Brynjar um Eygló: „Með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið“ Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2016 10:20 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Anton/Vilhelm „Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Vísar hann þar til ákvörðun Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Segir hann að fullyrða megi að allir ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu viljað fá í ríkisfjármálaáætlun meira fé í sína málaflokka. Eygló og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sátu hjá við afgreiðslu stjórnarfrumvarpa í gær sem vörðuðu fjármálastefnu 2017 til 2021 og fjármálaáætlun sömu ára. Bæði málin voru þó samþykkt, hið fyrra með 29 atkvæðum gegn sautján en tveir sátu hjá og hið síðara með 29 atkvæðum gegn fjórtán þar sem sex sátu hjá. Brynjar er ekki fyrsti stjórnarþingmaðurinn til að gagnrýna Eygló en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákvörðun Eyglóar um að sitja hjá ekki boðlega ráðherra í ríkisstjórn. Eygló gerði grein fyrir atkvæði sínu varðandi fjármálastefnuna: „Sú vinna sem ég hef verið að vinna hefur verið í samræmi við þann stjórnarsáttmála. Hér erum við hins vegar að tala um næsta kjörtímabil. Það liggur ekki fyrir neitt samkomulag um það með hvaða hætti á að standa að því samstarfi ef það verður og ég hef látið vita af þessum fyrirvara mínum í gegnum allt þetta mál að það sé ekki verið að huga nægilega vel að lífeyrisþegum, að barnafjölskyldum og mér þykir það leitt ég skuli ekki geta stutt þetta mál,“ sagði Eygló. Tengdar fréttir Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Sá sem fékk þó stærsta hluta kökunnar og hefur verið með súkkulaði út á báðar kinnar allt kjörtímabilið vildi meira og gat því ekki stutt málið. Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Vísar hann þar til ákvörðun Eyglóar Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Segir hann að fullyrða megi að allir ráðherrar í ríkisstjórninni hefðu viljað fá í ríkisfjármálaáætlun meira fé í sína málaflokka. Eygló og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sátu hjá við afgreiðslu stjórnarfrumvarpa í gær sem vörðuðu fjármálastefnu 2017 til 2021 og fjármálaáætlun sömu ára. Bæði málin voru þó samþykkt, hið fyrra með 29 atkvæðum gegn sautján en tveir sátu hjá og hið síðara með 29 atkvæðum gegn fjórtán þar sem sex sátu hjá. Brynjar er ekki fyrsti stjórnarþingmaðurinn til að gagnrýna Eygló en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákvörðun Eyglóar um að sitja hjá ekki boðlega ráðherra í ríkisstjórn. Eygló gerði grein fyrir atkvæði sínu varðandi fjármálastefnuna: „Sú vinna sem ég hef verið að vinna hefur verið í samræmi við þann stjórnarsáttmála. Hér erum við hins vegar að tala um næsta kjörtímabil. Það liggur ekki fyrir neitt samkomulag um það með hvaða hætti á að standa að því samstarfi ef það verður og ég hef látið vita af þessum fyrirvara mínum í gegnum allt þetta mál að það sé ekki verið að huga nægilega vel að lífeyrisþegum, að barnafjölskyldum og mér þykir það leitt ég skuli ekki geta stutt þetta mál,“ sagði Eygló.
Tengdar fréttir Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Eygló styður hvorki fjármálastefnu né fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag er greidd voru atkvæði um annars vegar fjármálastefnu 2017-2021. 18. ágúst 2016 15:56