í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands og Stúdentaráði Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu. „Frá því ég tók við formannsembætti hef ég fundið fyrir mikilli grósku innan flokksins. Flokkurinn státar af fólki sem brennur fyrir velferð þjóðarinnar. Ungir sem aldnir komu að því að móta þá stefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir en þeirri stefnu vil ég vinna framgang í samstarfi við alla Sjálfstæðismenn.“ Albert segist finna fyrir þeirri frelsistilfinningu sem Sjálfstæðisflokkurinn höfðar til og hann vilji koma þeirri tilfinningu á framfæri til annarra ungra Íslendinga. „Þess vegna sækist ég eftir baráttusæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi kosningar. Nái ég kjöri mun ég beita mér af heilhug til að efla Sjálfstæðisflokkinn, flokk allra stétta og starfa í þágu fólksins í landinu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40 Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Sextán í framboði í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Prófkjörið fer fram 3. september næstkomandi. 12. ágúst 2016 18:40
Heimdallur mun ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, lýsir vantrausti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í ljósi upplýsinga sem hafa komið fram um eignarhald hans í aflandsfélagi á Bresku Jómfrúaeyjunum. 4. apríl 2016 14:50
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu