Draumur Írisar Evu um Ólympíuleika rættist í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2016 04:00 Íris Eva kann vel við sig á Ólympíuleikunum í Ríó. Fréttablaðið/anton brink Ísland á fulltrúa meðal þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem starfa á Ólympíuleikunum. Fréttablaðið hitti Írisi Evu Hauksdóttur á frjálsíþróttavellinum í Ríó þar sem hún fékk úthlutað sex vöktum á leikunum. „Þetta er mikið ævintýri og rosalega skemmtilegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á svæðinu og inni á vellinum. Að fá að upplifa þetta svona nálægt,“ sagði Akureyringurinn Íris Eva, rétt áður en hún fór á sína fimmtu vakt á frjálsíþróttavellinum í Ríó. Hún hefur æft bæði frjálsar og fimleika. „Hér er þvílíkur fjöldi af fólki og myndavélarnar úti um allt. Hávaðinn sem myndast eins og þegar Bolt var hérna um daginn, það var bara brjálæði,“ segir Íris.Usain Bolt fagnar hér á góðri stundu í Ríó.Vísir/Anton Brink„Það var sérstakt að vera svona nálægt þegar Usain Bolt vann 100 metra hlaupið. Ég held að það sé ekki hægt að komast nær honum. Fólk er alveg að elta hann á röndum. Sjálfboðaliðarnir mega ekki taka myndir og eiga vera á ákveðnum stöðum en svo kemur hann og þá hlaupa allir á eftir honum eins og ég veit ekki hvað.“ Íris er sjúkraþjálfari og er í Ríó með vinkonu sinni sem er læknir. Þær eru á ferðinni um Suður-Ameríku og ætla að ferðast meira eftir leikana. Þær sóttu um að fara á Ólympíuleikana í desember 2014. „Eftir það þurftum við að taka ýmis próf eins og tungumálapróf á netinu. Ég held að þeir hafi bara viljað vita hvort það væri í lagi með okkur því þetta var ekkert voða flókið,“ segir Íris í léttum tón. Það tók langan tíma að komast inn en hún fékk loks staðfestingu í apríl. Íris hefur skemmt sér konunglega í Ríó.Vísir/Anton Brink„Þetta hefur alltaf verið draumur að fara á Ólympíuleika. Afi sagði mér frá því þegar hann fór 22 ára á Ólympíuleikana 1948. Hann var í fótbolta í Þór og þeim var nokkrum boðið að fara á Ólympíuleikana. Hann var alltaf að segja mér frá þessu og ég ætlaði því líka að fá að kynnast því að fara á Ólympíuleika,“ segir Íris Eva. „Ég veit ekki af neinum öðrum Íslendingi og þeir hjá ÍSÍ vissu ekki um neinn. Ég held að ég sú eina. það eru hátt í hundrað þúsund sjálfboðaliðar hérna og hver veit nema það leynist einhver annar,“ segir Íris, sem er klædd í einkennisgalla sjálfboðaliðanna frá toppi til táar og þar er guli liturinn áberandi. „Ég veit ekki hvort þetta sé fallegasti búningur sem ég á en ég mun örugglega geyma einn bol,“ segir Íris. En hvað með næstu leika eftir fjögur ár? „Örugglega, ef ég hef möguleika á því. Ég hef ekki komið til Tókýó,“ segir Íris. Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira
Ísland á fulltrúa meðal þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem starfa á Ólympíuleikunum. Fréttablaðið hitti Írisi Evu Hauksdóttur á frjálsíþróttavellinum í Ríó þar sem hún fékk úthlutað sex vöktum á leikunum. „Þetta er mikið ævintýri og rosalega skemmtilegt. Það er ótrúleg upplifun að vera á svæðinu og inni á vellinum. Að fá að upplifa þetta svona nálægt,“ sagði Akureyringurinn Íris Eva, rétt áður en hún fór á sína fimmtu vakt á frjálsíþróttavellinum í Ríó. Hún hefur æft bæði frjálsar og fimleika. „Hér er þvílíkur fjöldi af fólki og myndavélarnar úti um allt. Hávaðinn sem myndast eins og þegar Bolt var hérna um daginn, það var bara brjálæði,“ segir Íris.Usain Bolt fagnar hér á góðri stundu í Ríó.Vísir/Anton Brink„Það var sérstakt að vera svona nálægt þegar Usain Bolt vann 100 metra hlaupið. Ég held að það sé ekki hægt að komast nær honum. Fólk er alveg að elta hann á röndum. Sjálfboðaliðarnir mega ekki taka myndir og eiga vera á ákveðnum stöðum en svo kemur hann og þá hlaupa allir á eftir honum eins og ég veit ekki hvað.“ Íris er sjúkraþjálfari og er í Ríó með vinkonu sinni sem er læknir. Þær eru á ferðinni um Suður-Ameríku og ætla að ferðast meira eftir leikana. Þær sóttu um að fara á Ólympíuleikana í desember 2014. „Eftir það þurftum við að taka ýmis próf eins og tungumálapróf á netinu. Ég held að þeir hafi bara viljað vita hvort það væri í lagi með okkur því þetta var ekkert voða flókið,“ segir Íris í léttum tón. Það tók langan tíma að komast inn en hún fékk loks staðfestingu í apríl. Íris hefur skemmt sér konunglega í Ríó.Vísir/Anton Brink„Þetta hefur alltaf verið draumur að fara á Ólympíuleika. Afi sagði mér frá því þegar hann fór 22 ára á Ólympíuleikana 1948. Hann var í fótbolta í Þór og þeim var nokkrum boðið að fara á Ólympíuleikana. Hann var alltaf að segja mér frá þessu og ég ætlaði því líka að fá að kynnast því að fara á Ólympíuleika,“ segir Íris Eva. „Ég veit ekki af neinum öðrum Íslendingi og þeir hjá ÍSÍ vissu ekki um neinn. Ég held að ég sú eina. það eru hátt í hundrað þúsund sjálfboðaliðar hérna og hver veit nema það leynist einhver annar,“ segir Íris, sem er klædd í einkennisgalla sjálfboðaliðanna frá toppi til táar og þar er guli liturinn áberandi. „Ég veit ekki hvort þetta sé fallegasti búningur sem ég á en ég mun örugglega geyma einn bol,“ segir Íris. En hvað með næstu leika eftir fjögur ár? „Örugglega, ef ég hef möguleika á því. Ég hef ekki komið til Tókýó,“ segir Íris.
Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira